Fréttir

Rannsóknir á hrossakjöti í nútíð og framtíð

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Sérfræðingur

evamargret@matis.is

Hrossa- og folaldakjöt er mörgum góðum eiginleikum gætt, en er þó lítt þekkt neysluvara í heiminum.  Næringargildi kjötsins er gott, það er meyrt og á nokkuð lágu verði miðað við annað kjöt. Rannsóknum á hrossa- og folaldakjöti hefur verið ábótavant í gegnum tíðina en Eva Margrét Jónudóttir hefur ásamt fleiri sérfræðingum hjá Matís unnið ötullega að úrbótum þar undandarin ár.

Í sumar lauk síðasta verkefni Evu Margrétar, sérfræðings hjá Matís, á hrossakjöti í bili en hún hefur undanfarin ár stundað fjölbreyttar rannsóknir á því sviði. Í tengslum við B.S. nám hennar í búvísindum í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri kviknaði áhuginn á þessari vinnu og fjallaði lokaverkefni hennar þar um viðhorf og kauphegðun Íslenskra neytenda á hrossakjöti. Í framhaldi af því stundaði hún meistaranám í matvælafræði við Háskóla Íslands samhliða starfi hjá Matís en hennar helstu rannsóknarefni þar voru gæði og eiginleikar hrossakjöts. Við ræddum við Evu Margréti um verkefnin sem hún hefur sinnt á þessu sviði, tilurð þeirra og áframhaldandi störf hennar á sviði matvælarannsókna.

Hver var tilgangurinn með þessum rannsóknum hjá þér upphaflega?

„Ég hafði lengi furðað mig á því að fólk sem ég hitti var fremur áhugalaust gagnvart hrossakjöti en sjálf var ég alin upp við heimaslátrað hrossakjöt og þótti það bragðgott og dásamlegt. Mig langaði að rannsaka hrossakjöt og vekja athygli á því en átti í erfiðleikum með að finna leiðbeinendur fyrir slíkar rannsóknir. Mér var svo bent á þau Guðjón Þorkelsson, sem sótti um og fékk styrk fyrir verkefnunum í Framleiðnisjóð og Kolbrúnu Sveinsdóttur, sérfræðinga hjá Matís og þau voru til í slaginn,“ segir Eva Margét.

Eva Margrét við rannsóknastörf á hrossakjötssýnum

„Í fyrri rannsókninni sem ég gerði var markmiðið að leggja fram tillögur til þess að bæta stöðu hrossakjöts á innanlandsmarkaði. Það var gert með því að greina viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti, ræða við hagsmunaaðila um stöðu hrossakjöts í landinu og skoða hver staða þekkingar væri í raun á þessu sviði á þeim tímapunkti. Tilgangurinn með síðari rannsóknum var að afla og koma á framfæri upplýsingum sem styðja við og greiða leið fyrir markaðsstarf og sölu á hrossakjöti,“ útskýrir Eva Margrét.

Tilgangurinn var jafnframt að sýna fram á að hrossakjöt er af háum gæðum, á fullt erindi á markað sem lúxúsvara og að hægt sé að lengja geymsluþol þess talsvert með styttri vinnsluferlum, betri umbúðum og meiri kælingu. Þetta gekk allt eftir.

Niðurstöður sem gætu komið á óvart

Í upphafi var lagt upp með að fá 400 svör við spurningakönnun sem lögð var fyrir á netinu í fyrri rannsókninni. Alls bárust svo svör frá rúmlega 850 manns og gaf það strax hugmynd um að neytendur hefðu áhuga á efninu.

Helstu niðurstöðurnar voru þær að flestir sem tóku þátt í rannsókninni voru virkilega jákvæðir og fögnuðu umræðunni um hrossakjöt en þó mætti auka þekkingu almennings á gæðum og meðferð þess. Þær sýndu að 96% þeirra sem tóku þátt höfðu smakkað hrossa- og/eða folaldakjöt, en þeir sem ekki höfðu smakkað höfðu ekki áhuga á því, ýmist vegna þess þeir borðuðu ekki kjöt yfir höfuð eða vegna þess að þeim fannst það líkt og að borða hundinn sinn og töldu það rangt af tilfinningalegum ástæðum. Flestir töldu hrossa- og folaldakjötið vera hreina og umhverfisvæna fæðu, lausa við sýklalyf og aðskotaefni. Það skein svo einnig í gegn að fólki hvaðanæva að af landinu þótti hrossa- og folaldakjöt ekki nógu áberandi og sýnilegt í verslunum.

Niðurstöður seinni rannsóknanna sýndu svart á hvítu að hrossakjöt er gæðavara sem unnt er að viðhalda í góðu ástandi lengi sé það meðhöndlað á réttan hátt. Gerðar voru efnamælingar sem staðfestu að folaldakjöt er næringarríkt og heildarfjöldi örvera eftir 15 daga geymslu við 2-4°C var undir viðmiðunarmörkum sem staðfesti góða framleiðsluhætti og öryggi til neyslu. Folaldakjötið var meyrt og þráabragð og þráalykt var almennt ekki eða lítið mælanlegt.

Tilraunir með geymsluþol hrossakjöts í smásölupakkningum. Hér má sjá ástand kjötsins eftir mislangan geymlutíma í frauðplastsbakka með plastfilmu yfir.

Niðurstöður tilrauna um geymsluþol fóru fram úr væntingum fyrir heildsölupakkaða hryggvöðva þar sem engar breytingar mældust eftir 28 daga við -1,5°C samanborið við uppgefið 2-3 vikna geymsluþol við 4°C. Þetta var hægt með því að lækka hitastig um 3-4°C, útiloka ljós og takmarka aðgengi að súrefni. Tilraunir með smásölupakkningarnar á borð við frauðplastbakka með plastfilmu yfir eins og algengar eru í kjötborðum komu ekki eins vel út en fjöldi daga í heildsölu hafði þó engin áhrif á geymsluþol smásölu í þessu tilfelli þar sem engin skemmdareinkenni voru til staðar á heildsölugeymslutímabilinu og gæði kjötsins voru afar stöðug.

Niðurstöður rannsóknarinnar í heild sýndu að hrossakjöt ætti að hafa góða möguleika á markaði og vonast er til að þær muni nýtast við gerð leiðbeininga í þessum efnum. Þær gætu leitt af sér bætta verkferla sem auka geymsluþol vara og koma þannig í veg fyrir óþarfa sóun á hrossakjöti.

Eva Margrét vonar að með tímanum fari fólk að líta á hrossakjöt sem takmarkaða auðlind en ekki sem afgang af einhverju öðru.

Hver hafa áhrifin af þessum rannsóknum verið og hverjar eru framtíðarhorfurnar fyrir hrossakjöt á íslenskum markaði?

„Það var rosalega mikill áhugi á þessu umfjöllunarefni fyrst þegar við vorum að byrja á rannsóknunum og við fengum umfjöllun á hinum ýmsu miðlum. Ég fór í fjölbreytt viðtöl og fólk á förnum vegi var endalaust að spyrjast fyrir um þessar rannsóknir, hvað væri að frétta og hvernig gengi. En eftir að við kláruðum verkefnin þá hefur umræðan róast,“ segir Eva Margrét. 

„Það eru engin framhaldsverkefni í kortunum hjá mér ennþá en ég vona samt að í framtíðinni muni ég koma að fleiri hrossakjötsrannsóknum eða einhverskonar vöruþróunarverkefnum í tengslum við hrossakjöt. Það er enn af svo mörgu að taka og mörg vannýtt tækifæri þarna.

Hvað framtíðina varðar þá eigum við enn eina hugmynd að verkefni sem hlaut ekki styrk í síðustu tilraun en það hét „Hrossakjöt – eldun og virðisauki“. Það snerist í stuttu máli að um að koma hrossakjöti á framfæri sem gæða matvöru fyrir veitingahús, mötuneyti og almenna neytendur í samstarfi við hagaðila með opnum hrossakjötsviðburði, tilraunum á hinum ýmsu útfærslum við matreiðslu og gerð kynningarefnis til útgáfu. Hér þyrfti að halda áfram og ekki gefast upp. Það er vöntun á heimasíðu um hrossaafurðir þar sem finna mætti rannsóknir um hrossakjöt, næringargildi, eldunarleiðbeiningar, uppskriftir, kjötskurð, fróðleiksmola eða brot úr sögu hrossakjöts, geymsluleiðbeiningar o.fl. allt á einum stað. Þetta gæti jafnvel verið endurbætt útgáfa af Íslensku kjötbókinni sem er talsvert góður grunnur til að byggja á,“ segir Eva Margrét.

Eva Margrét Jónudóttir

„Það er svo líka fjarlægur draumur minn að taka, einn daginn, saman í bók eða vefrit allt milli himins og jarðar sem snýr að hrossakjötsneyslu og nýtingu íslenska hestsins. Þá bæði á fræðilegum grunni frá sjónarhorni matvælafræðings en einnig sögulegum eða með meira skapandi hætti.“

Fróðleiksmola og lifandi myndefni frá verkefnavinnu og rannsóknum Evu Margrétar á hrossakjöti má finna á Instagram síðu Matís hér: Instagram.com/matis.

Verkefni á borð við umrædd hrossakjötsverkefni eru unnin á ýmsum sviðum hjá Matís en falla undir þjónustuflokkinn kjöt. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér betur rannsóknir og nýsköpun þegar kemur að kjötvinnslu og -framleiðslu má horfa á kynningu á efninu hér: Áherslufundur: Kjötframleiðsla og kjötvinnsla – rannsóknir og nýsköpun.

Á næstu dögum mun einnig koma út nýr þáttur af Matvælinu, hlaðvarpi Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu. Þar mun Eva Margrét ræða um hrossakjötsrannsóknir sínar auk fleiri verkefna sem hún hefur unnið að og setja þessi mál í samhengi með skemmtilegum reynslusögum og fróðleiksmolum.

Fréttir

Staða norrænnar matargerðar og framtíðar í sjálfbærri matarferðaþjónustu

Þann 30. september heldur Nordic Food in Tourism norræna ráðstefnu í Hótel Valaskjálf og kynnir afrakstur þriggja ára vinnu við kortlagningu stöðu norrænnar matargerðar og framtíðar í sjálfbærri matarferðaþjónustu. Ráðstefnan fer fram á ensku og verður einnig aðgengileg með rafrænum hætti á Zoom. Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna.

Dagskrá – Fyrirlestrar í stafrófsröð:

Afton Halloran, PhD Independent Consultant in Sustainable Food Systems Transitions

Communicating the impacts of climate change in Nordic Food Systems

__

Bård Jervan, Senior partner and founder of MIMIR AS and co-founder of BeSmart Nordics AS

The new National Tourism Strategy for Norway, and how food experiences is part of it

__

Birna G. Ásbjörnsdóttir, M.Sc. in Nutritional Medicine

Food and nutrition as medicine – changes ahead

__

Brynja Laxdal M.Sc. Nordic food in Tourism

Nordic food in Tourism, project, and results 2019-2021

__

Daniel Byström, Industrial Designer and Founder of the Swedish design agency, Design Nation

Visitor´s Journey and design thinking

__

Erik Wolf, founder of the food travel trade industry, and Founder and Executive Director of the World Food Travel Association

The future of Food Tourism

__

Jonatan Leer, PhD, Head of food and Tourism Research University College Absalon, Roskilde Denmark

Sustainable Food Tourism in the Nordic Region: examples, definitions and challenges

__

Sara Roversi, Founder of Future Food Network and Director at Future Food Institute

How will food tech shape the future of food?

__

Þórhallur Ingi Halldórsson, Professor, Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland

Towards sustainable diets: Facts, obstacles, and future perspectives

Um Nordic Food in Tourism

Nordic Food in Tourism er eitt af þremur formennskuverkefnum norrænu ráðherranefndarinnar undir hatti sjálfbærrar ferðamennsku í norðri. Atvinnuvegaráðuneytið leiðir verkefnið í samstarfi við Íslenska ferðaklasann og Matís. Norrænir samstarfsaðilar koma frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Grænlandi, Færeyjum, Álandseyjum og Finnlandi auk þess sem sérfræði hópur frá háskóla og atvinnulífi kemur að verkefninu.

Meðal helstu markmiða verkefnisins er að átta sig á breyttri neysluhegðun ferðalanga og hvernig þeir kjósa að nálgast mat og afurðir á sínum ferðalögum. Loftlagsmál og breytt umhverfisvitund gesta sem sækja norðurlöndin heim hefur mikið að segja með breytta hegðun og verður leitast við að finna hvaða þættir munu helst breytast eða verða fyrir áhrifum. Meðal afurða verkefnisins eru svör við hvaða matvæli, framleiðsluaðferðir og eða breytt samsetning afurða munu framtíðar gestir okkar sækjast eftir og hvernig þurfum við að þróa og bæta aðferðir til að mæta því. Mikil áhersla er lögð á að einblína á mat í ferðaþjónustu en ekki matarferðaþjónustu eingöngu. Samstarfsaðilar að verkefninu munu að auki nýta þann þekkingarbrunn og niðurstöður sem koma fram til að miðla áfram og verða leiðandi í sjálfbærni og þróun þegar kemur að mat í ferðaþjónustu.

Hér finnur þú nánari upplýsingar um Nordic food in tourism https://nordicfoodintourism.is/

Skýrslur

Þróun á sameindaerfðafræðilegri aðferð til foreldragreininga í íslensku sauðfé

Útgefið:

17/08/2021

Höfundar:

Sæmundur Sveinsson, Matís ohf., Eyþór Einarsson, Davíð Gíslason

Styrkt af:

Fagráð í sauðfjárrækt / Framleiðnisjóði landbúnaðarins

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Óstaðfest faðerni lamba háir ýmsum framförum í sauðfjárrækt hér á landi. Helst má nefna rannsóknir tengdum arfgengum sjúkdómum, þar sem staðfest fað- og móðerni einstaklinga er forsenda fyrir því að hægt sé að rekja ætterni sjúkdómsins. Nútíma foreldragreiningar í búfé byggja á greiningu breytilegra erfðamarka og tölfræðilegum samanburði foreldra og afkvæma. Markmið þessa verkefnis var að þróa tól til foreldragreininga í íslensku sauðfé með sameindaerfðafræðilegum aðferðum. Það er mikilvægt fyrir ræktunarstarf í sauðfé að eiga kost á því að geta staðfest ætterni gripa. Þetta getur verið mjög nytsamlegt, sérstaklega þegar koma fram erfðagallar í afkvæmum sæðingastöðvahrúta. Þá er grundvallaratriði að gripurinn sé rétt ættfærður. Í þessari rannsókn voru 17 alþjóðlega viðurkennd (ISAG) erfðamörk prófuð til að foreldragreina í íslenska sauðfjárstofninum. Gagnasafnið byggir á sýnum úr 514 kind. Niðurstöður verkefnisins sýna að ISAG erfðamörkin virka vel innan íslenska fjárstofnsins og undirstofna hans. Þetta verkefni hefur því bætt nýju tóli í verkfærakistu sauðfjárræktenda og ráðanauta. 

Skoða skýrslu

Ritgerðir

Gæði og eiginleikar hrossakjöts / Quality and characteristics of Icelandic horsemeat

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Sérfræðingur

evamargret@matis.is

Markmið þessa verkefnis var að afla og koma á framfæri upplýsingum sem styðja við og greiða leið fyrir markaðsstarf og sölu á hrossakjöti. Þetta var gert annars vegar með því að safna upplýsingum um nýtingu, næringargildi, lit og áhrif geymslu í kæli á bragðgæði, skurðkraft og suðurýrnun folaldakjöts og hins vegar með rannsókn á geymsluþoli fersks hrossakjöts til að kanna hvort hægt væri að lengja það með bættum vinnsluferlum.
Folaldakjöt var geymt í loftdregnum umbúðum við 2-4°C í 14 daga þar sem mæld voru megin næringarefni, steinefni, vítamín, fall sýru og hitastigs eftir slátrun, litur, skurðkraftur, örverur, suðurýrnun og nýting við úrbeiningu. Þar að auki var meyrni, þrálykt- og bragð metið með skynmati á skala.

Skýrslur

Gæði og andoxunarvirkni grænmetis á markaði 2020-21

Útgefið:

31/08/2021

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Brynja Einarsdóttir

Styrkt af:

Þróunarsjóður garðyrkju

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Markmiðið með verkefninu var að gera úttekt á gæðum íslensks og innflutts grænmetis á neytendavörumarkaði frá hausti og vetri. Jafnframt var haldið áfram mælingum á andoxunarefnum og andoxunarvirkni frá fyrra verkefni sem var styrkt af Þróunarsjóði garðyrkju. Í ljós komu frábær gæði íslensks grænmetis að hausti en þegar leið á veturinn komu í ljós ágallar fyrir sumar grænmetistegundir sem ástæða er til að vinna með og stuðla að auknum gæðum til þess að styrkja stöðu innlendu fram-leiðslunnar. Sérstaklega má benda á gulrófur og gulrætur en bæta mætti gæði þeirra að vetri. Andoxunarefni mældust í öllum tegundum grænmetis. Veruleg andoxunarvirkni kartaflna kom á óvart og má vera að hollusta þeirra sé vanmetin.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Proceedings from a conference on Remote Electronic Monitoring in fisheries, held in Reykjavík 7 Nov. 2019

Útgefið:

30/08/2021

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Clara Ulrich, Helen Holah, Kristian Schreiber Plet-Hansen, Leifur Magnússon, Leifur, Luis Alberto Cocas González, Thord Monsen, Wes Erikson,

Styrkt af:

Nordic Council of Ministers – Working Group for Fisheries (AG-fisk) project 186-2019

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri verðmætasköpunar

jonas@matis.is

Monitoring, control and surveillance (MCS) are challenging in wild capture fisheries and insufficient MCS has resulted in unsustainable fishing practices, data limitations in stock assessment and management, lack of transparency and unfair competitive advantage for those not following the rules. Major expenses and efforts are awarded to MCS, but effectiveness and coverage is generally very limited. There are however a number of emerging and already available technological solutions that can be applied to significantly improve MCS and reduce costs at the same time. These solutions are generally referred to as Electronic Monitoring (EM) or Remote Electronic Monitoring (REM) solutions.

The Nordic countries are generally considered to have well-regulated fisheries and relatively good MCS. The authorities in these countries do however also understand that they need to keep up with new technology and use them when applicable to improve their fisheries. Denmark, Norway and Iceland have for example been awarding increasing attention to REM in recent years. As part of that work, the Nordic Council’s Working Group for Fisheries (AG-Fisk) funded a networking project in 2019 that was to facilitate a conference on REM, where experts in the field would present information on current state and emerging solutions for Fully Documented Fisheries (FDF). The conference was held in November 2019 in Reykjavík and the proceedings along with short summary are presented in this report. The report also contains concluding remarks in the end where the most important issues are summarised, and comments made on developments that have taken place from the time of the conference until the publication of this report.

It is evident that EM will not solve all problems when it comes to MCS of fisheries, but such solutions can be important tools to facilitate more efficient MCS and even reduce cost and/or increase coverage. The Nordic countries have not been in the forefront of implementing REM technologies (possibly with the exception of Denmark) where countries such as Canada, US, New Zealand, Australia and Chile have paved the way. The Nordic countries are therefore in the position to learn from those that have gone before them, use what has proven to be successful and avoid making the mistakes they did.

Several relevant pilot trials and research projects are currently ongoing in the Nordic countries and on European level. There are also ongoing similar initiatives elsewhere in the world and full implementation of some elements of REM are also taking place. It is important for the Nordic regions to follow and take part in these initiatives, as the authors of this report believe that REM solutions can be extremely effective tools for MCS in the future.

Skoða skýrslu

Fréttir

Umfjöllun um örverurannsóknir Matís við eldgosið í Geldingadölum í frönsku sjónvarpi

Tengiliður

Pauline Vannier

Verkefnastjóri

pauline.vannier@matis.is

Sjónvarpstökulið frá Frakklandi slóst í för með starfsfólki Matís upp að eldgosinu við Fagradalsfjall. Leiðangurinn var hluti af verkefninu AirMicrome þar sem verið er að kanna örlög loftborinna örvera sem fyrstu landnema í jarðnesk samfélög.

Sjónvarptökuliðið frá France TV náði stórkostlegum myndskeiðum af eldgosinu og ræddi við Pauline Vannier hjá Matís sem leiddi tökuliðið um svæðið og útskýrði verkefnið í grófum dráttum.

Myndskeiðið má finna hér. Umfjöllunin um AirMicrome hefst á mín. 7:30.

Fréttir

EIT Food Inspire – sumarskólar í nýsköpun 2021

Tilgangur Inspire sumarskólanna á vegum EIT Food er að þjálfa nemendur og ungt fólk á vinnumarkaði í nýsköpun og að verða frumkvöðlar. Nemendur verða þjálfaðir í vöruþróun og gerð viðskiptaáætlana um nýja hugmyndir og ný tækifæri sem tengjast atriðum sem eru efst á baugi í tengslum við matvæli í heiminum í dag. Þannig eru þeir undirbúnir til að takast á við þær áskoranir og breytingar sem fram undan eru í matvælaframleiðslu á næstu áratugum. Árið 2021 er boðið upp á 6 sumarskóla en hver þeirra tekur um 3 vikur. Matís mun taka þátt í sumarskólum um fiskeldi og nýja próteingjafa í matvælum sem fara fram síðla sumars. 

Nú þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir í sumarskóla um nýja próteingjafa framtíðarinnar!

Hvetjum meistara- og doktorsnema til að kynna sér sumarskóla eit og vekjum athygli á því að flestir háskólar meta þessi námskeið inn sem 4 ECTS einingar. 

Frekari upplýsingar: https://www.eitfood.eu/projects/inspire

// English version //

Protein for Future – summer school 2021.

Do you want to develop new ideas on the future proteins in our diet to counteract some of the causes of climate change through entrepreneurial capacity training in a 3 week summer school starting August 16th and ending September 3rd? 

You will be taught how new and alternative proteins, like plant, cell and insect based proteins, can be integrated in our food systems. You will work and be coached in teams. You will end up in new business ideas that will be pitched in front of professional jury. Critical questions on how to develop a sustainable future food system will be addressed. How can new and alternative food proteins be integrated in our food systems? What are the technological obstacles, and what are the regulatory and consumer/market related  barriers?  How do we design and develop alternative proteins and how can we develop and formulate alternative protein based food products.

More information: https://www.eitfood.eu/projects/inspire

Fréttir

Matís á Austfjörðum

Oddur Már Gunnarsson, forstjóri Matís, Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og Kristján Þór Júlíusson, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, brugðu sér ásamt fylgdarliði austur á land þann 16. Júní síðastliðinn. Tilefni ferðarinnar var heimsókn í Múlann í Neskaupstað. Ákveðið var að nýta ferðina vel og heimsækja nokkra af helstu vinnustöðum Austfjarða.

Fyrsti staðurinn sem flokkurinn heimsótti var ný og glæsileg uppsjávarvinnsla Eskju á Eskifirði. Þorstein Kristjánsson, forstjóri Eskju, leiddi fróðlega skoðunarferð ásamt fleirum um húsnæðið sem er gríðarstórt og hátæknilegt. Næst var haldið í húsakynni Egersund á Íslandi sem einnig er staðsett á Eskifirði. Egersund er leiðandi fyrirtæki á sviði sölu, veiðarfæragerðar og viðgerða á flottrollum og nótum og fékk hópurinn að kynnast fólki við hin ýmsu störf.

Því næst var fyrirtækið Laxar fiskeldi heimsótt og haldið var út í eldiskvíar þeirra sem staðsettar eru í Reyðarfirði. Kvíarnar voru skoðaðar og Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri, ásamt fleira starfsfólki bauð að auki upp á kaffibolla úti í pramma sem var kærkominn í slyddunni sem passaði ekki vel við dagsetninguna á dagatalinu. Heimsóknin til Eskifjarðar var svo kórónuð með hádegisverði á Randulffssjóhúsi.

Eftir hádegið var haldið á Norðfjörð og Múlinn, samvinnuhús í Neskaupstað, heimsóttur. Margt starfsfólk var samankomið í Múlanum og fékk hópurinn að sunnan leiðsögn um húsið sem er allt hið glæsilegasta. Ráðherra ávarpaði samkomuna í upphafi og Oddur Már og Þorsteinn Sigurðsson gerðu það einnig. Stefán Þór Eysteinsson sagði að lokum frá uppbyggingu og innviðum nýs lífmassavers sem Matís er er að setja upp á staðnum í samvinnu við Síldarvinnsluna.

Eftir athöfnina í Múlanum var Börkur, nýtt skip Síldarvinnslunnar, skoðaður. Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar leiðsagði hópnum um skipið og sagði frá innviðum sem eru með því fullkomnasta sem gerist.

Ferðin var öll hin ánægjulegasta og ljóst að möguleikar til samstarfs við fyrirtæki á Austfjörðum eru margir og fjölbreytilegir.

Tess

http://www1.matis.is/ISGEM/search1.aspx