Fréttir

Norræn ráðstefna á Íslandi um mat – Matís skipuleggur

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís skipuleggur ráðstefnu um skynmat 20. og 21. maí nk. á Hilton Reykjavík Nordica Hotel. Ráðstefnan fjallar um samskipti ólíkra hópa eins og matvælaframleiðenda, veitingamanna, markaðsfólks, vísindafólks og neytenda.

Meðal annars verður lögð áhersla á hvernig matvælafyrirtæki og veitingahús geta nálgast eða talað við sína viðskiptavini og neytendur og komast að því hvað þau vilja. Einnig verður fjallað um innri samskipti í fyrirtækjum, svo sem milli vöruþróunar- og markaðsfólksins.

Í umræðunni verða gæði matvæla mæld með skynmati, neytendarannsóknir og þýðing þeirra fyrir matvælafyrirtæki og veitingamenn.

Meðal fyrirlesara er Ulf Larsson frá Háskólanum í Örebro í Svíþjóð og hann mun fjalla um hversu miklu máli lýsing á mat getur skipt t.d. á matseðlum. Peter Kreiner frá NOMA Restaurant í Kaupmannahöfn mun tala um hvernig hægt er að koma norrænum gildum í matargerðarlist á framfæri. Valdimar Sigurðsson frá Háskólanum í Reykjavík ætlar að segja frá hegðun neytenda og hvernig markaðssetningu er háttað í verslunum. Johan Unuger frá Saltå Kvarn sem mun fjalla um hvernig hægt sé að nota fjölmiðla í samskiptum við neytendur. Nokkrir fyrirlesarar koma frá stórum norrænum fyrirtækjum, eins og Arla Foods og Valio og finnska markaðsrannsóknafyrirtækinu Taloustutkimus.

Ef fyrirtæki hafa á því áhuga þá er boðið upp á lógó-merkingar fyrirtækja á efni ráðstefnunnar þeim að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar um dagskrá, skráningu, ofl. má finna á ensku síðu Matís, www.matis.is/nsw2010.

IS