Fréttir

Fiskmarkaðir fyrir almenning

Því ekki fiskmarkaði, rétt eins og grænmetismarkaði og bændamarkaði? Matur, saga, menning 25. mars kl. 17.

Ísland er þekkt fyrir frábæran fisk og góð fiskimið, en einhverra hluta
vegna tíðkast ekki hér á landi að almenningur geti keypt ferskan fisk á
hafnarbakkanum eða á fiskmarkaði. Þótt margir hafi sýnt hugmyndinni um
fiskmarkað áhuga, hefur henni ekki verið fylgt eftir í framkvæmd hingað
til. Nú lítur út fyrir að hreyfing sé að komast á málið bæði í Reykjavík
og víðar, og að þess sé ekki lagt að bíða að gestir og gangandi geti
nálgast ferskan fisk á þennan lifandi og skemmtilega hátt.

Þær Þóra Valsdóttir, matvælafræðingur hjá Matís ohf og Brynhildur
Pálsdóttir, matarhönnuður hjá Listaháskóla Íslands, kynna áhugaverða
samantekt um möguleika fiskmarkaða á Íslandi á fundi félagsins Matur saga
menning, fimmtudaginn 25. mars kl 17.00 í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar,
Hringbraut  121, 4. hæð.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Á undan fundinum, þ.e. frá kl 16.30-17.00 verður aðalfundur
félagsins haldinn samkvæmt áður boðaðri dagskrá.

IS