gridtest

Fréttir

Endurnýjanleg hagkerfi á heimskautasvæðum

Út er komin bókin „Renewable Economies in the Arctic“ sem fjallar um endurnýjanleg hagkerfi á heimskautasvæðum. Starfsfólk Matís, þau Ólafur Reykdal, Rakel Halldórsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Gunnar Þórðarson og Þóra Valsdóttir eiga þátt í einum kafla bókarinnar sem fjallar um matvælaframleiðslu á heimskautasvæðum.

Í bókinni eru dregin fram sjónarhorn sérfræðinga á fjölbreyttum sviðum, svo sem hagfræði, félagsfræði, stjórnmálafræði og matvælafræði, þegar kemur að endurnýjanlegum hagkerfum. Sjónarmiðin varpa ljósi á þær sérstöku áskoranir sem heimskautasvæði standa frammi fyrir en jafnframt á tækifærin sem eru fyrir hendi til þess að nýta sjálfbærar auðlindir og blása þannig lífi í hagkerfi svæðanna.

Starfsfólk Matís var meðal höfunda að kaflanum „the Arctic as a food-producing region“ sem snýr að matvælaframleiðslu á heimskautasvæðum en þar er fjallað í stuttu máli um Ísland, Norður-Noreg og Norður-Kanada. Vert er að geta sérstaklega um kafla þar sem fjallað er um það hvernig hægt væri að ná auknu virði matvæla frá heimskautasvæðum Noregs með markvissri markaðssetningu. Byggt er á ítarlegri rannsókn sem hafa mætti til hliðsjónar á Íslandi.

Hægt er að nálgast bókina og einstaka kafla hennar í opnum aðgangi hér: Renewable Economies in the Arctic

Ritrýndar greinar

Valorisation of frozen cod (Gadus morhua) heads, captured by trawl and longline by the oceanic fleet, by enzymatic hydrolysis

In the Norwegian oceanic fleet, whitefish onboard processing creates a great amount of rest raw materials. Cod heads are nutritious and a good source for production of high-quality marine peptides. Frozen cod heads, captured by trawl or longline, were evaluated based on the lightness and redness in the neck cut to compare the quality in heads from the different fishing gears. The heads were subjected to enzymatic hydrolysis. The hydrolysates have been chemically and sensory characterized. There was no significant difference in quality or chemical and sensory characteristics based on type of fishing gear. The resulting hydrolysates were of high quality, although moderately bitter. The study demonstrates that frozen cod heads from the oceanic fleet can be an excellent source of high-quality proteins for human consumption.

Hlekkur að grein

Fréttir

Langt og náið samstarf milli vísinda og iðnaðar

Í apríl útgáfu evrópska tímaritsins Eurofish Magazine  birtist viðtal við Jónas Rúnar Viðarsson, sviðstjóra verðmætasköpunar hjá Matís.

Í greininni deilir Jónas með lesendum hans sýn á framtíð sjávarútvegs á Íslandi og hvert hlutverk Matís er við að tryggja gæði aflans.

Ný þekking, tækni og nýsköpun hefur rutt veginn að bættum gæðum sjávarafurða og er sú þróun stöðugt í gangi. Orkunýtni og sjálfbærni eru lykilatriði í hátækni sjávariðnaði í dag, bæði til að mæta þörfum viðskiptavina og til að draga úr kostnaði.

Matís hefur unnið náið með sjávarútveginum áratugum saman við þróun nýrra lausna og verkferla. Matís hefur einnig gegnt mikilvægu hlutverki í menntun framtíðar starfsfólks í iðnaðinum, bæði með kennslu í háskólum og vinnu með nemum. Tenging milli iðnaðar, vísinda, menntunar og stjórnvalda er lykillinn að farsælu samstarfi. 

Greinina í heild sinni er hægt að nálgast í Eurofish Magazine bls 63-64, og á eftirfarandi slóð:  Current issue – Eurofish Magazine.

Fréttir

NordMar verkefnin – lokaráðstefna um hafið

Í júní mun þremur verkefnum, svokölluðum NordMar verkefnum sem hafa verið í gangi frá árinu 2019, ljúka með glæsilegri lokaráðstefnu sem fram fer á Grand Hotel Reykjavík.

Verkefnin NordMar Plastic, NordMar Biorefine og NordMar Ports hófust út frá áherslumálum Norrænu Ráðherranefndarinnar þegar Ísland gegndi formennsku á árunum 2019-2021.

Fyrir frekari upplýsingar um ráðstefnuna, sendið póst á netfangið: nordmarplastic@matis.is

NordMar Plastic sem stýrt er af Sophie Jensen, verkefnastjóra hjá Matís, miðar að því að vekja athygli á og fræða almenning um plastmengun í umhverfinu auk þess að þróa og gefa út námsefni og halda viðburði sem stuðla að aukinni nýsköpun í tengslum við viðfangsefnið.

NordMar Biorefine er stýrt af Val Norðra Gunnlaugssyni, fagstjóra hjá Matís og gengur út á að meta hagkvæmni og möguleika lífmassavera fyrir bláa lífhagkerfið á Norðurlöndunum og myndun tengslanets sérfræðinga á þessu sviði auk fræðslu um tengd málefni fyrir yngri kynslóðir.

Í verkefninu NordMar Ports er áhersla lögð á að efla hafnir sem miðstöðvar nýsköpunar og orkuskipta en því verkefni er stýrt af samstarfsaðilum í Færeyjum.

Fréttir

Laurentic Forum vinnufundurinn vel heppnaður

Fimmtudaginn 19. maí síðastliðinn stóð Laurentic Forum fyrir vinnufundi um nýtingu stórþörunga (seaweed) á norðurslóðum. Fundurinn var í alla staði mjög áhugaverður og var sóttur af um 100 manns, víðsvegar að úr heiminum.

Upptökur af fundinum má nú nálgast á vefsíðu viðburðarins hér: Laurenticforum.com

Á fundinum var farið stuttlega yfir stöðu mála hvað varðar nýtingu þörunga á heimsvísu, sem og í Kanada (Nýfundnaland & Labrador), Íslandi, Færeyjum, Írlandi og Noregi.

Dagskrá fundarins var svo hljóðandi:

 • Keith Hutchings from Canadian Centre for Fisheries Innovation: Welcome
 • Paul Dobbins from WWF: Seaweed Farming as a Nature Based Solution- Opportunities and Challenges from WWF’s Perspective
 • Kate Burns from Islander Rathlin Kelp: Farmed Kelp, What Market?
 • Olavur Gregersen from Ocean Rainforest Faroe Islands: Scaling up Kelp Farming in the North Atlantic
 • Anne Marit Bjørnflaten from Oceanfood AS North Norway: Macroalgae: A New and Sustainable Aquaculture Industry with Huge Potential in the Arctic
 • Jónas R. Viðarsson from Matís Iceland: Seaweed Production on the Rise in Iceland
 • Cyr Courtourier from the Fisheries and Marine Institute of Memorial University in Newfoundland: Future Prospects for Seaweed Farming Across Canada in a Subarctic Environment
 • Q&A

Frekari upplýsingar um viðburðinn eða Laurentic Forum veitir jonas@matis.is

Fréttir

Ársskýrsla Matís 2021 er aðgengileg á vefnum

Ársskýrsla Matís fyrir árið 2021 er aðgengileg á vefnum.

Skýrslunni er skipt upp í eftirfarandi kafla og hana má skoða í heild sinni með því að smella hér.

Fréttir

Sjálfbær matvælaframleiðsla – Nýsköpun er lykillinn!

Í þessari viku hefur Nýsköpunarvikan eða Iceland Innovation Week verið haldin hátíðleg víða um borgina. Á morgun, föstudaginn 20. maí verða fjölmörg erindi á dagskrá sem snúa að nýsköpun í matvælageiranum og verður erindi Matís: Sjálfbær matvælaframleiðsla – Nýsköpun er lykillinn! þeirra á meðal.

Viðburðurinn fer fram í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýrinni, í salnum Fenjamýri á fyrstu hæð og stendur frá kl. 13:30-15:00.

Þátttaka í viðburðinum er ókeypis. verið velkomin!

Viðburðurinn samanstendur af 5 stuttum og skemmtilegum erindum sem fjalla á einn eða annan hátt um nýsköpun og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.

Dagskráin er eftirfarandi:

 • Er nýsköpun góð? Skynmat og neytendarannsóknir. – Aðalheiður Ólafsdóttir
 • Tækifæri til nýsköpunar í íslensku grænmeti – Eva Margrét Jónudóttir og Ólafur Reykdal
 • Hvernig líta próteingjafar framtíðarinnar út? -Margrét Geirsdóttir
 • Eins manns úrgangur, annars manns gull? Sjálfbær áburðarframleiðsla á Íslandi -Jónas Baldursson og Eva Margrét Jónudóttir
 • Hvernig skal tala við börn um sjálfbærni og loftslagsbreytingar? -Katrín Hulda Gunnarsdóttir

Nánar um erindin:

Aðalheiður Ólafsdóttir er algjör snillingur í öllu sem við kemur skynmati og neytendarannsóknum, enda ætlar hún að fræða gesti um hvað felst í þessum hlutum í erindi sínu í Nýsköpunarvikunni; Er nýsköpun góð?
Áhugasöm geta auk þess fengið að láta reyna á skynmatshæfileika sína!
„Það skiptir litlu máli þótt ný vara á markaði sé meinholl, laus við öll heimsins bragð- og litarefni, lífræn og sjálfbær. Ef hún bragðast eða lyktar mjög illa, þá mun henni ekki vegna vel“

Ólafur Reykdal er algjör reynslubolti þegar kemur að rannsóknum á íslensku grænmeti og korni og Eva Margrét hefur stundað matvælarannsóknir um árabil!
Þau verða með mjög svo líflegt erindi í Nýsköpunarvikunni þar sem Kahoot kemur meðal annars við sögu og fjallar um þau óteljandi tækifæri sem liggja í nýsköpun í grænmetisgeiranum!

Margrét Geirsdóttir lífefnasjení og almennur lífskúnstner vinnur nú hörðum höndum að verkefninu NextGen Proteins um próteingjafa framtíðarinnar ásamt Birgi Erni Smárasyni verkefnastjóra. Hún ætlar að fjalla um hvað er að frétta af rannsóknum á skordýrapróteini og spirulina og leyfa gestum jafnvel að smakka óhefðbundin prótein!

Jónas Baldurssson og Eva Margrét hafa síðustu misseri bókstaflega unnið að því að rannsaka kúk og skít! Fallegra væri þó auðvitað að tala um lífrænan úrgang og það gera þau almennt.
Þau ætla að sýna myndband í Tik-Tok stíl um verkefnið sitt um Sjálfbæra áburðarframleiðslu í nýsköpunarvikunni. Erindið er sérstaklega viðeigandi um þessar mundir þar sem aðstæður í heiminum eru að gera öllum erfitt fyrir að flytja áburð á milli landa.

Katrín Hulda og Justine Vanhalst vita allt um það hvernig best og sniðugast er að fræða börn og ungt fólk um þung málefni eins og loftslagsbreytingar og sjálfbærni. Í vetur hafa þær unnið að tveimur mismunandi verkefnum með börnum um allt land og meira að segja út fyrir landssteinana þar sem þær hafa virkjað þau til þess að setja á sig frumkvöðla-gleraugun og takast á við raunverulegar áskoranir – og finna raunverulegar lausnir!
Erindið þeirra í nýsköpunarvikunni snýr að afrakstri þessara verkefna.

Fylgstu með á viðburðarsíðunni á facebook hér: Innovation Week: Sjálfbær matvælaframleiðsla – Nýsköpun er lykillinn!

Fréttir

Spennandi dagskrá á North Atlantic Seafood Forum

Frá 2005 hefur North Atlantic Seafood forum (NASF) verið árviss viðburður þar sem stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi hittast í Bergen til að kynna sér helstu nýjungar og bera saman bækur. Reyndar féll viðburðurinn niður árið 2020 sökum Covid, og á síðasta ári var NASF keyrt sem netviðburður.

Að þessu sinni verður NASF haldið dagana 21. –  23. Júní og verður um svokallaðan „hybrid“ viðburð að ræða, þar sem búist er við að  um 800 manns mæti í persónu til Bergen og að allt að 1.500 manns taki þátt í gegnum netið. Dagskráin er sérlega spennandi að þessu sinni þar sem alls verða fluttir yfir 160 fyrirlestrar í 27 málstofum.

Láttu ekki þennan viðburð fram hjá þér fara!

Frá 2005 hafa stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi flykkst árlega til Bergen til að sitja ráðstefnu NASF. Markhópur þessarar þriggja daga ráðstefnu hefur jafnan verið stjórnendur í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum þ.e. tækjaframleiðendur, markaðsfyrirtæki, bankar, tryggingafélög, flutningsaðilar, ráðgjafafyrirtæki o.s.frv. Þrátt fyrir að kostnaður við þátttöku hafi verið umtalsverður hafa á milli 800 og 1.000 manns sótt viðburðinn ár hvert, sem sýnir hversu mikilvæg þessi ráðstefna er fyrir markhópinn. Á síðasta ári var NASF fært yfir á netið, sökum COVID, og þótti það takast mjög vel. Því verður NASF þetta árið haldið sem „hybrid“ viðburður. Dagskráin þetta árið er sérlega spennandi og hefur verið birt á https://nor-seafood.com/

Ef stiklað er á stóru yfir dagskrána, þá vekja eftirfarandi málstofur sérstaka athygli:

 • Global aquaculture summit
 • The post covid consumer by McKinsey
 • Aquaculture feed summit
 • Aquaculture & salmon market and production
 • Global whitefish summit
 • Global seafood transport summit
 • International shrimp summit
 • Land based fish farming
 • Pelagic industry summit

Eins og oft áður skipa Íslensk fyrirtæki og einstaklingar stóran sess í dagskránni. Þar er fyrst að nefna að Marel og Benchmark Genetics/Stofnfiskur eru meðal helstu styrktaraðila ráðstefnunnar. Þá verða eftirtaldir Íslendingar eða aðilar tengdir Íslandi á mælendaskrá:

 • Mikael Tal Grétarsson – Iclandair Cargo
 • Björn Hembre – Icelandic Salmon/Arnarlax
 • Guðmundur Gíslason – Ice Fish Farm / Fiskeldi Austfjarða
 • Kjartan Ólafsson – Icelandic Salmon/Arnarlax

Þátttaka á NASF síðustu ára hefur ekki verið á allra færi þar sem skráningargjaldið eitt og sér hefur verið nálægt 200 þús. kr. auk þess sem ferðir og uppihald í Bergen kostar sitt. Engu að síður hafa færri komist að en vilja, þar sem hér er um einstakt tækifæri til að hitta á einum stað alla helstu stjórnendur í sjávarútvegi og fiskeldi.

Nú verður öll dagskráin hins vegar einnig aðgengileg á netinu, þar sem meðal annars verður mögulegt að skipulega netfundi með öðrum þátttakendum. Ráðstefnugjaldið fyrir þá sem vilja taka þátt í persónu í Bergen er 1.490 EUR og fyrir þá sem láta netþátttöku duga er gjaldið 490 EUR. Skráning fer fram á https://nor-seafood.com/registration/ en einnig er hægt að hafa samband við Jónas R. Viðarsson hjá Matís til að semja um afslátt ef fyrirtæki vilja skrá marga þátttakendur. Þá er einnig hægt að hafa samband við Jónas til að fá frekari upplýsingar um NASF22.

Enn er möguleiki á að gerast styrktaraðilar NASF22, auk þess sem að enn er tækifæri fyrir nýsköpunar- og tæknifyrirtæki að komast að á „New horizon & technology“ hluta ráðstefnunnar. Frekari upplýsingar um styrktaraðild og NH&T má finna hér.

Fréttir

Sendiherra Bretlands heimsækir Matís

Sendiherra Bretlands á Íslandi Dr. Bryony Mathew, ásamt fríðum hóp heimsótti Matís 10. maí sl. Með henni í för voru fulltrúar Grimsby seafood cluster, Humber institute, Grimsby Fish Mecharnt Association og University of Lincoln’s – National Centre for Food Manufacturing. Þá var fulltrúum Landbúnaðarháskólans og Bændasamtakanna einnig boðið til fundarins.

Markmið heimsóknarinnar var að ræða mögulegt samstarf milli fyrirtækja og stofnanna beggja landa á sviði matvælaframleiðslu og tengdra greina. Grimsby og Humber svæðið er vagga sjávarútvegs í Bretlandi og Háskólinn í Lincoln er hvað fremstur stofnanna þar í landi á sviði rannsókna og nýsköpunar í landbúnaði og matvælavinnslu.

Bretland, og þá sér í lagi Grimsby svæðið, hefur um aldir verið háð innflutningi á fiski frá Íslandsmiðum, og að sama skapi hefur svæðið skipað stóran sess í útflutningi sjávarafurða frá Íslandi. Hið langa og farsæla samstarf þjóðanna skiptir yfirvöld landanna miklu máli og sjá þau tækifæri í að hlúa enn frekar að samvinnu á breiðum grundvelli. Því hafa stjórnvöld landanna undirritað viljayfirlýsingu um aukið samstarf á sviði sjávarútvegs. Meðal þess sem rætt var á fundinum voru tækifæri og áskoranir við að fylgja viljayfirlýsingunni eftir.

Innan Háskólans í Lincoln er starfræktur einskonar „tæknigarður“ fyrir rannsóknir og þróun matvæla. Tæknigarðurinn hefur á að skipa gífurlega sterkum innviðum og sérfræðiþekkingu á flestum sviðum matvælaframleiðslu. Má í því sambandi t.d. nefna sjálfvirkni (e. autimisation & robotics) í landbúnaði og annarri matvælavinnslu. Sköpuðust á fundinum gífurlega góðar umræður milli þátttakenda sem verður án efa fylgt eftir á komandi mánuðum.

Þökkum við Dr. Bryony Mathew og fylgdarliði kærlega fyrir komuna.

IS