Skýrslur

Seaweed supplementation to mitigate methane (CH4) emissions by cattle

Útgefið:

27/09/2021

Höfundar:

Dr. Ásta H. Pétursdóttir (Matís), Dr. Helga Gunnlaugsdóttir (Matís), Natasa Desnica (Matís), Aðalheiður Ólafsdóttir (Matís), Susanne Kuenzel (University of Hohenheim), Dr. Markus Rodehutscord (University of Hohenheim), Dr. Chris Reynolds (University of Reading), Dr. David Humphries (University of Reading), James Draper (ABP).

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Niðurstöður SeaCH4NGE fela í sér ítarlega greiningu á efnasamsetningu þangs, þ.m.t þungmálma og næringarsamsetningu. Joð styrkur reyndist helsti takmarkandi þáttur varðandi þang sem fóðurbæti. Líklegt er að sú metan minnkun sem sást með tilraunum á metanframleiðslu á rannsóknarstofu (in vitro) væri vegna efnasambanda sem kallast flórótannín frekar en brómóforms sem er þekkt efni sem getur minnkað metanframleiðslu jórturdýra. In vitro skimun þangsins sýndi hóflega minnkun metans, en lægri metanframleiðsla var háð þangtegundum. Lækkunin var skammtaháð, þ.e.a.s. með því að nota meira magn af þangi mátti sjá meiri metan minnkun in vitro. Sömu tvær þangtegundirnar voru notaðar við Rusitec tilraun (in vitro) sem er mjög yfirgripsmikil greining sem veitir frekari upplýsingar. In-vivo rannsókn á kúm sýndi að fóðrun nautgripa með blöndu brúnþörunga hefur tiltölulega lítil áhrif á losun metans. Hins vegar er vitað að flórótannín hafa önnur jákvæð áhrif þegar þau eru neytt af jórturdýrum. Skýrslan inniheldur einnig könnun sem var gerð á viðhorfi breskra kúabænda til þörungagjafar og loftslagsmála.

Skýrslan er lokuð / This report is closed

Skoða skýrslu

Skýrslur

Seaweed supplementation to mitigate methane (CH4) emissions by cattle (SeaCH4NGE-PLUS)

Útgefið:

17/09/2021

Höfundar:

Matís: Ásta H Pétursdóttir, Brynja Einarsdóttir, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Natasa Desnica, Rebecca Sim. University of Hohenheim: Susanne Kuenzel, Markus Rodehutscord, Natascha Titze, Katharina Wild.

Styrkt af:

Loftslagssjóður, Rannís

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Þessi skýrsla inniheldur helstu tilraunaniðurstöður úr verkefninu SeaCH4NGE-PLUS. Í stuttu máli sýndi skimun á efnainnihaldi u.þ.b. 20 þörungategunda sem safnað var á Íslandi 2020 og 2021, ekki fram á brómóformríkt þang, en bromoform ríkt þang getur haft metan minnkandi áhrif þegar það er gefið nautgripum. Sýni af brúnþörungum voru gjarnan há í fenólinnihaldi, sem bendir til mikils flórótanníninnihalds sem hefur verið tengt hóflegri metanlækkun. Rannsóknir á Asparagopsis þörungum. gaf til kynna að þau sýni gætu haft stutt geymsluþol, en áhrif voru minni en reiknað var með. Gerjun getur haft lítilleg jákvæð áhrif á metanframleiðslu (þ.e.a.s. dregið aðeins meira úr framleiðslu), en útdráttur af flórótannínum hafði ekki afgerandi áhrif á metanframleiðslu. Þessi skýrsla er lokuð til 31.12.2023.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr

Útgefið:

22/09/2021

Höfundar:

Ásta Heiðrún Pétursdóttir, Corentin Beaumal, Gunnar Ríkharðsson, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Nýsköpunarsjóður námsmanna

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Lagt var upp með að kanna hvort hægt væri að auka nyt mjólkurkúa með þanggjöf og kanna efnainnihald og gæði mjólkurinnar. Einnig hvort hægt væri að nýta þanggjöf sem steinefnagjafa, t.d. fyrir lífrænt fóður sem gæti leitt af sér nýja afurð á borð við joðríka mjólk og því hvatað nýsköpun í
nautgriparækt. Niðurstöður leiddu í ljós að þanggjöf gæti haft jákvæð áhrif
á mjólkurframleiðni þar sem hóparnir sem fengu þanggjöf sýndu lítilsháttar aukningu á mjólkurframleiðslu miðað við samanburðarhópinn,
en breytingin var ekki marktæk. Niðurstöður á safnsýnum sýndu að snefilefnasamsetning breyttist. Fóðurbæting með þangi gæti t.d. verið
áhugaverður kostur fyrir bændur sem hafa hug á eða stunda nú þegar
lífræna framleiðslu en áhugi á lífrænni ræktun er að aukast hjá nautgriparæktendum.

Skoða skýrslu
IS