Fréttir

Ofred J.M. Mhongole ver meistaraprófsritgerð

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Meistaraprófsneminn Ofred, J.M. Mhongole frá Tanzaníu fyrrum nemandi við Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU) hefur nú lokið meistarverkefni sínu og mun verja ritgerð sína kl. 14 þriðjudaginn 26. maí að Skúlagötu 4.

Guðjón Þorkelsson hjá Matís mun kynna og stjórna vörninni.

Meistaraprófsneminn Ofred, J.M. Mhongole frá Tanzaníu fyrrum nemandi við Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU) hefur nú lokið verkefni sínu á þessu sviði.

Leiðbeinandi var: Franklín Georgsson

Verkefnið “Microbiology and Spoilage Trail in Nile perch ( Lates niloticus), Lake Victoria, Tanzania” var unnið á rannsóknastofu Fiskeftirlitsins í Tanzaníu og hjá Matís. Verkefnið var styrkt af Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU) og af “National Fish quality Control Laboratory (NFQCL)-Nyegezi” í Tanzaníu.

Helstu markmið verkefnisins voru að rannsaka náttúrulega örveruflóru nílarkarfa og geymsluþol óunnins fisks og unninna fiskflaka við kjöraðstæður á rannsóknastofu og við hefðbundnar vinnsluaðstæður í fjórum fiskvinnslufyrirtækjum við Viktoríuvatn í Tanzaníu.

Nílarkarfi er mjög mikilvægur nytjafiskur fyrir þau lönd sem eiga fiskveiðiréttindi í Viktoríuvatni og er mikilvægur fyrir útflutningstekjur þessara landa. Fiskurinn er að mestu fluttur út í ferskum eða frystum flökum. Mestur er útflutningurinn til landa Evrópusambandsins og eru fersku flökin flutt úr landi með flugi. Þar sem takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á örveruástandi og geymsluþoli nílarkarfa var markmiðið með rannsókninni að afla grunnupplýsinga um þá örverufræðilegu þætti sem helst hafa áhrif á geymsluþolið. Rannsakað var með sérhæfðum ræktunaraðferðum hvaða örveruhópar hefðu mest áhrif á skemmdarferilinn auk þess sem notast var við ákveðnar efnamælingar og skynmat til að meta ferskleika vörunnar. Niðurstöðurnar geta síðan reynst mikilvægar við að meta árangur nýrra vinnslu- og flutningsaðferða við framleiðslu og dreifingu nílarkarfa.

IS