Matís og HR bjóða upp á áhugavert nám fyrir hráefnisframleiðendur. Námið er stutt en hnitmiðað og nýtist bændum, smábátasjómönnum, skotveiðifólki og öðrum hráefnisframleiðendum hjá fyrirtækjum eða með eigin rekstur.
MARKMIÐ:
Markmið námsins er að efla hráefnisframleiðendur í vöruþróun og hráefnisnýtingu. Áhersla verður m.a. á vöruþróun og nýsköpun frá hráefni til neytenda. Meðal annars verður fjallað um hvernig koma má auga á tækifæri, hvernig tækifæri er flutt af hugmyndastiginu á þróunarstigið, stjórnun nýrrar þróunar og loks hvernig nýrri þróun er komið á framfæri í formi nýs vöru‐ eða þjónustuframboðs.
HVERJIR:
Námið er ætlað bændum, smábátasjómönnum, skotveiðifólki og öðrum hráefnisframleiðendum með eigin rekstur.
EFNISTÖK:
1. Markaðskönnun, 29. apríl kl. 13‐17
‐ Valdimar Sigurðsson HR
2. Lagaumhverfi og matvælaöryggi, 6. maí kl. 9‐17
‐ Franklin Georgsson og Margeir Gissurarson Matís
3. Vöruþróun og nýsköpun, 13. og 20. maí kl. 9‐17
– Marína Candi HR, Sjöfn Sigurgísladóttir og Þóra Valsdóttir Matís
4. Framleiðslu‐ og aðfangastjórnun, 27. maí kl. 9‐17
– Hlynur Stefánsson HR og Sveinn Margeirsson Matís
5. Markaðssetning eigin vöru, 3. júní kl. 9‐17
– Valdimar Sigurðsson HR, Gunnþórunn Einarsdóttir og Guðmundur Gunnarsson Matís
DAGSETNING:
Námið hefst 29. apríl og lýkur 3. júní.
VERÐ:
129.000 kr.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING:
simi: 599 6200
www.opnihaskolinn.is
stjornmennt@opnihaskolinn.is
www.matis.is/opni-haskolinn