Fréttir

Mennt er máttur

Fyrir stuttu lauk námskeiði sem Matís hélt ásamt öðrum á Höfn í Hornafirði. Hönnun námskeiðsins var unnin í samvinnu Þekkingarnetsins, Skinneyjar-Þinganess og FAS (Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu).

Kennt var að jafnaði tvisvar í viku í húsnæði Skinneyjar-Þinganess sem sérstaklega var útbúið sem kennslustofa. Markmiðið með námskeiðinu var m.a. að auka þekkingu starfsfólks á vinnslu sjávarafla, efla sjálfstraust og auka faglega hæfni þess. Námskeiðsþættir voru m.a. samvinna og liðsheild, stjórnun, gæði í fiskvinnslu, matvælaöryggi og vinnuvernd.

Nánari upplýsingar veitir Margeir Gissurarson, margeir.gissurarson(at)matis.is.

Upplýsingar um námskeið sem Matís býður upp á má finna hér.

IS