Fréttir

Útskrift Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Þriðjudaginn 9. mars sl. luku 18 nemendur námi sínu frá Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna og er þetta 12. árgangurinn sem hefur lokið sex mánaða námi við skólann.

Skólinn er samstarfsverkefni fjögurra stofnana/fyrirtækja: Hafrannsóknastofnunar, Matís, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, en auk þess kemur  Hólaskóli að samstarfinu. Daglegur rekstur skólans heyrir undir Hafrannsóknastofnun og er Tumi Tómasson forstöðumaður skólans.  

Hjá Matís hafa allir nemendur skólans fengið kennslu í grunnáfanga um gæði og vinnslu fisks og í beinu framhaldi hafa nemendur á gæðalínu skólans, sem í ár voru fimm, fengið kennslu og verklega þjálfun. Fjórir af þessum fimm nemendum hafa unnið lokaverkefni sín hjá Matís í Reykjavík. Í ár fjölluðu verkefnin um gerð gæðastuðulsskala (QIM) fyrir makríl, áhrif sorbats, chitosans á geymsluþol makríls, kennsluefni fyrir gerð HACCP kerfis til notkunar í fiskiðnaði í Norður-Kóreu og uppsetningu kerfis rekjanleika sem myndi henta á innanlandsmarkaði í Kína. Nemendurnir vinna að jafnaði verkefni með þarfir í eigin heimalandi í huga.

Hér að neðan eru talin upp þessi verkefni, höfundar og leiðbeinendur.

Gæðastjórnum við meðferð fisks og fiskvinnslu:

Patricia J. Nobre leite Miranda Alfama – Cape Verde

UNU-FTP Project title: Quality Index Method (QIM) for frozen-thawed Atlantic mackerel (Scomber scombus) stored in ice: development and application in a shelf life study
Supervisor: Emilía Martinsdóttir, Matís and Kolbrún Sveinsdóttir, Matís
Specialist line: Quality Management of Fish Handling and Processing
Lanlan Pan – China
UNU-FTP Project title: A Model of traceability of fish products for the domestic market in China based on traceability studies in Iceland and China
Supervisor: Margeir Gissurarson, Matís
Specialist line: Quality Management of Fish Handling and Processing

Mun Hyok Ho – DPR Korea
UNU-FTP Project title: The effect of dipping treatments on preservation of fish (mackerel) using chitosan, sorbate and acetic acid.
Supervisor: Heiða Pálmadóttir, Matís , Irek Klonowski, Ingibjörg Rósa Þorvaldsdóttur and Páll Steinþórsson, Matís
Specialist line: Quality Management of Fish Handling and Processing

Kwang Bok Jo – DPR Korea
UNU-FTP Project title: The understanding of the HACCP and the application method of the HACCP system in DPR of Korea
Supervisor: Margeir Gissurarson, Matís
Specialist line: Quality Management of Fish Handling and Processing

Nánari upplýsingar um útskriftina og skólann má finna hér

IS