Skýrslur

Seaweed supplementation to mitigate methane (CH4) emissions by cattle

Útgefið:

27/09/2021

Höfundar:

Dr. Ásta H. Pétursdóttir (Matís), Dr. Helga Gunnlaugsdóttir (Matís), Natasa Desnica (Matís), Aðalheiður Ólafsdóttir (Matís), Susanne Kuenzel (University of Hohenheim), Dr. Markus Rodehutscord (University of Hohenheim), Dr. Chris Reynolds (University of Reading), Dr. David Humphries (University of Reading), James Draper (ABP).

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Niðurstöður SeaCH4NGE fela í sér ítarlega greiningu á efnasamsetningu þangs, þ.m.t þungmálma og næringarsamsetningu. Joð styrkur reyndist helsti takmarkandi þáttur varðandi þang sem fóðurbæti. Líklegt er að sú metan minnkun sem sást með tilraunum á metanframleiðslu á rannsóknarstofu (in vitro) væri vegna efnasambanda sem kallast flórótannín frekar en brómóforms sem er þekkt efni sem getur minnkað metanframleiðslu jórturdýra. In vitro skimun þangsins sýndi hóflega minnkun metans, en lægri metanframleiðsla var háð þangtegundum. Lækkunin var skammtaháð, þ.e.a.s. með því að nota meira magn af þangi mátti sjá meiri metan minnkun in vitro. Sömu tvær þangtegundirnar voru notaðar við Rusitec tilraun (in vitro) sem er mjög yfirgripsmikil greining sem veitir frekari upplýsingar. In-vivo rannsókn á kúm sýndi að fóðrun nautgripa með blöndu brúnþörunga hefur tiltölulega lítil áhrif á losun metans. Hins vegar er vitað að flórótannín hafa önnur jákvæð áhrif þegar þau eru neytt af jórturdýrum. Skýrslan inniheldur einnig könnun sem var gerð á viðhorfi breskra kúabænda til þörungagjafar og loftslagsmála.

Skýrslan er lokuð / This report is closed

Skoða skýrslu

Skýrslur

Seaweed supplementation to mitigate methane (CH4) emissions by cattle (SeaCH4NGE-PLUS)

Útgefið:

17/09/2021

Höfundar:

Matís: Ásta H Pétursdóttir, Brynja Einarsdóttir, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Natasa Desnica, Rebecca Sim. University of Hohenheim: Susanne Kuenzel, Markus Rodehutscord, Natascha Titze, Katharina Wild.

Styrkt af:

Loftslagssjóður, Rannís

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Þessi skýrsla inniheldur helstu tilraunaniðurstöður úr verkefninu SeaCH4NGE-PLUS. Í stuttu máli sýndi skimun á efnainnihaldi u.þ.b. 20 þörungategunda sem safnað var á Íslandi 2020 og 2021, ekki fram á brómóformríkt þang, en bromoform ríkt þang getur haft metan minnkandi áhrif þegar það er gefið nautgripum. Sýni af brúnþörungum voru gjarnan há í fenólinnihaldi, sem bendir til mikils flórótanníninnihalds sem hefur verið tengt hóflegri metanlækkun. Rannsóknir á Asparagopsis þörungum. gaf til kynna að þau sýni gætu haft stutt geymsluþol, en áhrif voru minni en reiknað var með. Gerjun getur haft lítilleg jákvæð áhrif á metanframleiðslu (þ.e.a.s. dregið aðeins meira úr framleiðslu), en útdráttur af flórótannínum hafði ekki afgerandi áhrif á metanframleiðslu. Þessi skýrsla er lokuð til 31.12.2023.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr

Útgefið:

22/09/2021

Höfundar:

Ásta Heiðrún Pétursdóttir, Corentin Beaumal, Gunnar Ríkharðsson, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Nýsköpunarsjóður námsmanna

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Lagt var upp með að kanna hvort hægt væri að auka nyt mjólkurkúa með þanggjöf og kanna efnainnihald og gæði mjólkurinnar. Einnig hvort hægt væri að nýta þanggjöf sem steinefnagjafa, t.d. fyrir lífrænt fóður sem gæti leitt af sér nýja afurð á borð við joðríka mjólk og því hvatað nýsköpun í
nautgriparækt. Niðurstöður leiddu í ljós að þanggjöf gæti haft jákvæð áhrif
á mjólkurframleiðni þar sem hóparnir sem fengu þanggjöf sýndu lítilsháttar aukningu á mjólkurframleiðslu miðað við samanburðarhópinn,
en breytingin var ekki marktæk. Niðurstöður á safnsýnum sýndu að snefilefnasamsetning breyttist. Fóðurbæting með þangi gæti t.d. verið
áhugaverður kostur fyrir bændur sem hafa hug á eða stunda nú þegar
lífræna framleiðslu en áhugi á lífrænni ræktun er að aukast hjá nautgriparæktendum.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Afurðir úr matþörungum. Hugmyndir að vörum / Food products from seaweed

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Afurðir úr matþörungum. Hugmyndir að vörum / Food products from seaweed

Í dag eru þeir stórþörungar sem nýttir eru til matar hér við land einkum seldir þurrkaðir og verkaðir. Lítil þróun hefur verið í vinnslu og verkun þeirra til dagsins í dag. Í því markmiði að hvetja til aukinnar nýtingar og nýsköpunar á þessu sviði var upplýsingum safnað um afurðir úr stórþörungum á markaði í öðrum löndum. Það sem einkum hamlar vexti markaðar með matþörunga hér á Íslandi og í nágrannalöndunum er hvað hefðin fyrir notkun þeirra hefur verið takmörkuð við litla og afmarkaða þjóðfélagshópa. Það eru því fjölmargir neytendur sem þekkja lítið til notkunar matþörunga og hafa oftar en ekki neikvætt viðhorf til þeirra. Yfirfærsla fleiri hefðbundinna vinnsluaðferða á grænmeti yfir á þörunga og blöndun í þekktar, almennar, vörur s.s. pasta og hrísgrjón eða í tilbúna rétti getur verið leið til þess að kynna matþörunga fyrir stærri hópi neytenda.

Today seaweed exploited for food production in Iceland is mainly sold dried and/or cured according to tradition. With the aim to stimulate utilisation and innovation in the sector, information was collected on seaweed products in several countries.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gull í greipar Ægis / Antioxidants from Icelandic marine sources

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Patricia Hamaguchi, Guðrún Ólafsdóttir, Tao Wang

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Gull í greipar Ægis / Antioxidants from Icelandic marine sources

Tilgangur þessa verkefnis var að skima fyrir þráahindrandi efnum úr íslensku sjávarfangi eins og þörungum, loðnu og sviljum, til að nota sem aukefni í matvæli, markfæði eða sem fæðubótarefni. Sérstaklega beindist athyglin að mögulegri notkun fjölfenóla úr þörungum sem náttúruleg andoxunarefni til að hindra þránun í fiskafurðum og fiskvöðvapróteinum (ísólöt). Þetta var gert með því að skima fyrir andoxunarvirkni með nokkrum tegundum af andoxunarprófum. Vænlegasta andoxunarefnið var valið til að rannsaka betur andoxunareiginleika þess í fæðulíkönum, þ.e. þvegnu þorskvöðvakerfi, þorskpróteinkerfi og í fiskiborgurum. Niðurstöður sýndu meðal annars að fjölfenól úr bóluþangi (Fucus vesiculosus) hafa mikla andoxandi eiginleika og eru vænleg til notkunar sem fæðubótarefni eða í matvæli til að stuðla að auknum stöðugleika, bragðgæðum og næringargildi.

The aim of this project was to explore the natural antioxidant activity of marine sources like seaweed, capelin and cod milt to use as food additives, functional ingredients or nutritional supplements. The potential application of algal polyphenols as novel natural antioxidants to prevent lipid oxidation of fish muscle and fish protein based products was of special interest. This was done by screening for antioxidant activity using different types of antioxidant assays. The most promising antioxidants were selected and their antioxidant properties studied further in fish model systems and fish patties. The results showed that phlorotannins isolated from bladderwrack (Fucus vesiculosus) had very high antioxidant properties and has a potential as nutritional supplements or food additive to enhance oxidative stability, flavor quality and nutritional value.

Skoða skýrslu

Skýrslur

“Feitt er agnið” – beita úr aukaafurðum / Bait from fishery byproducts

Útgefið:

01/11/2007

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Soffía Vala Tryggvadóttir, Margrét Bragadóttir, Haraldur Einarsson, Höskuldur Björnsson, Sveinbjörn Jónsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

“Feitt er agnið” – beita úr aukaafurðum / Bait from fishery byproducts

Markmið verkefnisins var að þróa og framleiða samsettar beitur fyrir línuveiðar úr vannýttu hráefni með nýþróaðri snjótækni sem fengist hefur einkaleyfi fyrir. Efnasamsetning beituhráefnis og notkun þörunga sem þráavörn í beitu var skoðuð, auk þess sem framkvæmdar voru veiðitilraunir. Í tengslum við verkefnið var beitningavél hönnuð og smíðuð og tilraunir sem gerðar voru með hana vorið 2007 enduðu með 97% beitingu. Notkun þörunga sem andoxunarefni í beitu skilaði ekki miklum árangri. Beitan var töluvert þránuð strax í upphafi geymslutilraunar svo líklegast náðu þörungarnir ekki að virka sem skildi. Íshúðun með C-vítamíni virtist gefa einhverja vörn, þó svo lofttæmdar umbúðir skipti mestu máli. Töluvert af tilraunum sem voru gerðar á beitunni miðuðu að því að bera beituna saman við hefðbundna beitu úr sama efni. Yfirleitt fékkst minni afli á pokabeituna sem rekja má að hluta til geymslu, en vanda þarf meira til geymslu á pokabeitu en hefðbundinni beitu. Þessar tilraunir miða að því að athuga hvort pokabeitan virki að einhverju leyti fráhrindandi á fisk sem nálgast hana. Við túlkun á niðurstöðum verður hins vegar að hafa í huga að nota má hráefni í pokabeitu sem ekki er hægt að nýta í hefðbundna beitu, betri nýting fæst á beituhráefni og líklega er best að pokabeitan fari frosinn í sjóinn. Undir lok verkefnisins bentu veiðitilraunir til þess að pokabeita gæfi svipaða veiði og hefðbundin beita. Í síðustu veiðiferðinni sem farin var í nóvember 2006 fékkst betri ýsuafli á pokabeitu en venjulega beitu, en galli á uppsetningu tilraunar rýrir nokkuð sannleiksgildi niðurstöðunnar. Auk þess gaf C-vítamínbætt pokabeita heldur meiri afla en pokabeita án C-vítamíns.

The aim of the project was to develop and produce effective bait for long line fishing from under-utilized raw material using newly developed snow technology that has been patented. The chemical composition of bait raw material and the use of seaweed as an antioxidant in the bait were studied and fishing experiments were done. In connection with the project a baiting machine was designed and produced. Experiments using the machine gave 97% of baited hooks. The use of seaweed as an antioxidant was not successful. The antioxidant activity of the seaweed was probably limited because the bait raw material was already oxidized in the beginning of the storage study. Icing the bait with vitamin C did give some protection although the most important factor seems to be the vacuum packaging. The aim of the fishing experiment was to study the attractiveness of the artificial bait. Most of the fishing experiments were done by studding the artificial bait against the traditional bait using the same raw material. The catch was often less from the artificial bait compared to traditional bait. This can possibly be explained by lower storage stability of the artificial bait due to oxidation. Using artificial bait mainly based on waste from fish processing plants and/or pelagic fish instead of expensive traditional bait material is however promising. The latest fishing experiments showed better results given similar catch for both the artificial and traditional bait. In the last experiment in November 2006 the haddock catch was better for the artificial bait that the traditional bait although it has to be mentioned that the experimental design was incomplete. Artificial bait with vitamin C added gave also better result than the artificial bait without vitamin C.

Skoða skýrslu
IS