Skýrslur

Áskoranir við pökkun grænmetis 

Útgefið:

16/02/2023

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Margeir Gissurarson, Sophie Jensen, Jónas Baldursson, Valur N. Gunnlaugsson

Styrkt af:

Matvælasjóður / Icelandic Food Innovation Fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Verkefnið Áskoranir við pökkun grænmetis var styrkt af Matvælasjóði árið 2021. Markmið verkefnisins voru að gefa yfirlit um valkosti við pökkun grænmetis og benda á væntanleg ný pökkunarefni sem geta leyst plast af hólmi. Jafnframt var verkefninu ætlað að gefa yfirlit um áhrif umbúða á umhverfi og heilsu fólks og kanna geymsluþol og gæði grænmetis fyrir mismunandi pökkun við íslenskar aðstæður.

Framlag verkefnisins verður að gera nýjustu þekkingu á pökkun grænmetis aðgengilega fyrir hagsmunaaðila á Íslandi. Með verkefninu hefur byggst upp þekking sem verður miðlað til grænmetisgeirans. Mögulegt verður að taka ákvarðanir um bestu lausnir út frá gæðum afurða og umhverfisvernd. Verkefnið var unnið í samstarfi við Deild garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands og Sölufélag garðyrkjumanna. Hluti af verkefninu var vinna við mat á kolefnisspori nokkurra garðyrkjubýla en gerð er grein fyrir þeim niðurstöðum á öðrum vettvangi. Þótt fjallað sé sérstaklega um grænmeti í þessari skýrslu, hafa viðfangsefnin almenna skírskotun og þeir sem ætla að pakka öðrum tegundum matvæla ættu að hafa gagn af skýrslunni. Vonast er til þess að verkefnið leiði til framfara við pökkun matvæla og greiði leið fyrir nýjar tegundir pökkunarefna.

Skoða skýrslu