Reyking sjávarafurða

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Reyking er ævaforn aðferð til að varðveita matvæli, bæta bragð og eiginleika.

Algengast er að reykja kjöt og fisk en einnig er þekkt að ostar, grænmeti, hnetur og fræ séu reykt. Korn sem notað er til bjór- og viskíframleiðslu er stundum reykt til að ná fram ákveðnum bragðeinkennum. Ógerningur er að segja til um hvenær reyking matvæla hófst en líklega má rekja hana til þeirra tíma er menn lærðu að hagnýta sér eldinn.

Matís ohf. gaf handbókina um reykingu sjávarafurða út árið 2014 og sá Óli Þór Hilmarsson um ritstjórn hennar. Teikningar gerði Sólveig Eva Magnúsdóttir.

Bókin er aðgengileg hér: Reyking sjávarafurða

Fréttir

Starf sérfræðings í samskiptum og miðlun

Hefur þú gaman af fjölbreyttum áskorunum sem tengjast kynningarmálum, miðlun og samskiptum?

Til þess að auka áhrif af starfi Matís leitum við að fjölhæfri miðlunarmanneskju sem getur miðlað flóknum upplýsingum á einfaldan hátt með þeim miðlum sem eru best til þess fallnir. Hvort sem það er frétt á heimasíðu, innlegg á samfélagsmiðla, myndbönd, viðburðir eða eitthvað allt annað.

Hæfniskröfur

 • Reynsla af gerð efnis á mismunandi miðlum
 • Menntun sem nýtist í starfi kostur
 • Góð hæfni í textagerð á íslensku og ensku
 • Reynsla af notkun WordPress vefumsjónarkerfis kostur
 • Samskiptahæfni og áhugi á fólki
 • Sjálfstæði, hugmyndaauðgi og drifkraftur

Um Matís: Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá okkur starfar kraftmikill hópur sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu.

Starfið er tímabundið í eitt ár. Starfshlutfall er 100% og er starfið staðsett á Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík.

Með vísan í jafnréttisstefnu Matís eru öll kyn hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í viðkomandi starf. Einnig þarf að fylgja nafn og símanúmer eða tölvupóstfang hjá meðmælanda sem getur staðfest hæfni umsækjanda. 

Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2022.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þormóður Dagsson, thormodur@matis.is 

Fréttir

Matvælasjóður hefur opnað fyrir umsóknir í þriðja sinn

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matvælasjóð í þriðja sinn en heildarúthlutunarfé sjóðsins er 593 milljónir króna. 

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla um land allt. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga og lögaðila.

Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Ráðstöfunarfé Matvælasjóðs samanstendur af fjárveitingu af fjárlögum hverju sinni og öðrum tekjum eftir því sem þeim er til að dreifa.

Þess ber að geta að umsóknarfrestur í Matvælasjóð hefur verið framlengdur og er nú til og með 26. apríl næstkomandi.

Allar upplýsingar um sjóðinn auk leiðbeininga um umsóknarkerfi hans má finna á heimasíðu Matvælasjóðs hér: Matvælasjóður.

Fréttir

Skýrsla um greiningu á magni lífrænna áburðarefna á Íslandi og tækifæri til aukinnar nýtingar

Rannsóknar- og nýsköpunarverkefnið Sjálfbær áburðarframleiðsla – heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfi var styrkt af Markáætlun Rannís í byrjun árs 2021 þar sem samstarfshópurinn kannar leiðir til að nýta staðbundnar lífrænar auðlindir, aukaafurðir úr ýmiskonar framleiðslu og ferla til að framleiða sjálfbæran áburð fyrir íslenskan landbúnað og landgræðslu.

Þessi skýrsla er einn liður í verkefninu þar sem gerð var úttekt á þeim lífræna úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði út frá magni og næringarsamsetningu.

Markmið þessarar skýrslu voru eftirfarandi:

 • Að bera kennsl á og reikna út magn lífræns úrgangs sem fellur til á Íslandi og gæti nýst í framleiðslu á áburði. reikna út magn lífræns úrgangs sem fellur til á Íslandi og gæti nýst í framleiðslu á áburði.
 • Að reikna út magn næringarefna (nitur, fosfór og kalí) í lífrænum úrgangi samkvæmt mælingum sem framkvæmdar voru í verkefninu ásamt innlendum og erlendum heimildum þar sem upplýsingar vantaði.
 • Að koma með tillögur og greina hvar helstu tækifæri liggja í aukinni notkun á lífrænum úrgangi til áburðarframleiðslu á Íslandi.

Smelltu á skýrsluna til að lesa hana í heild.

Skýrslan er gefin út af Matís en samstarfsaðilar í verkefninu eru Landgræðslan, Landbúnaðarháskóli Íslands, Atmonia, landsvirkjun og Hafrannsóknastofnun.

Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast á verkefnasíðu þess hér: Sjálfbær áburðarframleiðsla – heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfi

Fréttir

Nýsköpunarsamkeppni eða MAKEathon í Grunnskóla Bolungarvíkur

Í næstu  viku, 4. og 5. apríl , fer fram annað MAKEathon verkefnisins Grænir Frumkvöðlar Framtíðar, af þremur, Í Grunnskóla Bolungarvíkur. MAKEathon Árskóla hefur þegar farið fram með glæsilegum árangri og MAKEathon Nesskóla verður á næstu vikum. MAKEathon verkefnisins er nýsköpunarkeppni sem stendur yfir tvo daga.

Í þessu MAKEathoni taka 22 nemendur í 8-10.bekk  þátt. Þeir vinna saman í teymum sem keppast við að leysa áskorun sem fundin verður á heimsóknum þeirra í sjávarútvegsfyrirtæki á svæðinu. Áskorunin mun snúa að umhverfis- og loftslagsmálum.  Þeir reyna að búa til einhverskonar frumgerð (e. prototype), m.a. í samstarfi við FabLab  smiðju Ísafjarðar og Djúpið Frumkvöðlasetur.  Frá því í haust hafa nemendur fengið fræðslu m.a. um loftslagsbreytingar, sjálfbærni og nýsköpun.  

Allt efni GFF verður gert aðgengilegt eftir að verkefninu lýkur.

Verkefnið Grænir Frumkvöðlar Framtíðar hófst í skólunum í september 2021 og MAKEathonin eru lokahluti þeirra. Landskeppni á milli skólanna þriggja fer fram í maí og verða úrslit hennar kynnt í Nýsköpunarvikunni.

Sjónvarpsstöðin N4 hefur í allan vetur verið að taka upp þátt um verkefnið og verða því kvikmyndatökumenn frá þeim á staðnum. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni í haust og þar verður verkefnið kynnt.

Um Græna Frumkvöðla Framtíðar

Grænir Frumkvöðlar Framtíðar er fræðsluverkefni ætlað fyrir efstu bekki grunnskóla. Markmiðið er að fræða nemendur um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og lífríki þess, sjálfbærni og nýsköpun á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Verkefnið er styrkt af Loftslagssjóði og er verkefnastjórn í höndum Matís. Aðrir þátttakendur eru skólarnir þrír, FabLab smiðjur á hverujm stað, Cambridge University, Climate-KIC og Djúpið Frumkvöðlasetur.

Fyrir frekari upplýsingar er bent á að hafa samband við verkefnastjóra verkefnisins: Justine Vanhalst. Þá eru skólar sem vilja taka þátt sérstaklega hvattir til að hafa samband.

Hér er hægt að fylgjast með gangi verkefnisins:

Fréttir

Norræn myndbandasamkeppni – vertu með!

Norræna verkefnið NordMar Biorefine hefur sett af stað myndbandasamkeppni fyrir ungmenni á aldrinum 14-19 ára. Keppnin er opin öllum á þessum aldri á Norðurlöndunum, þar með talið á Íslandi.

NordMar Biorefine verkefnið, eða Norræn lífmassaver eins og það gæti útlagst á íslensku, gengur út á það að kanna möguleikana sem felast í fullnýtingu þeirra sjávarauðlinda sem nýttar eru á Norðurlöndunum með lífmassaverum. Samhliða þeirri vinnu hafa Norræn lífmassaver verið nýtt sem fyrirmyndir áframhaldandi uppbyggingar Matís á lífmassaveri í Neskaupstað sem mun meðal annars stuðla að aukinni fullnýtingu sjávarauðlinda.  

Markmiðið með myndbandakeppninni er að höfða til frumkvöðlahugsunar unga fólksins en með myndböndunum gefst því kostur á að setja fram sínar hugmyndir um hvernig nýta megi auðlindir hafs og vatns á nýjan eða betrum bættan hátt. Sérstök áhersla er lögð á þær auðlindir sem eru van- eða ónýttar. Myndböndin mega vera hvernig sem er, þ.e. leikin, heimildamyndir, teiknimyndir o.s.frv. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir besta myndbandið!

Nánari upplýsingar má finna hér: VIDEO CONTEST

Myndbandasamkeppnin er einungis einn margra þátta NordMar Biorefine. Meðal annarra þátta eru mat á hagkvæmni og möguleikum lífmassavera fyrir bláa lífhagkerfið á Norðurlöndunum, og myndun tengslanets sérfræðinga á þessu sviði í hinu svokallaða BlueBio Portal.

Verkefnið er eitt þeirra verkefna sem hófst út frá áherslumálum Norrænu Ráðherranefndarinnar þegar Ísland gegndi formennsku árið 2019.

Fréttir

Stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði

Matís, Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins standa fyrir viðburði um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði á Hótel Natura, miðvikudaginn 30. mars.

Við hvetjum hagaðila og áhugafólk til þess að mæta og taka þátt í umræðum og tengslamyndun.

Frekari upplýsingar má finna hér: Stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði.

Dagskrá:

 • 13:00 – Gunnar Þorgeirsson setur fundinn og skipar fundarstjóra
 • 13:10 – Birgir Örn Smárason – Matís
  Framtíð og tækifæri í landbúnaði – sjálfbærni og fæðuöryggi
 • 13:30 – Ragnheiður I Þórarinsdóttir – LbhÍ
  Menntun, innviðir og rannsóknir – forsenda verðmætaaukningar og nýsköpunar í landbúnaði
 • 13: 50 – Karvel L. Karvelsson – RML
  Hagnýt nálgun að verkefnum bænda
 • 14:10 Kaffi hlé
 • 14:30– Hugarflug
 • 15:30 – Fundarlok

Verið hjartanlega velkomin.

Fréttir

Grænir Frumkvöðlar Framtíðar á Sauðárkróki í sjónvarpsfréttum

Verkefnastjórar í verkefninu Grænir Frumkvöðlar Framtíðar stóðu í vikunni fyrir nýsköpunarkeppni, svokölluðu MAKEathoni, meðal barna í 9. bekk í Árskóla á Sauðárkróki.

Fjallað var um MAKEathonið í kvöldfréttum RÚV í vikunni en það var það fyrsta af þremur sem haldið verður í tengslum við Grænu Frumkvöðlana. Tekin voru viðtöl við kennara og nemendur í Árskóla auk þess sem Justine Vanhalst, verkefnastjóri hjá Matís, útskýrði frumgerðirnar sem krakkarnir gerðu í keppninni.

Fréttin er aðgengileg á vef RÚV hér: Grænir Frumkvöðlar Framtíðar

Hér er hægt að fylgjast með gangi verkefnisins:

Fréttir

Málþing um samlífi manna og örvera frá skyri til moltugerðar

Málþing um samlífi manna og örvera frá skyri til moltugerðar verður haldið á Þjóðminjasafni Íslands þann 31. mars næstkomandi frá 12:00-13:30. 

Dagskrá viðburðarins:

 • Valdimar Tr. Hafstein, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands:
  Öndvegisverkefni um samlífi manna og örvera í daglega lífinu. 
 • Jón Þór Pétursson, nýdoktor við Háskóla Íslands:
  “Móðurkúltúr”: Skyrgerlar, mjaltastúlkur og ofurkonur. 
 • PhD Veera Kinnunen, university lecturer (sociology, Faculty of Social Sciences) University of Lapland, Rovaniemi, Finland:
  Bokashi composting as multispecies waste care. 

Fundarstjóri er Áki Guðni Karlsson. 

Fylgjast má með upplýsingum um málþingið á viðburðarsíðu á facebook hér: Málþing um samlífi manna og örvera frá skyri til moltugerðar


Málþingið er hluti af verkefninu SYMBIOSIS- Samlífi manna og örvera í daglega lífinu, sem Matís hefur unnið að ásamt Háskóla Íslands með styrk frá Öndvegissjóði RANNÍS frá því 2021.

Í þessu þverfræðilega verkefni er samlífi manneskja og örvera á Íslandi rannsakað og sjónum beint að því hvernig þetta samlífi mótast í hversdagslegum athöfnum fyrr og nú. Verkefnið rannsakar sköpunarmátt örveranna í matarháttum og daglegu lífi; það fylgir þeim allt frá ræktun, bakstri, bruggun, súrsun og skyrgerð, í gegnum meltingarkerfið og aftur ofan í jarðveginn með moltugerð, og það rannsakar áhrif þessa samlífis á líkamlega, andlega og félagslega velferð fólks.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á verkefnasíðu þess hér: SYMBIOSIS samlífi manna og örvera í daglega lífinu

Fréttir

Starf sérfræðings í örveru- og lífupplýsingafræði

Matís auglýsir eftir sérfræðingi í örveru- og lífupplýsingafræði.

Starfssvið:

 • Þátttaka í mismunandi verkefnum sem tengjast örverum í matvæla-, umhverfis- og líftæknirannsóknum.
 • Þátttaka í umsóknarvinnu til innlendra og erlendra sjóða.
 • Vinna við örveru og sameindalíffræðilegar rannsóknir á rannsóknarstofu og úrvinnsla gagna. Þáttaka í sýnatökum þegar svo ber undir.
 • Skipuleggja verkefni og vinna úr ýmsum lífupplýsingum eins og raðgreiningargögnum.
 • Verkefnastjórnun, skila niðurstöðum á réttum tíma og fylgja kostnaðaráætlun.
 • Kenna og leiðbeina nemendum.

Hæfniskröfur:

 • Framhaldsgráða í Líffræði, Örverufræði, Líftækni eða skildum greinum.
 • Mjög góð þekking og reynsla í örverufræði- og sameindafræðiaðferðum.
 • Mjög gott vald á ensku til að geta miðlað þekkingu bæði skriflega og munnlega.
 • Geta til að skrifa vísindaskýrslur, vísindagreinar og umsóknir.
 • Hugmyndaauðgi, metnaður og lausnamiðað hugarfar.
 • Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í hópi í mismunandi verkefnum Matís.
 • Staðgóð þekking í lífupplýsingafræði og tölfræði.
 • Góð sérfræðiþekking á tölfræði og lífupplýsingafræði.
 • Kennslufærni.
 • Íslenskukunnátta æskileg.

Starfshlutfall er 100% og er starfið staðsett á Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík.

Með vísan í jafnréttisstefnu Matís eru öll kyn hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í viðkomandi starf. Einnig þarf að fylgja nafn og símanúmer eða tölvupóstfang hjá tveimur meðmælendum sem geta staðfest hæfni umsækjanda.

Umsóknarfrestur er til 08.04 2022

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dr. Viggó Marteinsson, viggo@matis.is.


Specialist in microbiology and bioinformatics

Position profile:

 • Involvement in a variety of different projects in the field of food, environmental and biotech related microbiology research
 • To apply successfully for national and international research project funding
 • Required to do office, laboratory, and occasionally field work
 • Planning and conducting experimental work and analysing data, including bioinformatic analyses
 • Managing projects, ensuring timely achievement of milestones and deliverables within an agreed budget
 • Teaching and co-supervision of students

Required qualification & skills:

 • PhD degree in Biology, Microbiology, Biotechnology, or any other relevant scientific discipline
 • Knowledge and experience in microbiological and molecular biological methods
 • Proficient at adapting and using bioinformatics pipelines
 • Excellent communication skills (oral & written) in English
 • Ability to write and submit scientific reports, publications and grant proposals
 • Creative and passionate about optimiation and problem-solving
 • Ability to work both independently and as part of different teams (within the Microbiology Group, Matís and international projects)
 • Good knowledge of bioinformatics and statistics
 • Teaching skills
 • Knowledge of Icelandic is desirable

The position is full employment (100%) and will be carried out at Matís headquarters at Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík.

With reference to Matís’ gender equality policy, all genders are encouraged to apply. Applicants should provide a curriculum vitae and motivation letter outlining their qualifications and interests. They will be required to provide the names and contact information for two professional references who can attest to the applicant‘s capabilities.

The application deadline is 08.04.2022

For further information, please contact Dr. Viggó Marteinsson,  viggo@matis.is.

is_ISIcelandic