Fréttir

Grænmetisbók Matís veitir upplýsingar um grænmeti frá uppskeru til neytenda

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Grænmetisbók Matís er nú öllum aðgengileg á vefsíðu Matís. Í þessari vefbók eru aðgengilegar upplýsingar um grænmeti allt frá uppskeru til þess að grænmetið kemur á borð neytenda. Fjallað er um mikilvægi innlendu grænmetisframleiðslunnar fyrir fæðuöryggi, hollustu grænmetisins, rétt geymsluskilyrði, pökkun grænmetis og hvernig hægt er að draga úr sóun á grænmeti. Áhersla er á stuttan hnitmiðaðan texta og hægt er að sækja viðbótarupplýsingar með því að smella á hlekki í textanum.

Verkefnið var styrkt af Þróunarfé garðyrkju sem er á vegum matvælaráðuneytisins. Markmið verkefnisins voru að auka þekkingu á bestu meðferð grænmetis og auka þannig gæði grænmetis á markaði og stuðla að minni sóun. Jafnframt er vonast til þess að áhugi neytenda aukist á íslensku grænmeti og hollustu þess.

Hjá Matís hafa verið unnin fjölmörg verkefni um grænmeti. Sérstaka athygli hafa vakið niðurstöður um hliðarafurðir grænmetis, pökkun grænmetis og heilsufarsleg áhrif pökkunarefna. Nú er hægt að nálgast niðurstöður verkefnanna gegnum grænmetisbókina. Ástæða er til að benda á að hægt er að nálgast upplýsingar um bestu geymsluskilyrði fyrir hinar ýmsu grænmetistegundir en vöntun hefur verið á slíkum upplýsingum. Loks má benda má að nýjar norrænar næringarráðleggingar leggja áherslu á neyslu grænmetis.   

Skýrslur

Trefjaríkt og hollt hýði? Varnarefni, þungmálmar og næringarefni í ytra og innra byrði íslensks og innflutts grænmetis og ávaxta.

Útgefið:

09/03/2023

Höfundar:

Eydís Ylfa Erlendsdóttir, Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, Natasa Desnica, Branka Borojevic

Styrkt af:

Matvælasjóður

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Almennt eru varnarefni notuð í því skyni að stuðla að árangursríkari framleiðslu ávaxta og grænmetis en geta þó verið mjög skaðleg heilsu fólks og umhverfinu.

Markmið verkefnisins var að skima afurðir á íslenskum markaði fyrir varnarefnaleifum, bera saman mælt magn í innfluttum og íslenskum afurðum og að kanna hvort munur væri á styrk varnarleifa, þungmálma og næringarefna í ytra byrði/hýði ávaxta og grænmetis í samanburði við innra byrði/aldinkjöti þess. 

166 sýni (ávextir, ber, grænmeti, salat, kryddjurtir og kornvörur) af íslenskum (42%) og innfluttum afurðum (58%) voru skimuð fyrir varnarefnaleifum. Í framhaldinu var mældur styrkur varnarefna, næringarefna og þungmálma í hýði og innra byrði afurða (n=44) .

Niðurstöðurnar voru að 49% afurða á íslenskum markaði innihéldu varnarefnaleifar, 61% innfluttra afurða og 31% íslenskra afurða. Hins vegar var styrkur þeirra í sýnum að jafnaði lágur og innan leyfilegra hámarksgilda í 94% sýna. Færri tegundir varnarefna fundust í íslensku grænmeti en í innfluttu grænmeti. Hærri styrkur varnarefnaleifa og þungmálma var í hýði ávaxta og grænmetis í samanburði við innihaldið. Þá reyndist hýði grænmetis trefjaríkara en innihaldið. Að auki var íslenskt grænmeti ríkara af stein- og snefilefnum en innflutt grænmeti.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áskoranir við pökkun grænmetis 

Útgefið:

16/02/2023

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Margeir Gissurarson, Sophie Jensen, Jónas Baldursson, Valur N. Gunnlaugsson

Styrkt af:

Matvælasjóður / Icelandic Food Innovation Fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Verkefnið Áskoranir við pökkun grænmetis var styrkt af Matvælasjóði árið 2021. Markmið verkefnisins voru að gefa yfirlit um valkosti við pökkun grænmetis og benda á væntanleg ný pökkunarefni sem geta leyst plast af hólmi. Jafnframt var verkefninu ætlað að gefa yfirlit um áhrif umbúða á umhverfi og heilsu fólks og kanna geymsluþol og gæði grænmetis fyrir mismunandi pökkun við íslenskar aðstæður.

Framlag verkefnisins verður að gera nýjustu þekkingu á pökkun grænmetis aðgengilega fyrir hagsmunaaðila á Íslandi. Með verkefninu hefur byggst upp þekking sem verður miðlað til grænmetisgeirans. Mögulegt verður að taka ákvarðanir um bestu lausnir út frá gæðum afurða og umhverfisvernd. Verkefnið var unnið í samstarfi við Deild garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands og Sölufélag garðyrkjumanna. Hluti af verkefninu var vinna við mat á kolefnisspori nokkurra garðyrkjubýla en gerð er grein fyrir þeim niðurstöðum á öðrum vettvangi. Þótt fjallað sé sérstaklega um grænmeti í þessari skýrslu, hafa viðfangsefnin almenna skírskotun og þeir sem ætla að pakka öðrum tegundum matvæla ættu að hafa gagn af skýrslunni. Vonast er til þess að verkefnið leiði til framfara við pökkun matvæla og greiði leið fyrir nýjar tegundir pökkunarefna.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Hliðarafurðir grænmetisframleiðslu / By-products from the vegetable sector

Útgefið:

07/03/2022

Höfundar:

Eva Margrét Jónudóttir, Ólafur Reykdal, Rósa Jónsdóttir

Styrkt af:

Matvælasjóður / Icelandic Food Innovation Fund

Þessi skýrsla er hluti verkefnisins „Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis.“ Meginviðfangsefni voru að kanna farvegi helstu hliðarafurða grænmetisframleiðslu á Íslandi, koma með hugmyndir að vöruþróun, leita heimilda um eiturefni sem gætu hindrað notkun í matvæli og að lokum að áætla gróflega magn þeirra hliðarafurða sem til falla á ársgrundvelli. Þar að auki voru gerðar efnamælingar á völdum hliðarafurðum.

Í skýrslunni er að finna samantekt um ályktanir og tillögur. Talið er að miklir möguleikar séu á verðmætasköpun úr þeim hliðarafurðum sem falla til við framleiðslu grænmetis á Íslandi. Ein leið til verðmætasköpunar er einangrun á lífvirkum efnum til notkunar í matvæli, fæðubótarefni og snyrtivörur. Möguleikar felast einnig í gerjun og súrsun hliðarafurða og vinnslu þeirra til íblöndunar í matvæli. Úrgangur frá garðyrkjunni þarf einnig að hafa farvegi sem leiða til nýtingar. Matvælaöryggi á alltaf að vera fyrsta viðfangsefnið þegar afurðir eru þróaðar úr hliðarafurðum. Því er nauðsynlegt að gera mælingar á óæskilegum efnum í hliðarafurðum áður en nýjar vörur eru fullþróaðar.
_____

This report is a part of the project „Improved quality, shelf-life and reduced waste in the vegetable value chain.“ The main tasks were studies of (a) current utilization of by-products from the vegetable production, (b) possible product development, (c) information on toxins in the by-products, (d) amount of available by-products. Additionally, nutrient analyses were carried out on selected by-products.

The report includes conclusions and proposals. It is concluded that there are considerable possibilities for value creation from vegetable by-products. One of the possibilities is the use of bioactive compounds from by-products for food, supplements and cosmetic products. Other possibilities are fermentation and addition of homogenized by-products to foods. Wastes from horticulture should also have routes for utilization. Food safety should always be considered when food uses of by-products are considered. Therefore, by-products should be analysed for contaminants and toxicants.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Greining á rýrnun í virðiskeðju grænmetis / Analysis of waste in the vegetable value chain

Útgefið:

10/02/2022

Höfundar:

Rakel Halldórsdóttir, Ólafur Reykdal, Valur Norðri Gunnlaugsson

Styrkt af:

Matvælasjóður / Icelandic Food Innovation Fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Viðfangefni þessarar skýrslu er umfjöllun um sóun í viðiskeðju grænmetis og leiðir til að draga úr henni. Vinnan var hluti af verkefninu Aukin gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis en verkefnið var styrkt af Matvælasjóði árið 2021.


Viðfangsefnin voru eftirfarandi: (1) Tekið var saman yfirlit um fyrirliggjandi þekkingu á matarsóun á Íslandi. (2) Athuganir voru gerðar á aðfangakeðjum og völdum verslunum. Hitastig var mælt í kælum verslana og síritar voru notaðir til að skrá hita við flutninga grænmetis. Viðkomandi aðilar hafa fengið ábendingar og haft möguleika á lagfæringum. (3) Gerð var könnun á viðhorfum til sóunar grænmetis hjá aðilum sem standa utan reksturs í virðiskeðju grænmetis. Upplýsingar allra aðila voru teknar saman og bent á lausnir og nýsköpunarmöguleika. (4) Gerð var prófun á vinnslu ósöluhæfs grænmetis og bent á ýmsar leiðir fyrir slíka nýtingu.


In this report the waste in the Icelandic vegetable value chain is discussed
and possible solutions are suggested. The work was a part of a project on
improved quality, shelf-life and reduced waste in the Icelandic value
chain.
The following aspects were studied: (1) State of knowledge regarding food
waste in Iceland. (2) Examinations and temperature measurements under
transportation of vegetables and in supermarkets. (3) Investigation of
views towards waste of vegetables. (4) Possible product development
using vegetables otherwise wasted.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Hollefni í íslensku og innfluttu grænmeti

Útgefið:

11/06/2020

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Brynja Einarsdóttir

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Hollefni í íslensku og innfluttu grænmeti

Markmiðið með verkefninu var að leggja fram gögn um hollefni í íslensku grænmeti og bera þau saman við niðurstöður fyrir innflutt grænmeti. Með hollefnum er átt við vítamín og andoxunarefni.

Tekin voru sýni af 13 tegundum grænmetis, samtals 88 sýni. Gerðar voru mælingar á víta-mínunum A-vítamíni, E-vítamíni og fólati. Af andoxunarefnum voru mæld fjölfelól ásamt ORAC- og NPPH-andoxunarvirkni. Í sumum tilfellum var meira af vítamínum í íslensku grænmeti en innfluttu og má nefna sem dæmi A-vítamín og fólat í tómötum. Mikið fólat í blómkáli og rófum vekur athygli. Andoxunarvirkni kom fram fyrir allar grænmetistegundir. Talsverð andoxunarvirkni kom fram fyrir sveppi en í þeim voru A- og E-vítamín ekki mælanleg. Þetta sýnir að fleiri efni en þessi vítamín skipta máli fyrir andoxunarvirknina og má vera að einhver mikilvæg efni séu enn óþekkt. Jafnframt voru gerðar mælingar á trefjum, próteini og fitu. Þessar niðurstöður auðvelda næringargildismerkingar. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Efling grænmetisræktar á Íslandi / Increased opportunities in Icelandic vegetable production

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Anna Lára Sigurðardóttir, Vigfús Ásbjörnsson, Sandra Rún Jóhannesdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Valgerður Lilja Jónsdóttir

Styrkt af:

Atvinnusköpun í sjávarbyggðum

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Efling grænmetisræktar á Íslandi / Increased opportunities in Icelandic vegetable production

Tilgangur þessa verkefnis var að koma augum á tækifæri í innlendri ræktun grænmetis á kostnað þess grænmetis sem innflutt er. Rannsakaðar voru aðstæður grænmetisræktenda á Íslandi og dregið upp á yfirborðið það umhverfi sem þeir búa við. Forkönnun var gerð á mögulegri kortlagningu svæða á Íslandi og leitað var eftir mögulegum upplýsingum sem til væru fyrir slíka kortagerð. Mikið af nothæfum upplýsingum fundust sem eru í eigu aðila sem vilja láta þær af hendi ef út í slíka kortagerð yrði fari Í framtíðinni. Viðamikil rannsókn var gerð á skólamötuneyti og mat sem þar er á borðum. Sú rannsókn var gerð með þeim tilgangi að koma auga á og skapa tækifæri fyrir grænmetisframleiðendur til að auka við sína framleiðslu og fullvinnslu grænmetis fyrir nýjan markhóp sem yrðu skólamötuneyti framtíðarinnar þar sem innlend framleiðsla fengi meira rými.

The purpose of this project was to discover opportunities in local production of vegetables on the cost of imported products in the same industry. The conditions for local producers in Iceland was analysed and the environment around them brought to the surface. An analyses where taken on the possibilities on producing maps for Icelandic vegetable producers where different growing conditions for vegetable production would be brought into one map for the producers to have to see different condition for different vegetable in different areas in Iceland. It was discovered that lot of data is available for such a map which will be available if a production of such a map will take place. A big research was performed on a school canteen with the purpose of discovering opportunities for local producers for entering into this type of market segment in Iceland where the local produced vegetables would get more space.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting hráefna úr jurta‐ og dýraríkinu í fiskafóður

Útgefið:

10/07/2011

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Jón Árnason, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Sjöfn Sigurgísladóttir

Styrkt af:

Starfsmenntasjóður félags‐ og tryggingamálaráðuneytisins

Nýting hráefna úr jurta‐ og dýraríkinu í fiskafóður

Fóðurkostnaður í fiskeldi er almennt um 50‐70% af rekstrarkostnaði og er mikill hluti af hráefni í fóður innfluttur. Tilgangur þessarar skýrslu er að taka saman upplýsingar um möguleika á að nýta í fiskeldisfóður innlent hráefni sem fellur til í landbúnaði og sjávarútvegi. Horft er til þess að hráefnin nýtist almennt til fiskeldis og er samantektin ekki bundin við einstakar tegundir. Mögulegt er að nota aukaafurðir frá sjávarútvegi sem fóður í fiskeldi  en hliðarafurðir úr jurtaríkinu þarf helst að meðhöndla til að lækka/eyða háu hlutfalli trefja og hækka próteininnihald. Hugsanlega má nota hliðarafurðir úr jurtaríkinu sem æti fyrir hryggleysingja, bakteríur og sveppi og framleiða þannig próteinríka afurð sem hentar í  fiskafóður.

Feed cost in aquaculture is about 50‐70% of the total cost, and most of the feed is imported. The aim of this report is to gather information about utilizing by‐ products from agriculture and fishing industry as a feed in aquaculture.   By‐products from the fishing industry can be used as feed in aquaculture but it is necessary to lower the level of fibre and increase protein in by‐ products from agriculture. This can possibly be done by using the by‐ products as feed for invertebrates, bacteria and mushrooms and produce protein rich feed for aquaculture.

Skoða skýrslu
IS