Fréttir

Doktorsvörn í matvælafræði – Aurélien Daussin

Miðvikudaginn 6. desember 2023 ver Aurélien Daussin doktorsritgerð sína í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið AirMicrome – Örlög loftborinna örvera sem fyrstu landnemar í jarðneskum samfélögum. AirMicrome – The fate of depositing airborna microorganisms into pioneer terrestrial communities.

Doktorsvörnin fer fram í Veröld húsi Vigdísar – VHV023 og hefst kl. 13:30

Andmælendur: Dr. David Pearce, prófessor við Northumbria University, Bretlandi, og dr. Catherine Larose, vísindamaður við UGA-IGE í Grenoble, Frakklandi.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi: Viggó Þór Marteinsson, prófessor. Að auki sátu Pauline Vannier, vísindamaður, Tina Santl-Temkiv, aðstoðarprófessor við Árósaháskóla, og Charles Cockell, prófessor við University of Edinburgh, í doktorsnefnd.

Ólöf Guðný Geirsdóttir, prófessor og deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni.

Streymið er aðgengilegt á Teams frá klukkan 13:30.

  • Meeting ID: 393 367 671 646
  • Passcode: adzWK5

Ágrip

Örverur á yfirborði jarðar geta borist út í andrúmsloftið með vindi og í tengslum við atburði eins og eldgos og rykstorma. Áður en þær nema nýtt yfirborð verða þær fyrir ýmsum streituvaldandi umhverfisþáttum sem kemur í veg fyrir landnám stórs hluta þeirra. Fjölbreytileiki og framvinda bakteríusamfélaga með lágan bakteríufjölda í mismunandi umhverfi hefur verið nokkuð vel rannsakað. Enn er þó lítið vitað um örverusamfélög í andrúmsloftinu, landnám þeirra á yfirborði og hvaða áhrif slíkt landnám hefur á örverusamfélög sem eru þar fyrir. Þessi rannsókn er sú fyrsta sem fjallar um dreifingu örvera í íslensku andrúmslofti og sérstaklega landnám þeirra í eldfjallaumhverfi. Skoðuð voru og borin saman loftborin örverusamfélög frá tveimur einstökum en ólíkum eldfjallasvæðum, bæði við sjávarmál og í mikilli hæð. Rannsóknirnar voru gerðar á friðlýstu eldfjallaeyjunni Surtsey og við hraunflæðið á Fimmvörðuhálsi, með því að greina á staðnum örverusamfélög andrúmsloftsins og landnám þeirra í hraungrjóti að einu ári liðnu. Einnig var rannsakað andrúmsloftið sem mikilvæg uppspretta við dreifingu örverusamfélaga í jarðvegi og með hvaða aðferðum örverur ná að standast erfið umhverfisskilyrði andrúmsloftsins. Aðferðir til að greina ræktanlegar og óræktanlegar örverur voru notaðar til að lýsa og bera saman örverusamfélögin. Fjölbreytileiki óræktaðra örvera var greindur með því að einangra DNA úr 179 sýnum og raðgreina 16S rRNA gen örveranna („amplicon“ raðgreining). Alls voru 1162 stofnar einangraðir sem tilheyrðu 40 ættkvíslum og 72 tegundum. Þar af voru 26 stofnar líklega nýjar tegundir. Einni nýrri Flavobacterium-tegund var lýst að fullu og var þolni valinna stofna gegn streituþáttum sem finnast í andrúmslofti könnuð. Uppruni og ferill stofnanna var ákvarðaður með sérstöku spálíkani „source-tracking analysis“. Niðurstöður sýna að örverusamfélögin á báðum sýnatökustöðunum samanstóðu af Proteobacteria, Actinobacteria og Bacteroides, en hlutfall fjölda þeirra stjórnaðist af umhverfisþáttum hvers svæðis fyrir sig. Samfélögin úr lofti og á láði voru mjög mismunandi sem endurspeglast með mismunandi umhverfisþáttum hvers umhverfis fyrir sig. Athyglisvert er að bakteríusamfélögin í hraungrjótinu á Fimmvörðuhálsi voru nær eins eftir eins árs landnám, samanborið við níu ára tímabil, sem bendir til þess að stöðugleika fyrstu landnema samfélagsins sé náð eftir eitt ár en að framvinda samfélagsins hægist eftir það. Í Surtsey eru yfir 80% bakteríusamfélaga sem finnast í hraungrjóti eftir eins árs tímabil upprunnar úr nærumhverfinu. Samfélögin sýndu þolni gegn streituvaldandi umhverfisþáttum í andrúmslofti sem hjálpaði þeim líklega við að lifa af loftdreifingu og auðveldaði þeim landnám í hraungrjótinu. Í samræmi við fyrri rannsóknir kom einnig í ljós að áhrifamestu valþættirnir voru frysting, þíðing og lotubundið gegndræpi frumanna ásamt því að Proteobacteria og Ascomycota virtust best fallin til að lifa af slíka streituþætti í andrúmsloftinu. Niðurstöður benda til þess að streituþolnar örverur úr andrúmslofti séu uppspretta örvera sem fyrstu landnema í nálægu, nýmynduðu umhverfi með því að mynda einstök og fjölbreytt örverusamfélög á stuttum tíma eða á innan við einu ári. Þessar niðurstöður veita mikilvæga innsýn í fyrstu stig landnáms örvera og sýna mikilvægi rannsókna á loftbornum örverum til að efla skilning okkar á vistkerfum eldfjalla við Norðurheimskaut.

Abstract

Surface microorganisms can be aerosolized into the atmosphere by wind and events such as volcano eruptions and dust storms. Before depositing, they experience stressful atmospheric conditions which preclude the successful dispersal of a large fraction of cells. While bacterial diversity and succession on different low-bacterial environments are reasonably well characterized, research on airborne atmospheric communities and the significance of their deposition for community assembly remains poorly understood. This study is the first to address microbial distribution in the Icelandic atmosphere and particularly in their colonisation in volcanic environments. We assessed and compared the bioaerosols communities from two dissimilar unique volcanic sites located at sea level and at high altitude, the protected volcanic island Surtsey and Fimmvörðuháls lava field, by analyzing in situ atmospheric microbial communities and communities in lava rocks after one year of exposure time. Additionally, we investigated the air as a significant source for the dissemination of the microbial communities into soil and their potential strategies to withstand atmospheric stresses. Culture-dependent and culture-independent methods was employed to describe and compare these microbiomes. The uncultivated diversity was analysed by DNA extraction from 179 samples and 16S rRNA amplicon sequencing. A total of 1162 strains were isolated and affiliated to 40 genera and 72 species, with potentially 26 new species. A new Flavobacterium species was fully described and the survival of selected strains against simulated air stress factors was investigated. The origin and dispersion of the isolates was predicted using a detailed source-tracking analysis program.

Our findings reveal that the microbial communities in both sampling sites are dominated by Proteobacteria, Actinobacteria, and Bacteroides, but their proportions were influenced by the unique characteristics of each site. The atmospheric and lithospheric communities showed significant differences, reflecting different environmental pressures from each site. Interestingly, the bacterial communities in the lava rocks of Fimmvörðuháls were similar after one year compared to nine years of exposure, suggesting rapid microbial colonisation and slow succession of the community. On Surtsey, over 80% of the bacterial communities that colonized the lava rocks after one year exposure, originated from local surroundings. These communities displayed stress-resistant properties that likely helped their survival during air dissemination from close environments and facilitated their colonization into the lava. Furthermore, in line with previous studies, we observed that the most stringent selection factors were the freeze–thaw and osmotic shock cycles and that the strains affiliated with Proteobacteria and Ascomycota were the best to survive simulated atmospheric stresses. Our results suggests that atmospheric stress-resistant microbes that deposit from local sources in newly formed environments, form unique and diverse communities in a rather short time or less than one year. These findings provide important insights into the early stages of land colonization of microbes and puts emphasize of the important role of bioaerosol research in enhancing our understanding of subarctic volcanic ecosystems.

Ritrýndar greinar

Enhancement of Soybean Meal Alters Gut Microbiome and Influences Behavior of Farmed Atlantic Salmon (Salmo salar)

The aquaculture sector relies heavily on soybean meal (SBM) and soy-derived proteins, largely due to their availability, low price and favorable amino acid profile. However, for Atlantic salmon, the inclusion of soybean meal, and soy protein concentrate (SPC) in certain combinations has been associated with impacts on gut health and welfare. This study evaluated two SBM treatments that target improved gut health and were formulated for inclusion in freshwater phase salmon diets: enzyme pre-treatment (ETS), and addition of fructose oligosaccharide (USP). These were compared with untreated soybean meal (US) and fish meal (FM). The effects on growth performance, gut microbiome, and behaviors relevant to welfare were investigated. Both diets containing the treated SBM supported growth performance comparable with FM and altered the gut microbiome. Fish fed SBM displayed a tendency toward more reactive behavior compared with those fed the FM-based control. All fish tested had a low response to elicited stress, although ETS-fed fish responded more actively than those fed the US diet. SBM-fed fish had the lowest repeatability of behavior, which may have implications for welfare. Both treatments of SBM are a promising option to optimize the application of this widely used protein source for aquaculture feeds.

Abstract

Atlantic salmon (Salmo salar) is one of the worlds most domesticated fish. As production volumes increase, access to high quality and sustainable protein sources for formulated feeds of this carnivorous fish is required. Soybean meal (SBM) and soy-derived proteins are the dominant protein sources in commercial aquafeeds due to their low-cost, availability and favorable amino acid profile. However, for Atlantic salmon, the inclusion of soybean meal (SBM), and soy protein concentrate (SPC) in certain combinations can impact gut health, which has consequences for immunity and welfare, limiting the use of soy products in salmonid feeds. This study sought to address this challenge by evaluating two gut health-targeted enhancements of SBM for inclusion in freshwater phase salmon diets: enzyme pre-treatment (ETS), and addition of fructose oligosaccharide (USP). These were compared with untreated soybean meal (US) and fish meal (FM). This study took a multi-disciplinary approach, investigating the effect on growth performance, gut microbiome, and behaviors relevant to welfare in aquaculture. This study suggests that both enhancements of SBM provide benefits for growth performance compared with conventional SBM. Both SBM treatments altered fish gut microbiomes and in the case of ETS, increased the presence of the lactic acid bacteria Enterococcus. For the first time, the effects of marine protein sources and plant protein sources on the coping style of salmon were demonstrated. Fish fed SBM showed a tendency for more reactive behavior compared with those fed the FM-based control. All fish had a similar low response to elicited stress, although ETS-fed fish responded more actively than US-fed fish for a single swimming measure. Furthermore, SBM-fed fish displayed lower repeatability of behavior, which may indicate diminished welfare for intensively farmed fish. The implications of these findings for commercial salmonid aquaculture are discussed.

Fréttir

Hvað er í matinn árið 2050

Birgir Örn Smárason fagstjóri faghópsins Sjálfbærni og eldi flutti erindi á Matvælaþingi 2023 sem haldið var á dögunum. Erindið hefur vakið talsverða athygli enda velti hann upp spurningu sem mörg vilja eflaust vita svarið við, Hvað er í matinn árið 2050?

Erindið var, í takt við yfirskriftina, nokkuð framúrstefnulegt en hann notaði til dæmis gervigreind við gerð alls myndefnis sem birtist á glærum.

Hvað er í matinn á hefðbundnu þriðjudagskvöldi árið 2050? spurði Birgir og það stóð ekki á svörum hjá gervigreindinni. Samkvæmt henni verður á boðstólnum frumuræktað kjöt, skordýr, þörungar, bæði öþörungar og stórþörungar, þrívíddarprentuð matvæli og drykkur úr endurunnu vatni.

Þörfin fyrir breytingar er töluvert mikil þar sem núverandi matvælakerfi eiga stóran þátt í loftslagsbreytingum, skógareyðingu og tapi á líffræðilegum fjölbreytileika. Við þurfum því að skipta um gír til þess að draga úr þessum neikvæðu áhrifum en einnig er mikilvægt að aðlaga matvælaframleiðslu að þeim breytingum sem þegar hafa orðið. Jarðarbúum fjölgar auk þess hratt um þessar mundir og eftirspurn eftir mat mun aukast verulega á næstu árum.

Aðlögun og umbreyting eru lykilatriði þegar kemur að því að tryggja stöðuga matvælaframleiðslu til framtíðar og tækniþróun mun leika stórt hlutverk í því að gera okkur kleift að gera breytingar.

Hjá Matís hefur mikið verið spáð í framtíðina og þær lausnir sem við þurfum að tileinka okkur til að tryggja framtíð matvælaframleiðslu. Við höfum til dæmis tekið þátt í mörgum verkefnum, stórum sem smáum, sem tengjast nýpróteinum. Þar má meðal annars nefna prótein unnið úr skordýrum, stórþörungum, örþörungum, einfrumungum og grasprótein. Unnið hefur verið með aðilum hér á Íslandi og um allan heim sem eru að þróa þessi nýprótein og tæknina á bakvið þau.

Hann tók svo sérstaklega dæmi um verkefnin NextGenProteins og Giant Leaps. Fyrra verkefnið er stórt evrópskt samstarfsverkefni sem kláraðist nú í haust og Matís leiddi. Í því var áhersla lögð á rannsóknir á þremur gerðum sjálfbærra nýpróteina; örþörungum, skordýrapróteinum og einfrumupróteinum. Hið síðarnefnda er nýtt verkefni á þessari línu en þar er leiða leitað til þess að flýta fyrir breytingum á mataræði fólks með því að hafa áhrif á okkur, neytendur. Einnig er leitast við að hafa áhrif á stefnur og stefnumörkun og reyna að sigrast á þeim reglugerðum sem eru í gildi og koma í veg fyrir nýtingu nýpróteina og tækninnar sem er þar að baki.

Tæknibyltingin sem er rétt að hefjast og þau tæki og tól sem munu hafa áhrif á matvælaframleiðslu á næstu árum og áratugum voru Birgi einnig hugleikin í erindinu og gervigreindin átti ekki í vandræðum með að sjá þetta fyrir sér.

Í lokin bjó gervigreinidin svo til mynd af fólki sem er djúpt hugsi um það hvernig matvælakerfin okkar virka í dag og hvernig þau muni þróast næstu áratugina en það er einmitt það sem við þurfum að fara að gera telur Birgir.

Upptaka frá Matvælaþingi 2023 er aðgengileg hér og hefst erindi Birgis á 6:01:30

Birgir mun kynna NextGenProteins verkefnið og helstu niðurstöður þess á ráðstefnunni Green and Resilient Food Systems í Brussel 4.-5. desember. Helsta áhersluatriði ráðstefnunnar í ár er umskipti í átt að sjálfbæru matvælakerfi til hagsbóta fyrir umhverfið og hagkerfið og þótti NextGenProteins verkefnið tala sérstaklega vel inn í þetta þema.

Ráðstefnan er haldin af European Commission og Food 2030. Mögulegt verður að fylgjast með á netinu en dagskrá og hlekkur á streymið er aðgengilegt hér: Food 2030: green and resilient food systems

Ritrýndar greinar

Catalyzing Progress in the Blue Economy through Joint Marine Microbiome Research Across the Atlantic

International agreements recognize the importance of cooperative scientific research to conserve and promote sustainable development of a shared Atlantic Ocean. In 2022, the All-Atlantic Ocean Research and Innovation Alliance Declaration was signed. The All-Atlantic Declaration continues and extends relationships forged by the Galway Statement on Atlantic Ocean Cooperation and the Belém Statement on Atlantic Ocean Research and Innovation Cooperation. These efforts are consistent with programs, actions, and aims of the United Nations Decade of Ocean Science for Sustainable Development. In preparation for implementation of the All-Atlantic Declaration, members of the Marine Microbiome Working Group and the Marine Biotechnology Initiative for the Atlantic under the Galway and Belém Statements respectively, joined forces to call for cooperation across the Atlantic to increase marine microbiome and biotechnology research to promote ocean health and a sustainable bioeconomy. This article reviews the goals of the marine microbiome and biotechnology initiatives under the Galway and Belém Statements and outlines an approach to implement those goals under the All-Atlantic Declaration through a Blue Biotech and Marine Microbiome (BBAMM) collaboration.

Fréttir

Matís heimsækir fyrirtæki á Austfjörðum – mikil gróska í matvælaframleiðslu

Tveir af sviðsstjórum Matís, þeir Guðmundur Stefánsson og Jónas R. Viðarsson, voru á faraldsfæti í síðustu viku og heimsóttu nokkur vel valin matvælaframleiðslufyrirtæki á Austfjörðum. Með þeim í för var svæðisstjóri Matís á Austurlandi, Stefán Þór Eysteinsson, sem jafnframt er fagstjóri fyrirtækisins á sviði lífmassa og mælinga.

Fyrirtækin sem sótt voru heim voru Síldarvinnslan, Eskja, Loðnuvinnslan og Búlandstindur. Tekið var einstaklega vel á móti hópnum hjá öllum fyrirtækjunum, og lögðu fulltrúar þeirra mikla áherslu á mikilvægi þess að Matís sé með sterka starfsstöð sem veiti góða þjónustu í nærsamfélaginu. Enda er útibúið skipað einvalaliði sem leggur metnað sinn í að þjónusta fyrirtækin á svæðinu.

Fyrr á þessu ári lét Þorsteinn Ingvarsson af störfum sökum aldurs, en hann hafði verið svæðisstjóri Matís á Austurlandi um árathuga skeið. Báru allir þeir sem rætt var við hjá fyrirtækjunum honum sérlega vel söguna, og er ljóst að þeir sem nú hafa tekið við kindlinum taka við góðu búi og orðspori.

Þakkar Matís fyrirtækjunum sem heimsótt voru fyrir góðar móttökur og hlakkar til góðs samstarfs í náinni framtíð, enda er mikil gróska í matvælaframleiðslu á Austurlandi.

Fréttir

Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM): Hver er staðan og hvar liggja tækifærin?

Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) er í umsjón Matís og á matis.is er hægt að finna upplýsingar um þau næringarefni sem hafa verið skráð í gagnagrunninn. Þar er einnig að finna skýringar og upplýsingar um gögnin og uppruna þeirra. Í ÍSGEM hefur verið safnað gögnum um helstu næringarefni í mörgum fæðutegundum sem eru á markaði á Íslandi. Þetta er eini gagnagrunnur sinnar tegundar á Íslandi enda er hann opinber gagnagrunnur fyrir Ísland.

Hlutverk gagnagrunna sem geyma upplýsingar um næringarefnin í matnum okkar er að veita notendum traustar upplýsingar um þessi efni. Það er áríðandi að þessar upplýsingar séu réttar því margir einstaklingar byggja á þeim vegna sérþarfa eða til að halda góðri heilsu. Ráðgjafar verða að veita skjólstæðingum og sjúklingum réttar upplýsingar og starfsfólk fyrirtækja verður að veita réttar upplýsingar um næringargildi framleiðsluvara sinna.

Skjáskot úr ÍSGEM gagnagrunninum

Við skráningu á gögnum um næringarefni í ÍSGEM er notað sérstakt gæðakerfi til að tryggja að allar upplýsingar séu réttar. Tryggja þarf að vinnubrögð hafi verið vönduð allt frá sýnatöku og efnamælingum til framsetningar á niðurstöðum. Upplýsingar um gögnin eru skráð nákvæmlega þannig að þau eru rekjanleg til frumheimildar.

Í dag gera internetið, samfélagsmiðlar og gervigreind okkur mögulegt að sækja alls konar upplýsingar með einföldum hætti hvar og hvenær sem er en oft er ekki ljóst hver frumheimildin er. Upplýsingarnar geta verið mjög vandaðar en stundum eru þær takmarkaðar, villandi eða beinlínis rangar. Oft eru upplýsingar jafnvel settar fram til þess eins að þjóna viðskiptalegum markmiðum eða fylgja tískustraumum. Þegar málið snýst um næringarefnin og heilsu er áríðandi að hafa aðgang að sannreyndum, gæðametnum upplýsingum eins og finna má í opnum aðgangi ÍSGEM.

Notendur ÍSGEM hafa verið margir í gegnu tíðina en gagnagrunnurinn varð til árið 1987 hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins þegar mælingar á næringarefnum og öðrum efnum í íslenskum matvælum voru gerðar svo til í fyrsta skipti.

Almenningur hefur sótt þangað upplýsingar, ekki síst þau sem þurfa að huga að mataræðinu heilsu sinnar vegna. Einnig má  nefna rannsóknafólk í næringarfræði og næringarráðgjafa. Allar íslenskar landskannanir á mataræði hafa nýtt ÍSGEM. Fólk í matvælafyrirtækjum hefur auk þess nýtt þennan gagnagrunn við vöruþróun og merkingar á næringargildi.

Ekki hafa allar matvörur næringargildismerkingu á umbúðum en mikilvægi þess að halda utan um efnainnihald þeirra er þó ekki síður brýnt.

ÍSGEM gagnagrunnurinn er einn af innviðum Íslands. Eðli málsins samkvæmt þarf að uppfæra ÍSGEM reglulega því samsetning matvæla breytist til dæmis vegna umhverfisáhrifa, breyttrar fóðrunar, breyttra uppskrifta og svo þarf að bæta við nýjum niðurstöðum þegar ný matvæli koma á markað.

Sérstaklega er mikilvægt að viðhalda uppfærðum upplýsingum í gagnagrunninum svo að fólkið í landinu geti áfram með einföldum hætti nálgast traustar og réttar upplýsingar sem eru yfirfarnar af vísindafólki.

Rannsóknasjóðir styrkja almennt ekki viðhald innviða en hjá Matís er fyrst og fremst unnið fyrir styrki. Hjá Matís er þó einnig unnið fyrir þjónustusamning við Matvælaráðuneytið en þess er vænst að vinna við ÍSGEM gagnagrunninn verði hluti af þjónustusamningnum frá árinu 2024.

Ólafur Reykdal var einn af upphafsmönnum ÍSGEM gagnagrunnsins og Eydís Ylfa hóf nýlega störf tengd ÍSGEM.

Í gegnum tíðina hefur gagnagrunnurinn verið nýttur í fjölbreytt verkefni í samstarfi við ýmsa aðila eins og fram hefur komið. Matvælasjóður styrkti á árunum 2022-2023 verkefnið Næringargögn – Lykill að lýðheilsu og nýsköpun. Í þessu verkefni var gæðakerfi fyrir ÍSGEM þróað, notendahandbók tekin saman og hluti gagna uppfærður. Nýlegt verkefni sem unnið var að hjá Matís í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla/ Beint frá býli með styrk frá Matvælasjóði fól í sér að þróað var vefforrit sem reiknar út næringargildi matvæla út frá uppskrift. Um er að ræða vefforrit sem sækir upplýsingar í ÍSGEM en það auðveldar útreikninga á næringargildi til muna. Vefforritið má nálgast hér.

Vonast er til þess að á næstu árum verði hægt að nýta ÍSGEM til að miðla upplýsingum um kolefnisspor matvæla. Verkefnið Kolefnisspor Íslenskra Matvæla (KÍM) sem unnið er í samstarfi Matís, Næringarfræðideildar Háskóla Íslands og Eflu verkfræðistofu var veittur styrkur úr Matvælasjóði nýlega. Markmið verkefnisins er að veita neytendum, stjórnvöldum og hagsmunaaðilum á Íslandi áreiðanlegar, gagnsæjar og samanburðarhæfar upplýsingar um umhverfisáhrif íslenskra matvæla. Eitt þriggja megin markmiða verkefnisins er uppfærsla á ÍSGEM gagnagrunninum sem mun þá einnig birta kolefnisspor íslenskra matvæla samhliða næringarupplýsingum þegar verkefninu lýkur.

Tækifærin fyrir ÍSGEM gagnagrunninn eru mörg og spennandi þar sem gríðarlegt virði er fólgið í því að hafa traustar upplýsingar um næringarinnihald matvæla aðgengilegar fólki og fyrirtækjum. Framtíðarsýnin er sú að ÍSGEM geti orðið heildstæð upplýsingaveita um matvæli. Mikilvægt er að tryggja stuðning til viðhalds og viðbóta og áhugavert verður að fylgjast með framvindu þessara mála á næstu misserum.

ÍSGEM gagnagrunnurinn er aðgengilegur ásamt skýringum og notkunarleiðbeiningum hér: Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) 

Fróðlegur hlaðvarpsþáttur um ÍSGEM er aðgengilegur hér: ÍSGEM: Upplýsingaveita um innihaldsefni matvæla

Fréttir

Heimsókn í fyrirtæki á Vestfjörðum – framtíðin er björt

Tveir af sviðsstjórum Matís, þeir Guðmundur Stefánsson og Jónas R. Viðarsson, brugðu undir sig betri fætinum í síðustu viku og heimsóttu nokkur vel valin matvælaframleiðslufyrirtæki á Vestfjörðum.

Svo að sendinefndin væri nú ekki einvörðungu skipuð „sérfræðingum að sunnan“ slógust í för með þeim þau Gunnar Þórðarson svæðisstjóri Matís á Vestfjörðum og Guðrún Anna Finnbogadóttir frá Vestfjarðarstofu.

Vestfirðir tóku afskaplega vel á móti hópnum, með sól í heiði og bros í hjarta. Fyrirtækin sem voru heimsótt voru Arnarlax á Bíldudal, Oddi á Patreksfirði, Arctic Fish og Drimla í Bolungavík, Klofningur og Fisherman á Suðureyri, auk þess sem fulltrúar Vesturbyggðar áttu fund með hópnum til að kynna þá starfsemi sem fyrirhuguð er í Vatneyrarbúð á Patreksfirði.

Aðalsteinn hjá Fisherman sýnir vinnsluaðstöðu fyrirtækisins á Suðureyri, en fyrirtækið býður upp á metnaðarfullt vöruúrval sjávarfangs í neytendaumbúðum.

Þessi heimsókn á Vestfirði var einstaklega ánægjuleg og lærdómsrík, enda mikil sókn í gangi í atvinnumálum á svæðinu. Væntir Matís þess að unnt verði, á komandi mánuðum, að hlúa enn betur að því góða samstarfi sem fyrirtækið hefur átt við aðila á svæðinu. Framtíðin er björt í atvinnumálum á Vestfjörðum

ÍSGEM: Upplýsingaveita um innihaldsefni matvæla

Ólafur Reykdal og Eydís Ylfa Erlendsdóttir eru sérfræðingar í Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla sem alla jafna er kallaður ÍSGEM. Þau eru viðmælendur í þessum þætti af Matvælinu, hlaðvarpi Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu.

Í þættinum ræða þau um sögu ÍSGEM og tilgang gagnagrunnsins en sögu hans má rekja aftur til ársins 1987 þegar næringarefni ýmissa matvæla voru skráð í fyrsta skipti á Íslandi. Þau ræða jafnframt um gildi ÍSGEM og koma inn á það hvers vegna mikilvægt er að fólk á Íslandi hafi aðgang að sannreyndum, og gæðametnum  upplýsingum um matvæli og næringarefni í opnum aðgangi.

Þau koma einnig inn á það hvernig nálgast má gögnin og nýta þau, hver staðan er á gögnunum í dag, hvar tækifærin liggja og ekki síst hvernig bæta mætti við grunninn og víkka hann út svo hann verði allsherjar upplýsingaveita fyrir matvæli.

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni hér:

Fréttir

Upphafsfundur í loftslagsverkefninu Natalie

Dagana 7.-10. nóvember sl. fór fram í Limoges í Frakklandi upphafsfundur Natalie verkefnisins sem Matís er aðili að. Megin áhersla verkefnisins er á að þróa náttúrutengdar lausnir NSB (e. Nature-based solutions) til að sporna við og/eða bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga.

Natalie er fimm ára verkefni, sem unnið verður af 42 þátttakendum víðsvegar að úr Evrópu. Hlutverk Íslands í verkefninu er að sannreyna nýjar útfærlsur náttúrumiðaðra aðferða um mat á áhrifum loftlagsbreytinga á strandsvæði og lífríki þeirra. Verkefnið er umfangsmikið og flókið í allri framkvæmd og miðaði fundurinn að því að fá alla að borðinu, kynna sig og þá verkefnahluta sem hver hefur yfir að ráða.

Á fundinum var farið vel yfir stjórnunarhluta verkefnisins, þ.e. til hvers er ætlast af hverjum og einum aðila þess. Einnig fór fram kynning á öllum sjö verkhlutum verkefnisins (e. work package, WP) ásamt kynningu allra þeirra 42ja aðila sem eiga aðkomu í verkefninu, þ.e. þeirra aðild í verkefninu og þeirra bakgrunnur.

Fundardagarnir voru langir en árangursríkir eins og lagt var upp með. Þess utan náði fólk að spjalla saman og kynnast sem er gríðarlega mikilvægur liður í svona umsvifamiklum verkefnum sem ná yfir jafn langan tíma og lagt er upp með í Natalie eða fimm ár.

Að loknum fundi er ljóst að framundan eru spennandi tímar þar sem Matís mun taka þátt í þróun á mati nýrra lausna til að sporna við tapi á mikilvægum vistkerfum. Áskoranir vegna loftslagsbreytinga eru fjölmargar þ.m.t. ógn við vistkerfi sem standa undir matvælaframleiðslu sem ógna þar með matvælaöryggi okkar sem þjóðar vegna staðbundinna breytinga en jafnframt á heimsvísu.

Fylgjast má með framvindu verkefnisins á verkefnasíðu þess hér: Natalie.

Einnig á erlendri verkefnasíðu samstarfsaðilanna hér: Natalie.

Fréttir

Matís á Matvælaþingi 2023

Matvælaþing verður haldið í Hörpu miðvikudaginn 15. nóvember en hringrásarhagkerfið, í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040, er meginviðfangsefni þingsins sem er nú haldið í annað sinn.

Tveir fulltrúar frá Matís eru á mælendaskrá, þau Eva Margrét Jónudóttir, verkefnastjóri og Birgir Örn Smárason, fagstjóri faghópsins sjálfbærni og eldi.

Eva Margrét verður einn fjögurra þátttakenda í pallborðsumræðum sem bera yfirskriftina Leynast lausnir í leifunum? Nýting hráefna – engu hent. Hún mun til dæmis ræða um það hvaða tækifæri eru í aukinni nýtingu, hvaða auðlindastrauma mætti nýta betur, hver staðan er í dag og hverjar framtíðarhorfurnar eru. Gestir þingsins munu geta sent inn spurningar sem pallborðsþátttakendur ræða.

Birgir Örn mun flytja erindið Hvað er í matinn árið 2050? – framtíð matvælaframleiðslu. Þar mun hann meðal annars fjalla um þann mat sem verður borðaður árið 2050, breytingarnar sem matvælakerfin munu að öllum líkindum ganga í gegnum á næstu áratugum og ástæður þess að matvælakerfi þurfa að breytast.

Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráning hér: Matvælaþing 2023

IS