Fréttir

Viltu vita hver lágmarkslaunin eru í fyrirtækinu sem framleiðir matvælin sem þú neytir?

Raddir þess efnis að neytendur hafi nákvæmar upplýsingar um matvæli verða sífellt háværari. Hvort sem það eru upplýsingar um innihald, rekjanleika eða næringargildi, þá er fjöldi fólks, þá sérstaklega í vestrænum samfélögum, sem telur sig hafa not fyrir slíkar upplýsingar.

En hvers virði eru hinar ýmsu upplýsingar um matvæli?

Tækninni fleygir fram hvað varðar geymslu á upplýsingum. Fyrirtækin GS1 og Matís hafa átt í samstarfi er snýr m.a. að rekjanleika matvæla en innan GS1 er yfirgripsmikil þekking t.d. á notkunarmöguleikum strikamerkinga. Margir vilja meina að hægt sé að nota strikamerkin mun betur en gert er í dag og vinnur GS1 einmitt að þeim málum. Getur t.d. verið að í nánustu framtíð verði hægt að skanna strikamerki til þess að fá upplýsingar ekki bara um heiti eða verð vöru heldur líka um uppruna vörunnar, ferlið sem varan hefur farið í gegnum í framleiðslu og flutningi, aðbúnað og lágmarkslaun starfsmanna sem komu að framleiðslu vörunnar, hversu mikið framleiðslan og flutningur vörunnar mengaði (t.d. sótspor, e. carbon footprint), innihaldsefni, ofnæmis- og óþolsvalda eða næringargildi?

Ef við nefnum sérstaklega uppruna og rekjanleika matvæla þá hefur mörgum íslenskum neytendum þótt mikilvægt að vita hvaðan matvælin koma eða hráefnin sem notuð eru til þess að framleiða þau. Mikilvægt þykir mörgum einnig að hægt sé að rekja til baka öll skref framleiðslu, flutnings og markaðssetningu vöru og segja sumir að ekki sé hægt að taka upplýsta ákvörðun um kaup á vöru fyrr en upplýsingar um uppruna séu til staðar sem og rekjanleiki. Krafan um slíkt verður sífellt háværari, ekki síst vegna kröfu neytenda um að matvæli séu á allan hátt örugg til neyslu og valdi okkur ekki skaða.

Tækifærin eru mikil þegar kemur að merkingum matvæla og fræðslu um þau

Fleiri fyrirtæki, sem Matís hefur átt í góðu samstarfi við, vinna frumkvöðlastarf í því að koma upplýsingum um matvæli til neytenda. FooDoIt (fyrir food do it) er eitt slíkt. Starfsmenn þess fyrirtækis hafa nýtt sér gagnagrunna Matís um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) til þess að hanna notendavænt forrit sem nýta má til að sækja upplýsingar um nánast hvaða innihaldsefni sem er í matvælum. Slíkar upplýsingar geta nýst mörgum og má þar nefna fólk með sykursýki, fólk með óþol eða ofnæmi fyrir ákveðnum innihaldsefnum, fólk sem langar til þess að skera sykurneyslu við nögl (t.d. lág-kolvetna mataræðið) eða þeir sem vilja hafa handhægar upplýsingar um orkuinnihald matvælanna sem neytt er. Fyrir stuttu var sett upp tilraun með slíka hluti í mötuneyti Matís að Vínlandsleið 12 og fengu starfsmenn upplýsingar um ýmislegt sem snéri að hádegismatnum þann daginn. Í framhaldinu verður gerð önnur tilraun þar sem starfsmenn, sem það vilja, geta nýtt sér upplýsingar úr forritum FooDoIt manna og borið saman við þörf sína og hegðunarmynstur þann daginn. Með þeim hætti má til dæmis gera heiðarlega tilraun til þess að halda matarneyslu innan þeirra marka sem orkubrennsla líkamans setur nú eða bæta í ef upp á vantar; allt sérhannað fyrir hvern og einn.

Ýmislegt fleira áhugavert er í skoðun og koma snjallsímar og snjallúr við sögu í mörgu því sem verið er að skoða og prófa.

Krónan hefur nú, fyrst íslenskra verslana, komið sér upp skemmtilegu smáforriti þar sem m.a. er hægt að skanna allar þeirra vörur til þess að fá upplýsingar um verð. Forritið gerir neytendum einnig kleift að bæta vörum á innkaupalista og finna út hvaða tilboð eru í gangi svo dæmi séu tekin.

Nú fyrir stuttu kom Matís með hentugt snjallsíma smáforrit fyrir sjómenn. Tilgangurinn með því forriti er að gefa sjómönnum kost á að átta sig á því hversu mikinn ís þörf er á nota til þess að kæling hráefnisins sé nægjanleg frá upphafi en slíkt er forsenda fyrir því að gæði haldist alveg að borði neytenda. Rétt kæling í upphafi tryggir ekki eingöngu gæði og fersleika heldur stuðlar að því að matvælin séu örugg til neyslu þegar á diskinn er komið. Upplýsingar um ísAPP Matís má finna hér.

Gaman er að velta fyrir sér framtíðar möguleikum í upplýsingaveitu um matvæli. Verður til dæmis hægt í nánustu framtíð að ýta innkaupakerru í gegn um svokölluð hlið í matvöruverslunum hér á landi þar sem allar vörur er skannaðar í einu? Með slíku kerfi, þar sem örflaga er í umbúðum vara, væri óþarfi að skanna eina og eina vöru heldur yrðu allar vörurnar skannaðar nánast á broti úr sekúndu þegar innkaupakerrunni er ýtt í gegnum þetta hlið. Svo væri hægt að greiða fyrir vörurnar með snjallsímanum, en snjallsímagreiðslur eru nú þegar orðnar nokkuð algengar hér á landi. Slíkt kerfi gæti sparað umtalsverðan tíma í innkaupaferðum í matvöruverslunum og auk þess gert verslunum kleift að minnka líkur á þjófnaði.

Innkaupakerrur með gervigreind

Whole Foods Market í Bandaríkjunum hefur gert tilraunir með sérstakar innkaupakerrur þar sem skanni veitir upplýsingar um vöruna sem lögð er í kerruna. Slíkt er til mikilla hagsbóta fyrir neytendur enda er tilgangurinn að veita upplýsingar um hina ýmsu þætti um vörur, t.d. um verð eða óþols- og ofnæmisvalda, og hvernig þessar vörur henta neytandanum sem verslar í matinn. Og auk þess þarf ekki að bíða í röð eftir því að starfsmaður skanni matvælin heldur er farið beint að greiðslugátt til þess að borga t.d. með snjallsíma eða millifært er af reikningi kaupandans. Myndbrot um þessa tilraun má finna hér.

Svo má spyrja hvort neytendur geti í framtíðinni tengst ísskápum sínum með snjallsíma í gegnum sérstakt smáforrit sem veitir upplýsingar um „stöðuna“ í ísskápnum og hvað það er sem þörf er á að kaupa í búðinni?

Tækifærin eru óþrjótandi og auðvelt að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn!

Í nútíma samfélagi eru kröfurnar sífellt meiri þegar kemur að upplýsingum um matvæli. Íslensk matvælaframleiðsla ber af að mörgu leyti samanborið við matvælaframleiðslu í öðrum löndum. Tækifærin eru þó til staðar til að gera enn betur og mikil sóknarfæri liggja í því að vera með upplýsingar sem neytendur vita jafnvel ekki í dag að þeir gætu haft gagn og gaman af. Því má segja að bæði framleiðendur matvæla og neytendur, og e.t.v. heilbrigðisyfirvöld, gætu notið góðs af enn frekari upplýsingastreymi frá öllum skrefum matvælaframleiðslu.

Nánari upplýsingar veita Steinar B. Aðalbjörnsson og Sigríður Sigurðardóttir hjá Matís.

Fréttir

Matvæli eiga ekki að ógna heilsu okkar

Það er grundvallaratriði að við sem neytendur getum treyst því að maturinn sem við borðum skaði okkur ekki né ógni heilsu okkar.

„Svo tryggja megi öryggi matvæla er því nauðsynlegt að eftirlit og rannsóknir á matvælahráefnum og framleiðslu sé virkt og í takt við þá öru framþróun og nýsköpun sem verið hefur í matvælaiðnaðinum.“ Þetta segir Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri efnarannsókna og áhættumats hjá Matís.

Ýmislegt getur haft áhrif á heilnæmi matvæla, en auk sjúkdómavaldandi sýkla sem geta borist í fólk með neyslu matar geta matvæli einnig innihaldið efni sem til langs tíma geta haft áhrif á heilsu okkar. Má þar nefna þrávirk lífræn mengunarefni eins og díoxín og PCB. Þessi efni eru fituleysanleg og geta borist í menn með fæðu og ógnað heilsu okkar hægt og bítandi.

„Langtímarannsóknir á áhrifum skaðlegra og mengandi efna í mat skiptir gríðarlega miklu máli fyrir lýðheilsu og vellíðan okkar. Tækjabúnaður og sérfræðiþekking þarf að vera fullnægjandi svo hægt sé að mæta auknum kröfum neytenda og opinberra eftirlitsaðila hvað matvælaöryggi varðar. Matvælalöggjöf hér á Íslandi er að mestu sú sama og tíðkast annarsstaðar í Evrópu og til þess að geta sýnt fram á samkeppnishæfar og samanburðarhæfar matvæla- og umhverfisrannsóknir þarf öflugt samstarf þeirra stofnana og aðila sem að þessum málaflokki koma. Má þar nefna rannsóknastofur,  matvælaframleiðendur, háskóla og stjórnvöld,“ segir Helga.

Hjá Matís er unnið ötullega að því að stuðla að bættu matvælaöryggi á Íslandi og fjölbreytt starfsemi fyrirtækisins snýr að fjölmörgum snertiflötum matvælaöryggis og heilnæmi afurða. Stór þáttur í starfseminni eru örveru- og efnamælingar þar sem árlega er unnið úr þúsundum sýna frá ýmsum aðilum í matvælaiðnaðinum og opinberum eftirlitsaðilum. Um er að ræða örveru- og efnarannsóknir á sýnum úr matvælum, neysluvatni og sjó en auk þess að vinna úr sýnum frá matvælaframleiðendum sinnir Matís einnig vöktun og öryggisþjónustu fyrir stjórnvöld. Sá hluti starfseminnar sem snýr að öryggi og vöktun óæskilegra efna í matvælum felst m.a. í mælingum á varnarefnaleifum í matvælum og þrávirkum lífrænum efnum eins og PCB-efnum. Mælingar á varnarefnaleifum miða að því að skima fyrir ýmsum hjálparefnum sem notuð eru við ræktun ávaxta og grænmetis eins og skordýraeitri, illgresiseyði og lyfjaleyfum.

„Við erum með faggildar mælingar fyrir opinberar eftirlitsstofnanir hér á landi sem þýðir að mælingar okkar hafa fengið ákveðna gæðavottun. Stjórnvöld og aðrar eftirlitsstofnanir geta þá leitað til okkar með mælingar þar sem vissum gæðastöðlum þarf að fylgja. Þá er einnig búið að útnefna Matís sem tilvísunarrannsóknarstofu Íslands fyrir örverurannsóknir á skelfiski og fyrir mælingar á Salmonella í matvælum. Við höfum sýnt fram á að mælingar okkar fyrir þessi rannsóknarsvið samræmast evrópskum stöðlum og erum ábyrg fyrir að viðurkenndar aðferðir séu við höndina og að við getum leiðbeint öðrum rannsóknastofum með slíkar mælingar,“ segir Helga.

„Markmið okkar er að vera leiðandi í matvæla- og umhverfisrannsóknum. Niðurstöður rannsókna okkar hafa skilað mikilvægum upplýsingum um neysluafurðir og umhverfi hér á Íslandi sem nýtist ekki bara á innlendum vettvangi heldur einnig erlendis,“ segir Helga og bætir við að nú sé farið í gang mikilvægt verkefni við uppbyggingu á sviði matvælaöryggis sem er áætlað að ljúki í árslok 2014. Um er að ræða verkefni sem miðar að því að gera lögbærum íslenskum yfirvöldum, Matvælastofnun og  heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna betur kleift að framfylgja reglugerðum um matvælaöryggi og neytendavernd sem hafa nú þegar verið innleiddar í gegnum EES samninginn.

„Lykilmarkmið þessa verkefnis er að auka enn frekar matvælaöryggi á Íslandi með því meðal annars að búa að betri rannsóknaraðstöðu og getu til að framkvæma efnagreiningar á algengustu hættum í matvælum og þróa nýjar mæliaðferðir og verkferla við lögbært matvælaeftirlit. Verkefnið er því nauðsynlegt til að Ísland geti staðið við þær auknu skuldbindingar sem við höfum undirgengist með samþykkt matvælalöggjafarinnar,“ segir Helga.

Nánari upplýsingar veitir Helga Gunnlaugsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Fiskídag þættirnir hefja göngu sína

Landsátakið „Fiskídag“ sem hefur það að markmiði að auka fiskneyslu Íslendinga, sýnir þætti þar sem Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari kennir unglingum hvernig matreiða á fljótlega og auðvelda rétti úr fiski.

Í þáttunum munu unglingarnir meðal annars útbúa lax í taco, ýsu í pítubrauði og blálöngu hamborgara. Einnig verður farið yfir meðhöndlun fisk, beinhreinsun, roðfletting svo eitthvað sé nefnt.

Fyrsti þátturinn er á dagskrá í kvöld á RÚV og hefst hann kl. 20:05. Nánar um þættina á vef RÚV.

Smelltu á heimasíðu Fiskídag átaksins eða Facebook síðu átaksins.

Nánari upplýsingar veita Gunnþórunn Einarsdóttir og Ingunn Jónsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Ársskýrsla Matís 2013

Ársskýrsla Matís fyrir starfsárið 2013 er nú komin út. Matvæla- og fæðuöryggi er meginþema skýrslunnar að þessu sinni. Hægt er að nálgast útgáfuna á rafrænu formi hér neðar í fréttinni en prentuð útgáfa verður aðgengileg í næstu viku.

Skilgreiningar:

  • Matvælaöryggi (Food safety) fjallar um hversu örugg matvæli eru til neyslu og hvort þau valdi heilsutjóni hjá neytendum
  • Fæðuöryggi (Food security) fjallar um aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum

Neytendur þurfa að geta treyst á öryggi matvæla. Tvö lykilsvið Matís eru tileinkuð rannsóknum og þjónustu á sviði matvælaöryggis. Þar eru m.a. framkvæmdar faggildar örveru og efnamælingar, en þær eru sívaxandi krafa í eftirliti og viðskiptum með matvæli. Jafnframt fara þar fram rannsóknir á sviðum örverufræði, efnafræði og erfðafræði, auk vöktunar og öryggisþjónustu.

Fæðuöryggi framtíðar, þ.e. góður aðgangur almennings að öruggum og heilnæmum matvælum, verður einungis tryggt með nýsköpun og bættri nýtingu auðlinda. Undanfarin ár hefur mikil og jákvæð þróun verið í matvælaframleiðslu hér á landi og hefur Matís verið þar í fararbroddi, með rannsókna og nýsköpunarstuðningi við atvinnulífið.

Skýrslur

New technology for the Nordic fishing fleet – Proceedings from a workshop on fishing gear and effective catch handling held in Reykjavik October 1st and 2nd 2013

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Ida Grong Aursand, Hanne Digre, Ulrik Jes Hansen, Leon Smith

Styrkt af:

AG‐fisk (The Nordic Working group for fisheries co‐operation)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

New technology for the Nordic fishing fleet – Proceedings from a workshop on fishing gear and effective catch handling held in Reykjavik October 1st and 2nd 2013

Í þessari skýrslu eru birtar þær kynningar sem haldnar voru á Norrænum vinnufundi um veiðarfæri og aflameðferð, sem haldin var í Reykjavík í október 2013. Skýrslan inniheldur einnig nokkrar helstu niðurstöður fundarins og tillögur þátttakenda varðandi mögulega eftirfylgni. Kynningarnar sem birtar eru í skýrslunni, ásamt upptökum af öllum framsögum og ýmsu öðru efni er snýr að umfjöllunarefninu, má nálgast á vefsíðunni www.fishinggearnetwork.net, en þeirri síðu verður haldið við a.m.k. út árið 2015.

In this report are published presentations given at a Nordic workshop held in Reykjavik on various aspects of research and development on fishing gear and effective catch handling. The report also accounts for the main outputs from the workshop in regards to possible follow‐ups. All of the proceedings, including the content of this report and video recordings of all presentations are available at the project’s web‐page www.fishinggearnetwork.net which will be maintained at least until the end of year 2015.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Blóðgunarkerfi fyrir smábáta / Bleeding system for small vessels

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Sigurjón Arason, Gunnar Þórðarson, Magnea Karlsdóttir, Albert Högnason, Guðbjartur Flosason

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða, AVS/V12008/12

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Blóðgunarkerfi fyrir smábáta / Bleeding system for small vessels

Miklar rannsóknir hafa farið fram á gæðamálum varðandi blóðgun á þorski og benda þær allar til að rétt meðhöndlun hafi umtalsverð áhrif á gæði afurða. Rannsóknir hafa sýnt að illa blóðgaður fiskur skilar verri afurðum, hvort sem um er að ræða fisk sem fer í fram‐leiðslu á ferskum, frosnum, söltuðum eða þurrkuðum afurðum4 . Með aukinni sókn smærri báta sem stunda línu‐ og hand‐færaveiðar hefur borið á vandamáli hvað varðar blóðgun enda eru margir hverjir ekki útbúnir blóðgunarkerum. Rannsóknir Matís benda til að fiskur sem er látin blæða nægilega lengi í miklum sjóskiptum, við náttúrlegt hitastig sjávar, strax eftir blóðgun, skilar betra hráefni en við hefðbundna meðhöndlun. Hefðbundin aðferð um borð í smábátum er að blóðga fiskinn beint af línunni ofan í krapaker í lest. Matís, 3X Technology og Fiskvinnslan Íslandssaga hafa lokið verkefninu „Vinnsluferlar smábáta“ þar sem aðstæður um borð í smábátum voru skoðaðar með það fyrir augum að hanna búnað sem hentaði fyrir minni línubáta. Hönnun á búnaðinum (Rotex blæðingatankur FIFO) er lokið og smíði er hafin hjá 3X Technology. Markmið þessa verkefnis er að rannsaka virkni Rotex aðferð‐arinnar á blæðingu þorsks með hlutlægri rannsókn. Þessi verk‐þáttur er unninn í samvinnu 3X Technology, Matís og Jakob Valgeirs ehf í Bolungarvík. Sýni af þorski voru tekin í tveimur róðrum dagróðralínubáts þar sem notast var við mismunandi aðferðir við blóðgun og frágang. Sýni voru flökuð og hluti flakanna síðan send fersk til Matís á Vínlandsleið þar sem mismunandi aðferðum var beitt til að meta hráefnisgæðin. Hinn hlutinn var unnin á hefðbundin hátt þ.e. framleiðsla á léttsöltuðum, frosnum flakastykkjum, og þau síðan notuð til að fá fram áhrif mismunandi blóðgunaraðferða á gæði afurða við geymslu í frosti, í mislangan tíma og við mismunandi hitastig. Niðurstaða verkefnisins mun styðja aðrar rannsóknir á þessu sviði og er mikilvægt innlegg í umræðu um betri gæði afla smábáta.

Extensive research has been conducted on the quality of bleeding process of cod on board but the correct treatment can have a significant effect on the final product quality. Studies have shown that insufficient bled fish will result in low value products, whether in the case of fresh, frozen or dried production. This problem is mainly related with fish caught by long‐line, especially on smaller vessels that are not equipped with necessary equipment for the bleeding process such as bleeding tanks. Researches indicate that bleeding of fish with sufficient flow of fresh seawater in the bleeding tank will result in higher quality products. The traditional bleeding method on board small vessels is to bleed the fish directly in to slush ice tub in the ship convoy. Matis, 3X Technology and Icelandic Saga have finished the research project “Processing in small vessels” where conditions on board the small vessels were examined with the aim to design equipment suitable for smaller long‐ liners. The output of that project was the design of new equipment “Rotex” (bleeding tank FIFO). This was completed and a production was launched by 3X Technology. Samples of cod were collected in two fishing trips from a long liner landing daily, using different methods of bleeding and handling. Samples were filleted and parts of it were sent fresh for research at Matis in Vinlandsleid where different methods were tested considering different product quality and the other parts were prepared with traditional production of lightly salted fillet pieces. The fillets were frozen and used to test the effect of different bleeding methods on product quality after storage in the freezer, using different storing time and different temperatures. The aim of present project was to investigate the effect of the ROTEX bleeding process with an objective researches in collaboration with 3X Technology, Matis and the fish processor and boat owner, Jakob Valgeir Ltd. This project will support other researches in this area as well as to be an important input for disquisition about better quality of small boats catch.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Uppskölun og markaðssetning surimi og surimiafurða úr beinamarningi

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, V 026‐12

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Uppskölun og markaðssetning surimi og surimiafurða úr beinamarningi

MPF Ísland og Matís hafa á undanförnum árum þróað vinnsluferli í verksmiðju á einangruðum próteinum úr beinamarningi. Í þessu verkefni var lokið við uppskölun á framleiðslu á surimi og framleiðslu á surimiafurð, Fiskitófu. Gæði og geymsluþol afurða var kannað. Einnig var framkvæmd markaðsrannsókn á surimimarkaði og markaðssetning á fiskitófu hafin. Markaðsrannsókn leiddi í ljós að miklar sveiflur hafa verið á verði surimi og surimiafurða á heimsmarkaði á undanförnum árum. Afurðin sem framleidd var í þessu verkefni, Fiskitófu, passar mjög vel inn á vaxandi hluta markaðarins fyrir nýjar og nýstárlegar afurðir. Geymsluþols‐rannsóknir sýndu að geymsluþol fyrir tilbúið Fiskitófu er yfir 4 vikur í kæli og fyrir surimi a.m.k. 6 mánuðir í frysti. Að lokinni kynningu á fiskitófu hafa veitingastaðir óskað eftir að fá sýni til nánari skoðunar sem nú stendur yfir.

MPF Iceland and Matis finished scale up for the production of surimi and surimi seafood ‐ FishTofu. Quality parameters and shelf life of products were evaluated, market analysis performed and marketing of products was started. Marketing analysis showed that for the past few years there have been drastic price swings in the surimi and surimi seafood products. There is an increasing opportunity for high quality surimi seafood with health promoting properties and novel products like FishTofu. Shelf life analysis showed that the fish tofu has at least 4 weeks shelf life at cold temperatures and surimi at least 6 months shelf life in a freezer. Marketing of fish tofu started well and several restaurants have asked for samples for trying.

Skýrsla lokuð til 01.02.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fiskprótein í brauðvörur / Fish proteins in baked goods

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS ‐ V 11 025‐11

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Fiskprótein í brauðvörur / Fish proteins in baked goods

Markmiðið verkefnisins var að þróa nýja afurð hjá MPF Íslandi í Grindavík úr aukahráefni fisks sem nýtist í brauðvörur. MPF setur sér það markmið að selja próteinið til bökunarvöruframleiðenda, innanlands sem erlendis, og þar með tryggja atvinnu og nýsköpun í sinni heimabyggð.   Þrjár mismunandi gerðir af þurrkuðum próteinafurðum voru þróaðar. Prófanir voru gerðar við að blanda þeim í mismiklu magni í brauð þar sem allt að 20% af hveiti var skipt út fyrir prótein. Ágætis afurðir fengust en þóttu ekki nægjanlega góðar til markaðssetningar. Næst var þróað hrökkbrauð með fiskpróteinum sem þóttu einstaklega góð og fengu jákvæða umsögn við neytendakönnun. Ennþá er ólokið að skala upp þurrkunarferli til að hægt sé að ljúka við markaðssetningu á hinni nýju próteinafurð.

The aim of the project was to develop new protein product for use in baked goods including bread from by‐products from fish production. The goal is to sell protein to producers of bakery goods both in Iceland as well as abroad and in so doing strengthening the seafood industry in Grindavík the hometown of MPF Iceland and thereby in Iceland. Three different fish protein products were developed. They showed good results when used instead of wheat in bread. Good bread was developed but the quality was not of that caliber that was aimed for. On the other hand, good quality rye‐crisp bread was developed that received good reviews in consumer research. A good drying process is though still lacking before marketing of the protein product can start.

Skýrsla lokuð til 01.02.2016

Skoða skýrslu

Fréttir

Efling menntunar og starfsþjálfunar í matvælaframleiðslu

„Með sviði um menntun og matvælaframleiðslu gerum við starfsemi og hlutverk Matís meira áberandi og tengjum betur saman atvinnulífið, menntun, rannsóknir og þróun á matvælum,“ segir Guðjón Þorkelsson sviðsstjóri.

Styrkir bæði Matís og matvælafyrirtækin

Guðjón segir að með samstarfi við menntastofnanir og starfsþjálfun sé Matís að fylgja eftir áherslum á rannsóknir og nýsköpun á sviði matvæla í þágu atvinnulífsins, lýðheilsu og matvælaöryggis.

„Önnur aðalástæða samstarfsins er hagkvæmni í formi samnýtingar á starfsfólki og aðstöðu. Hin ástæðan, og sú sem skiptir Matís og matvælafyrirtækin miklu máli, er að fá nemendur til að vinna að hagnýtum rannsóknarverkefnum og öðlast þannig þjálfun til að verða framtíðarstarfmenn fyrirtækjanna. Matís er mjög stórt rannsóknafyrirtæki á íslenskan mælikvarða og hér er mikil sérfræðiþekking og reynsla sem nýta þarf í kennslu, leiðsögn og starfsþjálfun í matvælavinnslu. Einnig erum við svo heppin að hafa fengið fyrsta flokks aðstöðu á mörgum stöðum á landinu sem einnig nýtast í sama tilgangi,“ segir Guðjón.

Kennsluþátturinn þegar orðinn umfangsmikill

Þrátt fyrir að kennsla, starfsfræðsla og leiðsögn nemenda í rannsóknanámi hafi til þessa ekki verið á föstu og skipulögðu formi sem svið innan Matís segir Guðjón umfang þessara þátta mjög mikið.

„Starfmenn Matís kenna á um 25 námskeiðum í grunn- og framhaldsnámi og hafa umsjón með flestum þeirra. Þá hafa fjölmargir nemendur í meistara- og doktorsnámi við íslenska háskóla unnið að rannsóknaverkefnum sínum hjá Matís og nær alltaf í samvinnu við atvinnulífið. Við erum í góðu samstarfi og með sameiginlega starfsmenn með Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Samstarfið við Háskóla Íslands er mest við matvæla- og næringarfræðideild en einnig mikið við verkfræði- og náttúruvísindasvið og félagsvísindasvið. Matís vinnur mikið með viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri og þá helst í fiskeldi og sjávarútvegsfræðum. Vegna fyrri starfa og rannsókna hef ég mikinn hug á að endurvekja og efla samstarfið við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá eru Háskólinn á Hólum og Matís í sameiginlegu húsnæði í Verinu á Sauðárkróki og vinna saman að mörgum verkefnum.

Allir þessir aðilar hafa unnið að verkefni við að koma á alþjóðlegu meistaranámi í matvælafræðum í tengslum við matvælaiðnaðinn í landinu. Þetta nám hefur verið leitt af Matís og Háskóla Íslands og hófu 12 nemendur námið haustið 2012 og hefur orðið enn frekari fjölgun síðan,“ segir Guðjón en stærstur hluti kennslunnar er hjá Matís í Reykjavík en kennsla fer einnig fram á Akureyri. Í tengslum við námið voru tveir sérfræðingar Matís, þau Hörður G. Kristinsson og Helga Gunnlaugsdóttir, skipuð gestaprófessorar við Háskóla Íslands.

„Ég hef fulla trú á að alþjóðlega meistaranámið eflist og verði mjög áberandi á næstu árum. Samstarf um aðrar greinar verður líka eflt. Verkefni okkar verður líka að tengja iðnnám, tæknifræðinám og annað háskólanám sem tengist matvælum við atvinnulífið. Einnig þurfum við að vinna að eflingu starfsnáms/starfsendurhæfingar tengdu matvælum með áherslu á smáframleiðslu matvæla og samstarf við Beint frá býli,“ segir Guðjón.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón hjá Matís.

Fréttir

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna veitir UNU-FTP viðurkenningu

Á fundi allsherjarþings Sameinuðu Þjóðanna í New York 9. desember 2013 var viðurkennt sérstaklega framlag Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNU-FTP) við að byggja upp sjávarútveg í þróunarríkjum. 

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna viðurkennir mikilvægi starfs Sjávarútvegsskóla Háskóla SÞ á Íslandi

Á fundi allsherjarþings Sameinuðu Þjóðanna í New York 9. desember 2013, var samþykkt regluleg ályktun um sjálfbærar fiskveiðar (fiskveiðiályktun allsherjarþingsins). Í ályktuninni, sem er ávöxtur samningaviðræðna milli ríkja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, var að þessu sinni viðurkennt sérstaklega framlag Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi við að byggja upp sjávarútveg í þróunarríkjum.

Í ályktuninni segir að allsherjarþingið meti mikils 15 ára starf skólans við að byggja upp þekkingu, færni og verkkunnáttu í þróunarríkjunum, en alls  hafi 280 nemendur frá 47 löndum útskrifast frá skólanum. Að auki hafi skólinn staðið fyrir 36 styttri námskeiðum í 12 löndum.

Um samstarf UNU-FTP og Matís

Meðal samstarfsverkefna sem Matís tekur þátt í er Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna en auk Matís standa að skólanum Hafrannsóknastofnunin, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólans á Hólum. Verkefni nemenda við skólann eru öll unnin með þarfir í heimalöndum nemendanna í huga. Þannig hafa verkefni í gegnum tíðina fjallað um gerð gæðastuðulsskala fyrir makríl, um áhrif sorbats og kítosans á geymsluþol makríls, um kennsluefni fyrir gerð HACCP kerfis í fiskiðnaði í Norður-Kóreu og um uppsetningu rekjanleikakerfis á innanlandsmarkaði í Kína svo örfá dæmi séu tekin.

Samstarf Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Matís hefur aukist stöðugt undanfarin ár. Auk grunnnáms, sem allir nemendur skólans fá hjá Matís, annast fyrirtækið sex vikna sérnám og á hverju ári vinna nokkrir nemenda skólans lokaverkefni hjá Matís. Því til viðbótar stundar reglulega nokkur fjöldi nema skólans doktors- og meistaranám hjá fyrirtækinu og því má í raun með sanni segja að Matís sé hluti af skólanum.

Heimasíða Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Ofangreind frétt er tekin að hluta af heimasíðu atvinnuvegaráðuneytisins.

IS