Skýrslur

Mineral retention as function of supplemental dietary phytase in juvenile Atlantic salmon

Höfundar:

Wolfgang Koppe and Georges Lamborelle

Tengiliður

Georges Lamborelle

Stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvar

georges@matis.is

Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed

Skýrslur

Mineral retention in juvenile Atlantic salmon

Höfundar:

Wolfgang Koppe, David Sutter and Georges Lamborelle

Tengiliður

Georges Lamborelle

Stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvar

georges@matis.is

Skýrslan er lokuð / This report is closed

Fréttir

Verndandi arfgerðin ARR loksins fundin í íslensku sauðfé

Hin viðurkennda verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur því hér er um að ræða arfgerð sem er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur verið með víða í Evrópu við útrýmingu riðu með góðum árangri.

Arfgerðin hefur aldrei áður fundist í sauðfé hérlendis þrátt fyrir víðtæka leit. Matís hefur allt frá árinu 2004 boðið uppá greiningar á riðugeni. Matís hefur í gengum tíðina raðgreint riðugenið í um 3.500 kindum og aldrei áður fundið þennan breytileika. Sérfræðingar á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hafa janframt stundað markvissa leit að þessari arfgerð um árabil.

Matís fékk sýni til greiningar úr umfangsmiklu rannsóknaverkefni á vegum RML, Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Karólínu Elísabetardóttur sauðfjárbónda í Hvammshlíð. Þær greiningar staðfestu fyrri niðurstöðu en jafnframt fundust fjórir skyldir gripir til viðbótar á bænum sem bera þessa arfgerð.

Matís vinnur nú í samstarfi við Stefaníu Þorgeirsdóttur, sérfræðing á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, að innleiðingu nýrra aðferða við greiningu á riðugeninu. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi að bæta inn fleiri erfðasætum í reglubundnar greiningar, m.a. hinni ný uppgötvuðu verndandi arfgerð (sæti 171) og mögulega fleiri breytilegum sætum innan riðugensins. Í öðru lagi verður leitað leiða til að auka skilvirkni og afkastagetu riðugensgreininga, með það að markmiði að lækka kostnað við greiningar svo mögulegt verði að lækka verð á greiningum til bænda.

Nánari upplýsingar um þessa merku uppgötvun má finna á heimasíðu RML: Verndandi arfgerðin ARR fundin

Fréttir

Stykkishólmsbær gerir samkomulag við Matís um aukna verðmætasköpun í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær og Matís hafa gert með sér samkomulag um uppbyggingu samstarfs í sveitafélagi Stykkishólms með áherslu á fræðslu, nýsköpun, rannsóknir og atvinnuuppbyggingu innan sveitafélagsins. Báðir aðilar samkomulagsins munu nýta styrkleika sína og innviði viðkomandi aðila eins og kostur er.

Stykkishólmsbær stofnaði til hugarflugsfundar með Matís, KPMG og fulltrúum atvinnulífsins á svæðinu þann 26. nóvember síðastliðinn. Fulltrúar atvinnulífsins fjölmenntu og sköpuðust  líflegar umræður um tækifærin til aukinnar verðmætasköpunar og eflingu atvinnulífsins er varðar sjálfbæra matvælaframleiðslu á svæðinu.

Gróska í atvinnu- og nýsköpunarmálum í Stykkishólmi

Bæjarstjóri heimsótti, ásamt formanni atvinnu- og nýsköpunarnefndar, fyrirtæki í Stykkishólmi í þeim tilgangi að kynnast betur starfsemi fyrirtækja og stofnana í bænum auk fyrirliggjandi áskorana og tækifæra og kanna með hvaða móti Stykkishólmsbær geti betur stutt við hagsmuni atvinnulífs í sinni stefnumótun og hagsmunagæslu.

„Atvinnulífið er grundvöllur byggðar á hverjum stað og lífæð allra samfélaga. Að vera í góðum tengslum við atvinnulífið og skilja þarfir þess er mikilvægt,“ að sögn Jakobs.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar skipaði starfshóp um eflingu atvinnulífs í bænum sem vinnur nú að því að greina tækifæri til eflingar atvinnulífsins á grunni svæðisbundinna styrkleika sem mun nýtast við stefnumörkun bæjarins í atvinnumálum. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnun. Þar er m.a. horft til verðmætasköpunar í tengslum við sjálfbæra nýtingu auðlinda Breiðafjarðar. Er samkomulag Matís ohf. og Stykkishólmsbæjar liður í sömu vegferð.

„Með þessu vill Stykkishólmsbær tryggja fyrirtækjum hagstæð skilyrði, vera hreyfiafl góðra verka og styðja við rannsóknir og nýsköpun,“ undirstrikar Jakob.

Samningur undirritaður á hugarflugsfundi í Stykkishólmi

Nokkrir fulltrúar atvinnulífsins í Stykkishólmi áttu, ásamt bæjarstjóra og formanni atvinnu- og nýsköpunarnefndar, hugaflugsfund með fulltrúum frá Matís og KPMG þann 26. nóvember síðastliðinn.

Á fundinum voru til umræðu rannsóknir, nýsköpun, sprotastarfsemi, matvælaframleiðsla og ábyrg nýting auðlinda Breiðafjarðar með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda og aukinni verðmætasköpun á svæðinu. Að loknum fundi rituðu Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, og Oddur Már Gunnarsson, forstjóri Matís, undir samkomulag um samstarf Stykkishólmsbæjar og Matís.

Mikil gróska og uppbygging á sér stað á sviði sjálfbærrar afurða- og matvælaframleiðslu í Stykkishólmsbæ og er það markmið Stykkishólmsbæjar og Matís að styðja eftir megni við einstaklinga og fyrirtæki á svæðinu til verðmæta- og nýsköpunar í matvælaiðnaði og frekari vinnslu svæðisbundinna afurða, og þannig stuðla að aukinni hagsæld, fæðuöryggi, matvælaöryggi og bættri lýðheilsu fyrir íslenskt samfélag.

Fréttir

Skýrsla um niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi fyrir árið 2021 er komin út

Á dögunum birtist skýrsla um niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni fyrir árið 2021. Matís hefur um árabil séð um verkefni sem snýr að því að safna gögnum og gefa út skýrslu vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar.

Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggis og heilnæmis og nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. 

Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem útvíkkun og endurskoðun er stöðugt nauðsynleg.

Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni. Jafnframt voru öll sýni af sjávarafurðum til manneldis vel undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Einnig reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta sjávarfangs, miðað við hámarksgildi ESB.

Frekari útlistun á niðurstöðum auk skýrslunnar í heild má finna hér:

Skýrslur

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2021 // Undesirable substances in seafood – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2021

Útgefið:

11/01/2022

Höfundar:

Jensen, Sophie; Borojevic, Branka; Igorsdóttir, Julija; Desnica, Natasa

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðneytið/ Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs 2021. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðneytisins, og sá Matís ohf. um að safna gögnum og útgáfu á skýrslum vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar á tímabilinu 2003-2012. Vegna skorts á fjármagni í þetta vöktunarverkefni var gert hlé á þessari mikilvægu gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013-2016. Verkefnið hófst aftur í mars 2017 en vegna fjárskorts nær það nú eingöngu yfir vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs úr auðlindinni sem ætlað er til manneldis, en ekki fiskimjöl og lýsi fyrir fóður. Af sömu ástæðu eru ekki lengur gerðar efnagreiningar á PAH, PBDE og PFC efnum.

Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggis og heilnæmis og nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum. Það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem útvíkkun og endurskoðun er stöðugt nauðsynleg.

Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2021 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2012 sem og 2017 til 2020. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni.

í þessari skýrslu voru hámarksgildi Evrópusambandsins (ESB) fyrir díoxín, díoxínlík PCB (DL-PCB) og ekki díoxínlík PCB (NDL-PCB) í matvælum samkvæmt reglugerð nr. 1259/2011 notuð til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Niðurstöður ársins 2021 sýna að öll sýni af sjávarafurðum til manneldis voru vel undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta sjávarfangs, miðað við hámarksgildi ESB samkvæmt reglugerð nr. 1259/2011. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB.


This report summarises the results obtained in 2021 for the screening of various undesirable substances in the edible part of Icelandic marine catches.

The main aim of this project is to gather data and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances and to utilise the data to estimate the exposure of consumers to these substances from Icelandic seafood and risks related to public health. The surveillance programme began in 2003 and was carried out for ten consecutive years before it was interrupted in 2013. The project was revived in March 2017 to fill in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. Due to financial limitations the surveillance now only covers screening for undesirable substances in the edible portion of marine catches for human consumption and not feed or feed components. The limited financial resources have also required the analysis of PAHs, PBDEs and PFCs to be excluded from the surveillance, providing somewhat more limited information than in 2013. However, it is considered a long-term project where extension and revision are constantly necessary. 

In general, the results obtained in 2021 were in agreement with previous results on undesirable substances in the edible part of marine catches obtained in the monitoring years 2003 to 2012 and 2017 to 2020.

In this report from the surveillance programme, the maximum levels for dioxins, dioxin-like PCBs and non-dioxin-like PCBs in foodstuffs (Commission Regulation 1259/2011) were used to evaluate how Icelandic seafood products measure up to limits currently in effect.

The results show that in regard to the maximum levels set in the regulation, the edible parts of Icelandic seafood products contain negligible amounts of dioxins, dioxin like and non-dioxin-like PCBs. In fact, all samples of seafood analysed in 2021 were below EC maximum levels.

Furthermore, the concentration of ICES6-PCBs was found to be low in the edible part of the marine catches, compared to the maximum limits set by the EU (Commission Regulation 1259/2011). 

The results also revealed that the concentrations of heavy metals, e.g. cadmium
(Cd), lead (Pb) and mercury (Hg) in the edible part of marine catches were in all samples well below the maximum limits set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Geymsluþol og rýrnun í virðiskeðju grænmetis // Shelf-life and waste in the value chain of vegetables

Útgefið:

31/12/2021

Höfundar:

Jóhanna Elín Ólafsdóttir; Guðný Sif Sverrisdóttir; Kolbrún Sveinsdóttir; Aðalheiður Ólafsdóttir; Guðjón Þorkelsson; Ólafur Reykdal

Styrkt af:

Matvælasjóður / Icelandic Food Innovation Fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Í verkefninu var geymsluþol grænmetis til skoðunar. Framkvæmt var skynmat á tómötum, kartöflum, gulrótum og rófum í 6 vikur sumarið 2021. Grænmetið var geymt við þrenns konar geymsluskilyrði: (1) Kælir 1 sem var við 2°C, (2) kælir 2 við 12°C og (3) herbergi sem var við um 22°C. Skynmat fór fram á gulrótum og rófum úr rými við 2 °C en skynmat á tómötum og kartöflum úr rýni við 12 °C. Til viðbótar var unnin gæðaskoðun á grænmetistegundunum fjórum úr öllum þremur rýmum. Fylgst var með raka- og hitastigi í hverju rými fyrir sig, grænmeti var vigtað til að fylgjast með rýrnun og sýni voru tekin til gerlamælinga. 

Gæðastuðulsaðferð (QIM) var notuð við skynmat.  Skalar fyrir skynmatið voru endurbættir í gegnum allt verkefnið. Niðurstöður úr skynmati með notkun þessara skala sýndu að þeir geta nýst við að leggja mat á ferskleika þeirra grænmetistegunda sem til rannsóknar voru. Gerlamælingar voru gerðar á tómötum og pappírsumbúðum tómata. Niðurstöður úr þeim mælingum sýndu að örverur vaxa vel á pappírsumbúðum. 

Rófur og gulrætur töpuðu töluverðri þyngd en hafa þarf í huga að rakastig í kælirýmum var ekki eins og best verður á kosið. Gæði metin með skynmati urðu lakari með tíma fyrir allar grænmetistegundirnar. Gæðin rýrnuðu hlutfallslega mest fyrir tómata en minnst fyrir gulrætur. Þetta skýrist af ólíku geymsluþoli tegundanni. Í sjöttu viku rannsóknarinnar var allt grænmeti að frátöldum gulrótum talið vera óhæft til neyslu. 

Vinnan var hluti af verkefninu Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis en það er styrkt af Matvælasjóði. Þær Jóhanna Elín Ólafsdóttir og Guðný Sif Sverrisdóttir voru sumarstarfsmenn hjá Matís við verkefnið. Vinnan skilaði mikilvægum afrakstri við þróun á skynmatsskölum og niðurstöðurnar verða hagnýttar í geymsluþolsrannsóknum á grænmeti í framtíðinni.The Quality Index Method (QIM) was used for sensory evaluation. Scales were developed for tomatoes, potatoes, carrots and rutabagas. The method was found useful for sensory evaluation of the freshness of vegetables, but the scales need further development. The quality of the vegetables as measured by the QIM method decreased throughout the experiment. The weight of rutabaga and carrots decreased considerably throughout the experiment. 

This work was a part of the project Improved quality, shelf-life and reduced waste in the value chain of Icelandic vegetables. The work was important for development of suitable QIM scales for sensory evaluation of vegetables. Future shelf-life experiments will benefit from this work. 

Skoða skýrslu

Fréttir

Nærumst og njótum – mikilvægt innleg í umræðu um lýðheilsu

Í gærkvöldi hóf þáttaröðin Nærumst og njótum göngu sína á RÚV en í þáttunum verður fylgst með fjölbreyttum hópi fólks taka næringar- og matarvenjur sínar til gagngerrar endurskoðunar í þeim tilgangi að skoða hvernig mögulegt er að sameina þessi tvö atriði, þ.e. að nærast og njóta.

þættirnir Nærumst og njótum eru hugmyndasmíð og í umsjón Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, prófessors í næringafræði og eru mikilvægt innlegg í lýðheilsumál á Íslandi. Í þessum fyrsta þætti fengu áhorfendur að kynnast viðfangsefninu, þátttakendum og álitsgjöfum en í næstu þáttum verður fylgst með matarlífi sjö heimila á Íslandi. Heimilin eru fjölbreytt, allt frá fólki sem býr eitt upp í samsettar stórfjölskyldur og þátttakendur eru á aldursbilinu 10 vikna til sjötugs.

„Matur er rauður þráður í gegnum líf okkar en fæst borðum við þó bara til þess að halda lífi. Matur er nefnilega órjúfanlegur þáttur líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu. Við erum tilfinningalega tengd mat og hann er stór hluti menningar okkar.“

Kolbrún Sveinsdóttir, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís er einn þeirra sérfræðinga sem fengnir voru til að gefa álit og fjalla um ýmis málefni tengd mat og matarvenjum. Hún tók sérstaklega fyrir unnin matvæli, muninn á þeim og ferskum matvælum og hinar ýmsu vinnsluaðferðir sem geta bæði verið af hinu góða og slæma.

Þættirnir verða á dagskrá RÚV næstu vikurnar en fyrsti þátturinn er þegar orðinn aðgengilegur í spilaranum hér: Nærumst og njótum, fyrsti þáttur.

Fréttir

Sigurjón Arason yfirverkfræðingur hjá Matís sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Á nýársdag 2022 fór fram hátíðleg athöfn á Bessastöðum þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sæmdi 12 einstaklinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeirra á meðal var yfirverkfræðingur Matís, Sigurjón Arason, en hann hlaut orðuna fyrir rannsóknir og þróun á vinnslu sjávarafurða.

Sigurjón Arason hefur starfað hjá Matís frá upphafi en fyrir það starfaði hann sem sérfræðingur og yfirverkfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins sem rann saman við fleiri fyrirtæki og stofnanir þegar Matís var stofnað.  Sigurjón er einnig prófessor emeritus við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og hefur í gegnum tíðina kennt ótal námskeið og leiðbeint fjölda nemenda í grunn-, meistara- og doktorsnámi.

Sigurjón hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín og var meðal annars haldið málþing honum til heiðurs í Háskóla Íslands í haust.

Í viðtali sem tekið var við Sigurjón og birtist á vef Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Nýjungasmiðurinn frá Neskaupstað er eftirfarandi tekið fram:

„Sigurjón hefur komið að ótrúlegum fjölda verkefna sem hafa skilað sér í hreinum tekjum fyrir íslensk fyrirtæki og þjóðarbú. Hann hefur ásamt fjölmörgum samstarfsaðilum úr atvinnulífinu og þekkingarsamfélaginu komið að því að þróa byltingarkenndar aðferðir til kælingar á fiski, m.a. á makríl, sem hefur stóraukið útflutningsverðmæti afurðanna. Þá hefur hann stuðlað að vinnslu og þurrkun á vannýttu aukahráefni og fisktegundum, endurhannað umbúðir og fiskkassa til að tryggja betur gæði hráefnis og afurða, þróað frystingu fisks og vinnslu saltfisks til að auka verðmæti, unnið að bættri meðhöndlun afla og bættu geymsluþoli fisks, bætt stýringu á veiðum og notkun veiðarfæra. Enn fremur hefur hann fundið leiðir til að nýta betur aukaafurðir úr hráefnum sem jafnvel var hent en undir þetta falla fiskinnyfli, lifur, svil, hausar, hryggir, sundmagi og roð sem breytt var í verðmætar afurðir. Hér er fátt eitt talið.“

Sigurjón er vel að þessum heiðri kominn og óskar starfsfólk Matís honum til hamingju með fálkaorðuna.

Sigurjón Arason og Guðni Th. Jóhannesson við orðuveitinguna á Bessastöðum

Skýrslur

Skógarkerfill – Illgresi eða vannýtt matarauðlind /Cow parsley – Weed or food resource

Útgefið:

26/12/2021

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Sophie Jensen

Styrkt af:

Matvælasjóður – Bára / Icelandic Food Innovation Fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Skýrsla þessi var unnin fyrir Ástu Þórisdóttur hjá Sýslinu verkstöð vegna Matvælasjóðsverkefnis hennar Skógarkerfill – Illgresi eða vannýtt matarauðlind. Gerðar voru mælingar á næringarefnum og aðskotaefnum í skógarkerfli. Fræðigreinar og aðrar upplýsingar voru rýndar með tilliti til nýtingar skógarkerfils til manneldis og annarrar hagnýtingar. 

Í ljós kom að laufblöð og rætur skógarkerfils innhalda ýmis næringarefni og aðskotaefnin sveppaeiturefni (e. mycotoxín) og þungmálmar voru ekki mælanleg eða undir mörkum reglugerðar. Við rýni fræðigreina kom í ljós að skógarkerfill inniheldur efnið deoxýpódópýlótoxín (DOP) sem hefur krabbameinsfrumuhemjandi áhrif. Þetta efni er í hæstum styrk í rótum skógarkerfils og takmarkar nýtingu plöntunnar til manneldis. Skógarkerfils ætti ekki að neyta í miklu magni. Kanna mætti notkun plöntunnar í textíl, umbúðir, pappír og byggingarefni. Í skýrslunni eru dregnar saman ályktanir og tillögur.


This work was carried out for Ásta Þórisdóttir as a part of her project on utilization of cow parsley. Analysis of selected nutrients and food contaminants were carried out. Information on cow parsley in scientific articles was studied. The nutrient content was reported. Mycotoxins and heavy metals were not detected or below the maximum limits set in regulation. The existence of the active compound deoxypodopylotoxine  (DOP) in cow parsley was reported in the literature. This compound has antitumor activity which is not preferable for foods. Therefore, cow parsley should not be consumed in great amounts, particularly the roots which have the highest concentration. The utilization of cow parsley for textile, packaging, paper-like material and construction material should be studied. The report includes conclusions and recommendations.

Skoða skýrslu