Fréttir

Skýrsla um niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi fyrir árið 2021 er komin út

Á dögunum birtist skýrsla um niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni fyrir árið 2021. Matís hefur um árabil séð um verkefni sem snýr að því að safna gögnum og gefa út skýrslu vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar.

Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggis og heilnæmis og nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. 

Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem útvíkkun og endurskoðun er stöðugt nauðsynleg.

Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni. Jafnframt voru öll sýni af sjávarafurðum til manneldis vel undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Einnig reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta sjávarfangs, miðað við hámarksgildi ESB.

Frekari útlistun á niðurstöðum auk skýrslunnar í heild má finna hér:

IS