Skýrslur

SustainCycle – Vertical farming of abalone / SustainCycle – Lóðrétt Stórskalaeldi á Sæeyrum

Útgefið:

08/11/2021

Höfundar:

Jensen, Sophie

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

The aim of the project was to build a foundation to expand abalone production in Iceland. The international market has grown incredibly during the last 10-15 years and will continue to grow. Currently, Sæbýli has built an aquafarm in Eyrarbakki and Þorlákshöfn and grow small scale abalone animals to market size. At the beginning of the project the farm had a capacity to produce 70 tonnes/year into a global market of 150 000 tons in total. The long-term plan of Sæbýli is to build a sustainable aquaculture industry in Iceland by building standardised production units in other parts of Iceland. In order for this to happen, certain technical barriers to upscaling had to be resolved and a „state-of-the-art“ standard production facility had to be designed.   
Furthermore, the aim was to examine the wholesomeness of the product as well as to assess the environmental impact of the production. Finally, it was intended to establish communication with Icelandic consumers, restaurants and stakeholders, as well as marketing measures abroad.

The project was carried out by Sæbýli, Matís, the University of Iceland and Centra.
_____

Markmið verkefnisins var að byggja grunn til að skala upp sæeyrnaeldi á Íslandi. Heimsmarkaðurinn hefur vaxið með undraverðum hætti undanfarin 10-15 ár og allt bendir til að vöxtur verði áfram. Sæbýli hefur nú byggt upp aðstöðu í Eyrabakka fyrir áframeldi og Þorlákshöfn fyrir undaneldi og frjóvganir. Við upphaf verkefnisins var framleiðsla inn á markað á fyrstu stigum en eldisstöðin hefur framleiðslugetu upp á 70 tonn/ári inn á heimsmarkað sem telur amk 150 þúsund tonn. Langtímamarkmið Sæbýlis er að byggja upp sjálfbæran eldisiðnað á Íslandi með því að byggja upp staðlaðar framleiðslu eininingar víðar á Íslandi. Til þess að svo verði þurfti að leysa ákveðnar tæknilegar hindrandir fyrir uppskölun og út frá því hanna „state-of-the-art“ staðlað framleiðsluhús. Ennfremur var markmiðið að kanna hollustu og heilnæmi afurðanna ásamt því að meta umhverfisáhrif framleiðslunar. Að lokum var áætlað koma á samskiptum við íslenska neytendur, veitingastaði og hagsmunaaðila ásamt markaðsaðgerðum erlendis.

Að verkefninu stóðu Sæbýli, Matís, Háskóli Íslands og Centra.

Skoða skýrslu