Vinnufundur íslenskra og færeyskra aðila um sjálfbærni í sjávarútvegi fer fram á Sauðárkróki þann 14. júní. Fundurinn er hluti af vestnorrænu verkefni sem nefnist „Sustainable Food Information“ sem hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í matvælaiðnaði, svo sem sjávarútvegsfyrirtækjum, að sýna fram á sjálfbærni í veiðum, vinnslu og sölu.
Matvælarannsóknir Íslands (Matís) annast skipulagningu fundarins, sem er eingöngu ætluð aðilum í sjávarútvegi.
Sjálfbærni er orðið einkar mikilvægt hugtak í sjávarútvegi í ljósi sívaxandi krafna seljenda, verslunarkeðja og neytenda um að ekki sé gengið á auðlindir hafsins. Þá er mikil áhersla lögð á rekjanleika í umræðu um sjálfbærni í fiskiðnaði. Með rekjanleika fást nákvæmar upplýsingar um vöruna og geta seljendur sem búa yfir gæðaafurð aðgreint sig betur frá öðrum á markaði.
Rekjanleiki er þar af leiðandi mikilvægur hlekkur í umhverfismerkingum
sjávarafurða. Nánar um ráðstefnuna hér.
Vinnufundurinn fer fram í Verinu Vísindagörðum á Sauðárkróki.