Skýrslur

Áhrif vistfræði þangs og þara á lífvirk efni þeirra og nýtingu / Ecological impact on bioactive chemicals in brown seaweeds and their utilization

Útgefið:

01/09/2015

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Ásta Heiðrún Pétursdóttir, Halldór Benediktsson, Hilma B. Eiðsdóttir, Karl Gunnarsson, Jóna Freysdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Áhrif vistfræði þangs og þara á lífvirk efni þeirra og nýtingu / Ecological impact on bioactive chemicals in brown seaweeds and their utilization

Markmið verkefnisins var að rannsaka áhrif umhverfisþátta á magn og lífvirkni fjölfenóla og fjölsykra í þangi og þara. Á þann hátt var stefnt að því til að auka þekkingu á vist- og efnafræði þessara tegunda fyrir hagkvæmari einangrun lífefna, nánari greiningu þeirra og nýtingu til lífvirknimælinga. Sýni af beltisþara, marinkjarna, bóluþangi og klóþangi voru tekin á þremur stöðum á landinu; á norðanverðu Reykjanesi, í Breiðafirði og Eskifirði, alls sex sinnum yfir árið, frá mars til júní, í ágúst og október. Þróuð var aðferð til að einangra fucoidan og laminaran fjölsykrur úr bóluþangi og klóþangi. Heildarmagn fjölfenóla var mælt í öllum sýnum en lífvirkni í völdum sýnum. Auk þess voru þungmálmar og joð mælt í völdum sýnum. Magn fjölfenóla mældist hátt í bóluþangi og klóþangi en lítið í marinkjarna og beltisþara. Andoxunarvirkni, mæld sem ORAC og í frumukerfi, var mikil í þeim sýnum sem innihéldu mikið magn fjölfenóla. Bóluþang og marinkjarni sýndu bólguhemjandi virkni. Niðurstöður verkefnisins auka verulega við þekkingu á sviði nýtingar þangs og þara. Nýtast þær vel við þróun á vinnslu þangs til manneldis sem nú stendur yfir.

The aim of the project was to study the effect of environmental factors on polyphenols and polysaccharides in seaweed. Thereby be able to better recognize the ecology and chemistry of these species for more efficient isolation of the biochemical, their further analysis and utilization in bioactive measurements. Samples of Saccharina latissima, Alaria esculenta, Ascophyllum nodosum and Fucus vesiculosus were collected at three different locations, Reykjanes, Breiðafjörður and Eskifjörður, from March till October, in total six times. Method to isolate fucoidan and laminaran polysaccharides was developed. Total polyphenol content (TPC) was measured in all samples and bioactivity in selected samples. In addition, contaminants and iodine were analysed in selected samples. The TPC was high in F. vesiculosus and A. nodosum but rather low in A. esculenta and S. latissima. The antioxidant acitivty, measured as ORAC value and in cells, was high in samples containing high amount of TPC. F. vesiculosus and A. esculenta had anti-inflammatory properties. The results of the project have increased the knowledge about the utilization of seaweed in Iceland substantially.

Skýrsla lokuð til 31.12.2017

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting og efnainnihald grásleppu / Utilization and composition of lumpfish

Útgefið:

01/02/2012

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Þuríður Ragnarsdóttir, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Nýting og efnainnihald grásleppu / Utilization and composition of lumpfish

Niðurstöður sem eru birtar í þessari skýrslu eru hluti verkefnisins Bætt nýting hrognkelsafurða. Á vertíðinni 2011 voru tekin sýni af grásleppu sem veidd var í Húnaflóa, Skagafirði og Skjálfanda. Einnig voru fengin sýni af slægðri grásleppu frá tveimur fyrirtækjum. Grásleppan var skorin í fimm hluta og einstakir hlutar voru vegnir. Flakanýting var að meðaltali 14% af heildarþyngd, hrogn voru 30%, lifur 3%, hryggur 6%, slóg 6% og hvelja ásamt haus og sporði 40%. Grásleppuflök voru fiturík (8‐18 g/100g) en lág í próteinum (8‐9 g/100g). Hveljan var aftur á móti fitulítil. Hrogn voru sérstaklega selenrík en þungmálmarnir kvikasilfur, kadmín og blý voru ekki mælanlegir.  

Results in this report are a part of the project Increasing utilization of lumpfish. Sampling was carried out in March to June 2011 in Húnaflói, Skagafjörður and Skjálfandi. Samples were also obtained from two companies. The lumpfish were cut into five parts and the parts were weighed. Fillets were 14% of lumpfish weight, roe were 30%, liver 3%, spine 6%, viscera 6% and skin together with head and tail 40%. Fillets were rich in fat (8‐18 g/100g) but low in proteins (8‐9 g/100g). The skin was however low in fat. Roe were very rich in selenium but the heavy metals mercury, cadmium and lead were below the quantification limits.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nordic information and communication network regarding safety of seafood products. Final Report

Útgefið:

01/03/2007

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Björn Auðunsson

Styrkt af:

NSK (strategi-reserveren), NEF(Nordisk Embedsmans komité for fiskeripolitik), IFL

Nordic information and communication network regarding safety of seafood products. Final Report

Þessi skýrsla er lokaskýrsla í verkefninu Nordic information and communication network regarding safety of seafood products, sem hófst árið 2005 og lauk formlega í árslok 2006. Í verkefninu var þróuð sameignleg Norræn vefsíða (www.seafoodnet.info) þar sem safnað er saman á einum stað viðeigandi krækjum sem innihalda upplýsingar um efnainnihald sjávarafurða, bæði óæskileg efni og einnig næringarefni. Ísland (fyrst Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og síðan Matís ohf) sá um að þróa vefsíðuna og sér um að viðhalda henni en hvert land ber ábyrgð á sínum upplýsingum og á uppfærslu þeirra. Verkefninu lauk formlega í árslok 2006, en þá var nýbúið að færa vefsíðuna í nýtt vefumsjónarkerfi, Eplica, sem einfaldar alla umsjón með vefnum og auðveldar ennfremur gestum að finna það efni sem leitað er að á honum. Vonast er til að þessar muni gera það kleift að halda vefnum “lifandi” áfram með lítilli fyrirhöfn og kostnaði.

This report is the final report in a Nordic project called “Nordic information and communication network regarding safety of seafood products and utilization of the resources from the sea”. The report contains a summary of the activities in the projects after the 2nd workshop in the project, which was held in Copenhagen, Denmark on April 21st 2006 until the project formally ended at the end of 2006. During this period the website was transferred into a new web content management system called Eplica product suite, which makes administering much easier than in the earlier version and accessing the website much more user-friendly. This was done in accordance with agreements reached at the workshop in Copenhagen. Although the project has formally ended, it is hoped that the seafoodnet.info website will continue to live for some time to come, as a common database or co-ordination of information and reporting of chemical substances, i.e. nutrients and undesirable substances in seafood. Furthermore, it was hoped that the project would be a cornerstone for further networking and innovative transnational research with the participation of scientists in the Nordic countries and EU.

Skoða skýrslu
IS