Fréttir

Umbætur í virðiskeðju matvæla

Mikilvægt er að huga að öllum þáttum í virðiskeðju matvæla því hver keðja er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar.

Helstu niðurstöður verkefnisins „Umbætur í virðiskeðju matvæla“ hafa nú verið teknar saman í skýrslu og birtar á vef Matís og má finna hér ásamt ítarlegri skýrslum um þætti Matís í verkefninu.

Verkefninu var stýrt af Samtökum iðnaðarins og unnið í samstarfi við Kaupás, Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Matís og AGR aðgerðagreiningu.

Tækniþróunarsjóður styrkti verkefnið. Í verkefninu var sjónum beint að ferli kjötvöru, sem er fremur flókin vinnsla og krefst bæði kælingar og í sumum tilfellum hitunar, í gegn  um vinnsluferil og út í gegn um verslun. Niðurstöðurnar eiga engu að síður að geta nýst í öðrum greinum matvælavinnslu.

Framleiðendur matvæla eru hvattir til að kynna sér efni skýrslunnar.

Matís hefur einnig gefið út þrjár aðrar skýrslur þar sem fjallað er um einstaka þætti verkefnins; Kortlagning á ferli vöru og vörustýringuÁhrif kælikeðjunnar á rýrnun kjöts ásamt Tillögum að verklýsingum fyrir kælikeðju kjöts.

Nánari upplýsingar veitir Þóra Valsdóttir, thora.valsdottir@matis.is.

IS