Stjórnendur Wholefoods Market verslunarkeðjunnar komu til Matís fyrir stuttu og kynntu sér starfsemi fyrirtækisins.
Sjávarútvegsfyrirtækið Cumbrian Seafoods tók í gagnið fyrr tæpum tveim árum síðan nýtt fiskvinnsluhús í Seatham á austurströnd Bretlands. Húsnæðið er sérlega tæknivætt á breskan mælikvarða, en þetta 250 manna fyrirtæki sér mörgum af stærstu smásölum Bretlands fyrir sjávarfangi.
Cumbrian seafood leggur mikið upp úr því að framleiðsla þeirra samræmist sem best kröfum nútímans um sjálfbærni alls lífferils vörunnar sem þeir framleiða og því hafa þeir nú ákveðið að setja upp vindmillur sem muni sjá fiskvinnsluhúsinu fyrir öllu því rafmagni sem það þarf. Á þennan hátt sjá þeir fram á að geta því sem næst máð út „sótspor“ (carbon footprint) vinnslunnar.
Krafa smásala og neytenda í Bretlandi um bætt upplýsingastreymi varðandi kolefnismyndun við framleiðslu á hinum ýmsu vörum hefur aukist gífurlega á síðustu misserum og því hefur Cumbrian Seafoods ákveðið að fara út í þessa fjárfestingu, þrátt fyrir að þeir telji að raforkukostnaður þeirra muni aukast af þeim sökum.
Í framhaldi af því er spurning hvort við ættum ekki í meira mæli en gert hefur verið fram að þessu að innleiða hugsun lífferilsgreiningar (LCA) við framleiðslu og merkingar á sjávarfangi. Þetta er málefniefni sem Matís hefur látið sig mikið varða á undanförnum misserum og er fyrirtækið áhugasamt um að stuðla að innleiðingu lífferilsgreiningar við framleiðslu á íslenskum matvælum.