Fréttir

Spennandi starfsvettvangur – frábær tækifæri

Matís auglýsir eftir nemendum á framhaldsstigi til að vinna lokaverkefni og einstök verkefni í samstarfi við fyrirtækið. Auglýsingu í Morgunblaðinu má finna hér.

Matís býður upp á verkefni í lyfjavísindum sem hluta af meistaranámi. Verkefnið snýst um einangrun og greiningar á flóknum fjölsykrum og öðrum lífefnum úr sjávarhryggleysingjum ásamt mælingum á lífvirkni þeirra. Í verkefninu verður beitt fjölbreytilegri aðferðafræði og er öll aðstaða og tækjabúnaður fyrir verkefnið fyrsta flokks. Umsækjandi verður að hafa lokið B.Sc. prófi í lífefnafræði, matvælafræði, lyfjafræði, líffræði eða skyldum greinum. Upplýsingar um náms- og starfsferil fylgi umsókn.

Nánari upplýsingar um verkefnin veitir Guðmundur Óli Hreggviðsson, gudmundur.o.hreggvidsson@matis.is, og í síma 422-5000.


Matís býður upp á verkefni sem hluta af meistaranámi. Verkefnin snúa meðal annars að rannsóknum sem tengjast tölfræðilegri greiningu gagna úr virðiskeðju matvæla, beitingu aðgerðagreiningar í matvælaiðnaði, þróun matvælaframleiðsluferla og stýringu virðiskeðjunnar. Rannsóknirnar eru stundaðar í samstarfi við íslensk matvælaframleiðslufyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði. Umsækjandi verður að hafa lokið B.Sc. prófi í Iðnaðarverkfræði, Rekstrarverkfræði, Matvælafræði, Tölvunarfræði eða skyldum greinum. Upplýsingar um náms- og starfsferil fylgi umsókn.

Nánari upplýsingar um verkefnin veitir Sveinn Margeirsson, sveinn.margeirsson@matis.is, og í síma 422-5000.


Matís býður upp á verkefni sem hluta af meistaranámi. Verkefnin snúa meðal annars að rannsóknum sem tengjast sérstöðu og sérkennum hráefna til matvælavinnslu úr íslensku umhverfi og gætu tengst matvælaörverufræði, matvælaefnafræði, neytendarannsóknum, skynmati og nýsköpun í matvælaiðnaði og er öll aðstaða og tækjabúnaður hjá Matís fyrsta flokks fyrir verkefni af þessum toga. Umsækjandi verður að hafa lokið B.Sc. prófi í lífefnafræði, matvælafræði, búvísindum, lyfjafræði, líffræði eða skyldum greinum. Upplýsingar um náms- og starfsferil fylgi umsókn.

Nánari upplýsingar um verkefnin veitir Guðjón Þorkelsson, gudjon.thorkelsson@matis.is, og í síma 422-5000.


Matís býður upp á verkefni í líftækni sem hluta af meistaranámi. Verkefnið snýst um rannsóknir á ensímum úr sjávarörverum sem virka á flóknar fjölsykrur. Beitt verður fjölbreytilegri aðferðafræði svo sem örverufræði, ensímfræði, erfðatækni og erfðamengjafræði og er öll aðstaða og tækjabúnaður fyrir verkefnið fyrsta flokks. Umsækjandi verður að hafa lokið B.Sc. prófi í lífefnafræði, líffræði eða skyldum greinum. Upplýsingar um náms- og starfsferil fylgi umsókn.

Nánari upplýsingar um verkefnin veitir Guðmundur Óli Hreggviðsson, gudmundur.o.hreggvidsson@matis.is, og í síma 422-5000.


Frekari upplýsingar um starfsemi Matís og atvinnutækifæri hjá fyrirtækinu fást hjá Jón H. Arnarsyni mannauðsstjóra, jon.h.arnarson@matis.is

IS