Fréttir

Búnaðarþing 2010 – Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, flytur hátíðarræðu

Árlegt Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands hefst sunnudaginn 28. febrúar og stendur til miðvikudagsins 3. mars.

Búnaðarþing verður sett með viðhöfn á sunnudaginn en yfirskrift setningarathafnarinnar er „Aftur kemur vor í dal“. Í vikunni verða hefðbundin þingstörf þar sem m.a. verður fjallað um mál sem tengjast umsókn stjórnvalda að Evrópusambandinu, jarðalögum, fjármálum bænda og uppbyggingu félagskerfis þeirra.

Setning Búnaðarþings fer fram í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 28. febrúar og hefst kl. 13:30. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, heldur setningarræðu og Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra flytur ávarp og veitir árleg landbúnaðarverðlaun. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, flytur hátíðarræðu og Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi tekur lagið. Aðgangur er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og í boði eru kaffiveitingar.

Búnaðarþingi verður gerð skil á vefnum bondi.is þegar þingstörf hefjast. Á vefnum verður birt dagskrá þingsins, ræður, fundargerðir og upplýsingar um afgreiðslu mála um leið og þær berast.

Nánari upplýsingar veita:

Magnús Sigsteinsson, skrifstofustjóri Búnaðarþings, gsm: 863-3184 , netfang: ms@bondi.is
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, gsm: 861-7740, netfang: hb@bondi.is
Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, gsm: 895-6254 , netfang: ebl@bondi.is

IS