Skýrslur

Trefjaríkt og hollt hýði? Varnarefni, þungmálmar og næringarefni í ytra og innra byrði íslensks og innflutts grænmetis og ávaxta.

Útgefið:

09/03/2023

Höfundar:

Eydís Ylfa Erlendsdóttir, Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, Natasa Desnica, Branka Borojevic

Styrkt af:

Matvælasjóður

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Almennt eru varnarefni notuð í því skyni að stuðla að árangursríkari framleiðslu ávaxta og grænmetis en geta þó verið mjög skaðleg heilsu fólks og umhverfinu.

Markmið verkefnisins var að skima afurðir á íslenskum markaði fyrir varnarefnaleifum, bera saman mælt magn í innfluttum og íslenskum afurðum og að kanna hvort munur væri á styrk varnarleifa, þungmálma og næringarefna í ytra byrði/hýði ávaxta og grænmetis í samanburði við innra byrði/aldinkjöti þess. 

166 sýni (ávextir, ber, grænmeti, salat, kryddjurtir og kornvörur) af íslenskum (42%) og innfluttum afurðum (58%) voru skimuð fyrir varnarefnaleifum. Í framhaldinu var mældur styrkur varnarefna, næringarefna og þungmálma í hýði og innra byrði afurða (n=44) .

Niðurstöðurnar voru að 49% afurða á íslenskum markaði innihéldu varnarefnaleifar, 61% innfluttra afurða og 31% íslenskra afurða. Hins vegar var styrkur þeirra í sýnum að jafnaði lágur og innan leyfilegra hámarksgilda í 94% sýna. Færri tegundir varnarefna fundust í íslensku grænmeti en í innfluttu grænmeti. Hærri styrkur varnarefnaleifa og þungmálma var í hýði ávaxta og grænmetis í samanburði við innihaldið. Þá reyndist hýði grænmetis trefjaríkara en innihaldið. Að auki var íslenskt grænmeti ríkara af stein- og snefilefnum en innflutt grænmeti.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting og efnainnihald grásleppu / Utilization and composition of lumpfish

Útgefið:

01/02/2012

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Þuríður Ragnarsdóttir, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Nýting og efnainnihald grásleppu / Utilization and composition of lumpfish

Niðurstöður sem eru birtar í þessari skýrslu eru hluti verkefnisins Bætt nýting hrognkelsafurða. Á vertíðinni 2011 voru tekin sýni af grásleppu sem veidd var í Húnaflóa, Skagafirði og Skjálfanda. Einnig voru fengin sýni af slægðri grásleppu frá tveimur fyrirtækjum. Grásleppan var skorin í fimm hluta og einstakir hlutar voru vegnir. Flakanýting var að meðaltali 14% af heildarþyngd, hrogn voru 30%, lifur 3%, hryggur 6%, slóg 6% og hvelja ásamt haus og sporði 40%. Grásleppuflök voru fiturík (8‐18 g/100g) en lág í próteinum (8‐9 g/100g). Hveljan var aftur á móti fitulítil. Hrogn voru sérstaklega selenrík en þungmálmarnir kvikasilfur, kadmín og blý voru ekki mælanlegir.  

Results in this report are a part of the project Increasing utilization of lumpfish. Sampling was carried out in March to June 2011 in Húnaflói, Skagafjörður and Skjálfandi. Samples were also obtained from two companies. The lumpfish were cut into five parts and the parts were weighed. Fillets were 14% of lumpfish weight, roe were 30%, liver 3%, spine 6%, viscera 6% and skin together with head and tail 40%. Fillets were rich in fat (8‐18 g/100g) but low in proteins (8‐9 g/100g). The skin was however low in fat. Roe were very rich in selenium but the heavy metals mercury, cadmium and lead were below the quantification limits.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nordic information and communication network regarding safety of seafood products. Final Report

Útgefið:

01/03/2007

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Björn Auðunsson

Styrkt af:

NSK (strategi-reserveren), NEF(Nordisk Embedsmans komité for fiskeripolitik), IFL

Nordic information and communication network regarding safety of seafood products. Final Report

Þessi skýrsla er lokaskýrsla í verkefninu Nordic information and communication network regarding safety of seafood products, sem hófst árið 2005 og lauk formlega í árslok 2006. Í verkefninu var þróuð sameignleg Norræn vefsíða (www.seafoodnet.info) þar sem safnað er saman á einum stað viðeigandi krækjum sem innihalda upplýsingar um efnainnihald sjávarafurða, bæði óæskileg efni og einnig næringarefni. Ísland (fyrst Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og síðan Matís ohf) sá um að þróa vefsíðuna og sér um að viðhalda henni en hvert land ber ábyrgð á sínum upplýsingum og á uppfærslu þeirra. Verkefninu lauk formlega í árslok 2006, en þá var nýbúið að færa vefsíðuna í nýtt vefumsjónarkerfi, Eplica, sem einfaldar alla umsjón með vefnum og auðveldar ennfremur gestum að finna það efni sem leitað er að á honum. Vonast er til að þessar muni gera það kleift að halda vefnum “lifandi” áfram með lítilli fyrirhöfn og kostnaði.

This report is the final report in a Nordic project called “Nordic information and communication network regarding safety of seafood products and utilization of the resources from the sea”. The report contains a summary of the activities in the projects after the 2nd workshop in the project, which was held in Copenhagen, Denmark on April 21st 2006 until the project formally ended at the end of 2006. During this period the website was transferred into a new web content management system called Eplica product suite, which makes administering much easier than in the earlier version and accessing the website much more user-friendly. This was done in accordance with agreements reached at the workshop in Copenhagen. Although the project has formally ended, it is hoped that the seafoodnet.info website will continue to live for some time to come, as a common database or co-ordination of information and reporting of chemical substances, i.e. nutrients and undesirable substances in seafood. Furthermore, it was hoped that the project would be a cornerstone for further networking and innovative transnational research with the participation of scientists in the Nordic countries and EU.

Skoða skýrslu
IS