Langar þig í ferskan fisk og annað sjávarfang? Fiskmarkaðurinn við gömlu höfnina opnaði á Hátíð hafsins, sl. laugardag 5. júní.
Félag um umsjón fiskmarkaðar við Suðurbugt, í samstarfi við Faxaflóahafnir og Matís, stendur að fiskmarkaðnum. Fiskmarkaðurinn verður opinn frá 10-17 og er stefnt að því að hann verði haldinn á hverjum laugardegi fram á haust.
Verkefnið fór upphaflega af stað árið 2009 þegar AVS-sjóðurinn styrkti gerð rannsóknarskýrslu og tillögu að útliti og uppsetningu á fiskmarkaði fyrir almenning (sjá skýrsluna hér). Hluti skýrslunnar var svo sendur inn í hugmyndasamkeppni um nýsköpun í ferðaþjónustu sem Höfuðborgarstofa stóð fyrir árið 2009. Verkefnið fékk vilyrði fyrir styrk og í kjölfarið var stofnað félag til að koma fiskmarkaðinum á laggirnar.
Á Fiskmarkaðnum við gömlu höfnina er lagt upp úr að selt sé ferskt sjávarfang og að þeir sem selji það geti upplýst kaupendur um gæði, uppruna og notkun þess. En hvernig á að meta ferskleika fisks og annars sjávarfangs?
Hjá Matís hafa verið gerðar rannsóknir á ferskleika sjávarafurða um árabil. Ein afurð þessara rannsókna er svokölluð gæðastuðulsaðferð til að meta ferskleika.
Aðferð þessi hefur verið aðlöguð að ferskleikamati fyrir ýmsar algengar fisktegundir:
Nánari upplýsingar veita Þóra Valsdóttir, thora.valsdottir@matis.is, og Kolbrún Sveinsdóttir, kolbrun.sveinsdottir@matis.is.