Fréttir

EIT Food North-West viðburður í október

Taktu þátt í viðburði EIT Food North-West sem haldinn verður þann 3.-5. október næstkomandi. Áherslan er á þekkingarmiðlun og öflun tengslanets. Viðburðurinn er fyrir matvælaiðnaðinn, tækniaðila og vöruframleiðendur.

Afhverju að mæta?

  • Til að afla þér þekkingar á breskum matvælaiðnaði.
  • Til að tengjast sérfræðingum í iðnaðinum sem hafa mikilvæg sambönd við tæknisetur og markaðinn.
  • Til að heyra frá aðilum í Bretlandi og á Íslandi sem starfa í matvælaiðnaði og hafa hafa vaxið á árangursríkan hátt.

Viðburðurinn fer fram 3.-5. október:

Mánudaginn 3. októberHvað vilja kaupendur og smásalar? Smásölumarkaðurinn í Bretlandi.
Matís, Reykjavík
Þriðjudaginn 4. októberBláa hagkerfi Íslands og 100% fiskur
Iceland Ocean Cluster, Reykjavík
Miðvikudaginn 5. októberKynning á stýrðu umhverfi í landbúnaðarframleiðslu
Orkídea, Selfossi

Komdu og vertu með! Dagskrá Matís og EIT Food, mánudaginn 3. október finnur þú hér:

09:00 Opnun, Oddur M. Gunnarsson Forstjóri Matís
Neytandinn, eftirspurn og markaðurinn í Bretlandi
Tengslamyndun og miðlun – speed networking – session I
Erindi Mackies, alþjóðlegi smáframleiðandinn – ís beint frá býli
12:15 Hádegishlé – tengslamyndun og miðlun
13:15 Ör erindi; Food Innovation Wales, Schottish Rural Agricultural College, National Manufacturing Institute and Strathclyde
Tækifærin; erindi EIT Food/EEN 
Tengslamyndun og miðlun – speed networking – Session II
16:30 Samantekt og dagskrárlok

Þáttaka er frí en skráning er nauðsynleg með því að smella á skráningarhnappinn hér að neðan:

Allar nánari upplýsingar finnur þú með því að smella hér

Hefur þú fyrirspurn varðandi viðburðinn? Anna Berg Samúelsdóttir, sérfræðingur hjá Matís svarar öllum fyrirspurnum í netfang annab@matis.is

IS