Skýrslur

Seaweed supplementation to mitigate methane (CH4) emissions by cattle

Útgefið:

27/09/2021

Höfundar:

Dr. Ásta H. Pétursdóttir (Matís), Dr. Helga Gunnlaugsdóttir (Matís), Natasa Desnica (Matís), Aðalheiður Ólafsdóttir (Matís), Susanne Kuenzel (University of Hohenheim), Dr. Markus Rodehutscord (University of Hohenheim), Dr. Chris Reynolds (University of Reading), Dr. David Humphries (University of Reading), James Draper (ABP).

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Niðurstöður SeaCH4NGE fela í sér ítarlega greiningu á efnasamsetningu þangs, þ.m.t þungmálma og næringarsamsetningu. Joð styrkur reyndist helsti takmarkandi þáttur varðandi þang sem fóðurbæti. Líklegt er að sú metan minnkun sem sást með tilraunum á metanframleiðslu á rannsóknarstofu (in vitro) væri vegna efnasambanda sem kallast flórótannín frekar en brómóforms sem er þekkt efni sem getur minnkað metanframleiðslu jórturdýra. In vitro skimun þangsins sýndi hóflega minnkun metans, en lægri metanframleiðsla var háð þangtegundum. Lækkunin var skammtaháð, þ.e.a.s. með því að nota meira magn af þangi mátti sjá meiri metan minnkun in vitro. Sömu tvær þangtegundirnar voru notaðar við Rusitec tilraun (in vitro) sem er mjög yfirgripsmikil greining sem veitir frekari upplýsingar. In-vivo rannsókn á kúm sýndi að fóðrun nautgripa með blöndu brúnþörunga hefur tiltölulega lítil áhrif á losun metans. Hins vegar er vitað að flórótannín hafa önnur jákvæð áhrif þegar þau eru neytt af jórturdýrum. Skýrslan inniheldur einnig könnun sem var gerð á viðhorfi breskra kúabænda til þörungagjafar og loftslagsmála.

Skýrslan er lokuð / This report is closed

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif vistfræði þangs og þara á lífvirk efni þeirra og nýtingu / Ecological impact on bioactive chemicals in brown seaweeds and their utilization

Útgefið:

01/09/2015

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Ásta Heiðrún Pétursdóttir, Halldór Benediktsson, Hilma B. Eiðsdóttir, Karl Gunnarsson, Jóna Freysdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Áhrif vistfræði þangs og þara á lífvirk efni þeirra og nýtingu / Ecological impact on bioactive chemicals in brown seaweeds and their utilization

Markmið verkefnisins var að rannsaka áhrif umhverfisþátta á magn og lífvirkni fjölfenóla og fjölsykra í þangi og þara. Á þann hátt var stefnt að því til að auka þekkingu á vist- og efnafræði þessara tegunda fyrir hagkvæmari einangrun lífefna, nánari greiningu þeirra og nýtingu til lífvirknimælinga. Sýni af beltisþara, marinkjarna, bóluþangi og klóþangi voru tekin á þremur stöðum á landinu; á norðanverðu Reykjanesi, í Breiðafirði og Eskifirði, alls sex sinnum yfir árið, frá mars til júní, í ágúst og október. Þróuð var aðferð til að einangra fucoidan og laminaran fjölsykrur úr bóluþangi og klóþangi. Heildarmagn fjölfenóla var mælt í öllum sýnum en lífvirkni í völdum sýnum. Auk þess voru þungmálmar og joð mælt í völdum sýnum. Magn fjölfenóla mældist hátt í bóluþangi og klóþangi en lítið í marinkjarna og beltisþara. Andoxunarvirkni, mæld sem ORAC og í frumukerfi, var mikil í þeim sýnum sem innihéldu mikið magn fjölfenóla. Bóluþang og marinkjarni sýndu bólguhemjandi virkni. Niðurstöður verkefnisins auka verulega við þekkingu á sviði nýtingar þangs og þara. Nýtast þær vel við þróun á vinnslu þangs til manneldis sem nú stendur yfir.

The aim of the project was to study the effect of environmental factors on polyphenols and polysaccharides in seaweed. Thereby be able to better recognize the ecology and chemistry of these species for more efficient isolation of the biochemical, their further analysis and utilization in bioactive measurements. Samples of Saccharina latissima, Alaria esculenta, Ascophyllum nodosum and Fucus vesiculosus were collected at three different locations, Reykjanes, Breiðafjörður and Eskifjörður, from March till October, in total six times. Method to isolate fucoidan and laminaran polysaccharides was developed. Total polyphenol content (TPC) was measured in all samples and bioactivity in selected samples. In addition, contaminants and iodine were analysed in selected samples. The TPC was high in F. vesiculosus and A. nodosum but rather low in A. esculenta and S. latissima. The antioxidant acitivty, measured as ORAC value and in cells, was high in samples containing high amount of TPC. F. vesiculosus and A. esculenta had anti-inflammatory properties. The results of the project have increased the knowledge about the utilization of seaweed in Iceland substantially.

Skýrsla lokuð til 31.12.2017

Skoða skýrslu
IS