Ráðstefna í Danmörku 25-26 apríl 2023
Lykillinn að þróun góðrar vöru í anda sjálfbærni er að nýta mátt skynmatsvísinda til að brúa bilið milli vísinda, iðnaðar og neytenda. Yfirskrift ráðstefnunnar er „From idea to consumption“ og á ráðstefnunni munum við rýna ferlið frá hugmynd á markað, með áherslu á sjálfbærni, þær áskoranir sem slíkt ferli felur oft í sér og það mikilvæga hlutverk sem skynmat gegnir í þróun vandaðra og sjálfbærra matar- og drykkjarvara.
Fagfólk og vísindafólk sem vinnur við skynmat, gæðamál og neytendamál á sviði matvæla og annarra neytendavara, fá þarna tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar. Ráðstefnan er einnig kjörin til að efla tengsl og tækifæri á norrænum slóðum. Skynmat, t.d. mat á gæðum og neytendamál, er mikilvægur hlekkur í þeirri vinnu sem fer fram i fyrirtækjum sem framleiða og selja neytendavöru.
Nordic Sensory Workshop er norræn ráðstefna sem hefur verið haldin um það bil annað hvert ár. Að ráðstefnunni standa sérfræðingar á sviði skynmats- og neytendarannsókna á Norðurlöndum og skiptast jafnframt á að halda ráðstefnuna. Í ár er það Danmörk (Teknologisk Institut) sem sér um skipulagningu með aðstoð frá norrænum samstarfsaðilum á Íslandi (Matís), Noregi (NOFIMA), RISE (The Swedish Research Institute) og Finnlandi (VTT-Technical Research Centre of Finland).
Ráðstefnan verður haldin dagana 25-26 apríl 2023, Gregersenvej 1, 2630 Taastrup, Danmörku.
Opnað verður fyrir skráningu í janúar 2023, en hægt er að skrá sig á áminningarlista með tölvupósti á netfangið: lesh@teknologisk.dk
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast með því að smella hér eða með því að senda fyrirspurn á Kolbrúnu Sveinsdóttir hjá Matís á netfangið kolbrun@matis.is.