Fréttir

Aukið virði sjávarfangs: FisHmark-hugbúnaður

Þann 14. febrúar n.k. verður kynnt til sögunnar frumgerð hugbúnaðar, FisHmark, sem gerir stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja mögulegt að framkvæma nákvæmari áætlanagerð í fiskveiðum. AVS hefur styrkt verkefnið. Fundurinn, sem fer fram á 2. hæð á Radisson Saga Hótel, hefst klukkan 13:30.

Með þessum nýja hugbúnaði er hægt að:

  • Auka virði sjávarfangs og tryggja aðgang inn á kröfuharða sérmarkaði
  • Greina hvaða þættir hafa áhrif á virði sjávarfangs og afkomu fiskveiða og fiskvinnslu
  • Búa til tillögur að hagkvæmasta fyrirkomulagi að veiðum og ráðstöfun afla
  • Auðvelda fiskseljendum að miðla upplýsingum um vöru, svo sem um uppruna hennar
  • Tengja saman gögn úr rafrænum afladagbókum, mælingum í móttöku og úr upplýsingakerfum um vinnslu og markað
  • Leita hagkvæmustu lausna í virðiskeðju þorskafurða og auka hagnað fyrirtækja

Sjá dagskrána hér.

IS