Fréttir

Verðmætasköpun í íslensku fiskeldi

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Hliðarstraumum í fiskeldi er að mestu skipt í tvo flokka, þ.e. K2 sem er sjálfdauður fiskur sem drepst í kvíum, og K3 sem er slóg sem fellur til við slátrun, auk hausa, hryggja og afskurðar sem fellur til við fullvinnslu. Ekki má vinna hráefni frá K2 til manneldis né í fóður fyrir dýr sem ræktuð eru til manneldis, og þess vegna þarf að líta til annarra markaða t.d. gælu- eða loðdýr. K3 getur hins vegar farið til framleiðslu til manneldis eða í fóður dýra sem neytt er af mönnum.

Um verulegt magn er að ræða sem leggst til sem hliðarafurðir við fiskeldi á Íslandi. Gert er ráð fyrir rúmlega fimm þúsund tonnum af K2 og rúmlega tvö þúsund tonnum í K3. Í dag eru þessi hráefni að mestu unnin í meltu, sem flutt er út til Noregs til frekari vinnslu í dýrafóður. Vinnsla á hliðarafurðum frá flakavinnslu hefur verið fryst  og notuð í fóðurgerð fyrir loðdýraeldi.

Sjálfdauður fiskur úr kvíum (K2) er unninn í meltu strax um borð í fóðurprömmum og afhent norskum kaupendum á staðnum um borð í flutningaskip. Vegna takmarkaðrar notkunar á þessu hráefni, eru verðmæti undir kostnaðarverði við framleiðslu á meltu. Meiri möguleikar eru á framleiðslu á á meltu úr K3, sem hægt að nýta til fóðurgerðar fyrir eldisdýr og jafnvel til manneldis sem eykur verðmæti töluvert. Samið hefur verið við kaupendur að taki þeir K2 fái þeir K3 jafnframt, án greiðslu fyrir afurðir beggja flokka.

Í þessu verkefni „Verðmætasköpun í íslensku fiskeldi“ sem að hluta var fjármagnað af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi/Matvælasjóði er bent á leiðir til að auka verðmætasköpun við meltuvinnslu. Í verkefninu var leitað leiða til að lækka kostnað og auka verðmæti við meltuframleiðslu úr hliðarstraumum fiskeldis, þar sem einkum var horft til þess að lækka flutningskostnað með því að vinna meltuna meira, taka úr henni lýsi og vatn, sem minnkar umfang og vigt við flutning og gefur tækifæri á að vinna hana í dýrari afurðir. Laxeldi á Íslandi í dag er dreift um Austurland og Vestfirði, auk þess sem umfangsmikið landeldi er í undirbúningi á a.m.k. þremur stöðum á Suðurlandi, og því mikilvægt að finna lausnir til að safna saman og flytja hliðarhráefnin frá eldi og slátrun til áframvinnslu, en töluverðan tækjabúnað þarf til þess.

Í verkefninu er velt upp mikilvægum möguleikum í nýtingu á K2 og K3 sem hingað til hefur verið kostnaður fyrir fiskeldið og gæti snúið því yfir í verðmætasköpun. Til að koma þessum hugmyndum lengra er nauðsynlegt fyrir rannsóknarsamfélagið að vinna þétt með fiskeldisfyrirtækjum og yfirvöldum sem skapa regluverkið.

  • Þykkingin er framkvæmd með gufun við undirþrýsting sem á sér stað við 30-50°C og þess vegna varðveitast eiginleikar próteina að mestu. En við þurrkun er hluti af þessum eiginleikum rýrðir vegna hás uppgufunarhita við þurrkun.
  • Í framtíðinni væri hægt að hugsa sér að nýta þykkni beint í fóðurframleiðslu og sleppa þurrkunarþrepinu sem er kostnaðarsamt (stofnkostnaðar er hár og einnig rekstrakostnaður) og ekki umhverfisvænt. Þannig væri hægt  draga úr verulega sótspori við þessa vinnslu og fóðrið yrði umhverfisvænna.

Til komast lengra er mikilvægt að þróa þessar hugmyndir í samtarfi við greinina og rannsóknasamfélagið. Einnig er mikilvægt að stjórnvöld og eftirlitsstofnanir komi að málinu til að tryggja að regluverkið gangi í takt við þarfir og kröfur allra hagaðila.

Skýrslur

Þróun á nýju bleikjufóðri // Novel enhancement of soy meal for Arctic charr diets

Útgefið:

01/08/2020

Höfundar:

Alexandra Leeper, Clara Sauphar, Margareth Øverland, Wolfgang Koppe, Jón Árnason, Gunnar Örn Kristjánsson, Stephen Knobloch, Sigurlaug Skírnisdottir, David Benhaïm

Styrkt af:

AVS funding

Fiskeldi er í hröðum vexti um allan heim og gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í að tryggja fæðuöryggi. Ísland er stærsti framleiðandi á bleikju í heiminum, en bleikja hefur mikla próteinþörf sem hefur að mestu verið mætt með fóðri sem er ríkt af fiskimjöli. Fiskimjöl er hins vegar dýr próteingjafi og því er fóðurkostnaður í bleikjueldi um 50% af framleiðslukostaði, auk þess sem fiskimjöl er takmörkuð auðlind. Það er því mikilvægt að leita nýrra próteingjafa fyrir bleikju-framleiðiendur. Einn slíkur kostur er að nota soyamjöl, sem hefur verið notað með góðum árangri í laxeldi. Það er hins vegar rannsóknir sem benda til að soyamjöl geti haft neikvæð áhrif á vöxt, þarmaflóru og almenna velferð laxfiska.

Í þessari skýrslu er fjallað um helstu niðurstöður AVS verkefnisins „þróun á nýju bleikjufóðri“, en markmið verkefnisins var að lækka fóðurkostnað og auka sjálfbærni í bleikjueldi með því að skipta fiskimjöli út fyrir soyamjöl í fóðri. Í verkefninu var einnig leitast við að öðlast skilning á áhrifum mismunandi „meðhöndlunar“ soyamjöli á vöxt, þarmaflóru og velferð bleikju.

Fjórar mismunandi tegundir fóðurs voru rannsakaðar þ.e. hefðbundið fóður með fiskimjöli (FM), með ómeðhöndluðu soyamjöli (US), með Ensím-meðhöndluðu soyamjöli (ES), og með ómeðhöndluðu soyamjöli með viðbættu góðgerlum (USP). Lifun, vöxtur, atferli og þarmaflóra bleikju sem fóðruð var í 10 vikur á áðurnefndum fjórum fóðurtegundum var síðan borin saman. Bleikjan sem gerð var tilraun á var smáfiskur á því stigi þar sem vöxtur er mikill og þarmaflóran er í mótun; og því eru áhrif fóðursins sérlega mikilvæg.

Helstu niðurstöður verkefnisins voru að fóður sem innihélt Hypro soyamjöl með viðbættum FOS góðgerlum dró verulega úr vexti, í samanburði við hinar fóðurtegundirnar. Ensím-meðhöndlaða soyamjölið, sem innihélt niðurbrotið NSPs sem virka sem góðgerlar, sem og ómeðhöndlaða soyamjölið með viðbættum góðgerlum stuðlaði að fjölbreyttari þarmaflóru og jók magn mjólkursýru baktería (LABs) sem tengt hefur verið við ónæmi gagnvart sjúkdómum og sýkingum, sem og bættri upptöku og vexti. Niðurstöður sýndu einnig að atferli fiskanna gagnvart ómeðhöndlaða soyamjölinu var umtalsvert öðruvísi en gagnvart hinum fóðurtegundunum, á þann hátt að þeir sýndu því fóðri minni áhuga.

Niðurstöðurnar benda til að viðætur á góðgerlum á þessu vaxtarstigi stuðli að jákvæðum breytingum á þarmaflóru, og geti því leitt til aukins þols við stressi og sjúkdómum síðar meir á lífsferlinum. En Þetta virðist hins vegar koma niður á vexti fiskanna. Þörf er því á frekari rannsóknum til að skera úr um hvort vöxturinn muni skila sér á seinni vaxtarstigum bleikjunnar og þá hvort lifun og aðrir jákvæðir eiginleikar aukist. Vera má að FOS góðgerlar séu ekki hentugir fyrir fiska svo snemma í þroskastigi, en svo virðist sem FOS hafi áhrif á efnaskipti og örfi þarma og ónæmiskerfið. En frekari rannsókna er þörf til að draga frekari ályktanir þar um. Ensím-meðhöndlaða soyamjölið hafði ekki sömu neikvæðu áhrif á vöxt, en breytileiki var meiri var hins vegar meiri. LABs í þarmaflóru bendir til þess að meðhöndlunin stuðli að hættri heilsu og þoli gagnvart sýkingum, án þess að það komi niður á vexti. Niðurstöðurnar benda því til þess að ensím-meðhöndlun á soyamjöli í fóður stuðli að bættri heilsu og lifun bleikju. Mikilvægt er að framtíðar rannsóknir skoði niðurstöður þessa verkefnis og beri saman við ástand þarmavefja. Einnig er mikilvægt að rannsaka frekar hvernig efnaskipti, atferli og þarmaflóra verka saman við mismunandi fóðrun á fyrri lífskeiðum, sem og hver áhrifin eru á langtíma vöxt og velferð.

Skýrslan er lokuð / This report is closed


Aquaculture is globally growing in importance as part of the solution for future food security. In Iceland one of the most important farmed species is the salmonid, Arctic Charr, and Iceland is the world´s leading producers of this cold-water, carnivorous species. Arctic Charr has a high dietary protein requirement which is traditionally provided by diets high in fish meal protein. This drives feed costs that are 50% of the total production costs and puts pressure on wild capture fisheries from which fish meal species are sourced. To facilitate the further expansion of Arctic charr aquaculture it is necessary to find less expensive and more environmentally sustainable feed ingredients. One potential alternative that is widely used in Atlantic Salmon aquaculture is soybean meal, however increasing evidence suggests that for some salmonids, untreated soybean meal can have negative consequences for the growth, gut health and welfare.

The overall aim of this study was to decrease Arctic Charr feed costs and improve the long-term sustainability of salmonid aquaculture in Iceland by replacing fish meal with untreated and treated soybean meal. This study also aimed to understand the wider consequences of untreated and treated soybean meal on the growth, gut health and welfare of Arctic Charr.

Four different diets were assessed, a fish meal control (FM), an untreated soybean meal (US), an enzyme pre-treated soybean meal (ES) and an untreated soybean meal with an added prebiotic (USP). The survival, growth performance, gut microbiome assemblage, and behaviour were of juvenile Arctic Charr fed each of these diets during a 10-week feeding trial were compared. The juvenile life stage was selected since it is a period of crucial developmental, when growth rates a very rapid, and the gut microbiome is colonising, so impact of differing diets can be obtained quickly.

The key findings of this report were that the addition of FOS prebiotic to untreated Hypro soybean meal feed treatment significantly reduced growth compared to the fish meal control when all other feed treatments including the enzyme treated soybean meal performed significantly the same as the fish meal control. The enzyme treatment of soybean meal which aimed to have a secondary benefit of the broken down NSPs acting as prebiotics, as well as the untreated soybean meal with prebiotic had higher gut microbiome diversity as well as a greater presence of Lactic Acid Bacteria (LABs) which are both associated with positive benefits such as more immune robustness and resilience to disease and infection as well as benefits for nutritional uptake and growth. There was also a notable different in behaviour where the fish fed the untreated soybean meal with added prebiotic were both shyer and less active than the fish fed any other feed treatment, indicating that they were more reactive individuals.

When the results of these different tests are viewed together this suggests that the addition of pure prebiotics at such an early developmental stage does promote beneficial changes to the gut microbiome which suggest that the fish will be more resilient to stress and disease later in life and may receive other benefits of prebiotic addition too, however at this early stage the combination with low growth performance suggests that the immune system and gut development may be stimulated but at the cost of energy being drawn away from growth. Salmonids given FOS should be followed from early development through to harvest to see if growth can be compensated and if survival or performance is in fact improved. Otherwise these results may indicate that FOS may not be suitable to apply to diets during such early stages of development, when growth curves are steep naturally. The observation that these fish were also had more reactive coping strategies suggests that the prebiotic application may also effect metabolic rate which could be linked to the stimulation of the gut and immune system, but further experimentation will be need to elucidate this and also to investigate the consequence of this altered behaviour, which could potential reduce the welfare of a intensively farmed fish. On the other hand, the enzymatic treatment of soybean meal did not show the same negative impact to early growth performance but did influence a higher diversity and LABs presence in the gut microbiome suggesting this method of threating soybean meal may bring benefits to health and resilience without as much trade-off. These enzyme-soy treated fish groups were also slightly more reactive than the control treatments, but the impact was not as pre-announced as for the prebiotic added treatment. Overall the results suggest that the best potential benefit to long term health and survival of charr when soybean meal is pre-treated with enzymes when used in the diet.

It will be extremely important in the future to combine these results with gut histology data to clarify the impact of differing treatments to internal gut morphology and health. It will also be important to further study how metabolism, behaviour and the gut microbiome interact with dietary treatments at this early development stage and what the long-term consequences for production and welfare will be.

Skýrslur

Lyfjaleifar í íslensku umhverfi

Útgefið:

31/01/2019

Höfundar:

Sophie Jensen, Helga Gunnlaugsdóttir, Hrönn Ólína Jörundsdóttir

Styrkt af:

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Lyfjaleifar í íslensku umhverfi

Markmið úttektarinnar var að meta fræðilega losun lyfja út í umhverfið (viðtaka) á Íslandi, með áherslu á strandsjó, ár og vötn. Fyrir lyf sem eru notuð fyrir menn var lagt mat á hver styrkur þessara lyfja gæti verið við fráveitu á höfuðborgarsvæðinu og tveimur völdum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir lyf sem eru notuð í landbúnaði og fiskeldi var lagt fræðilegt mat á losun lyfja frá framleiðslueiningum þar sem losunin gæti verið hvað mest. Lagt var mat á mögulegan styrk lyfjanna í viðtaka og þessi gildi borin saman við væntanlega áhættu, þar sem umhverfismörk liggja fyrir. Lyfin sem voru skoðuð og metin voru ákveðin út frá íslenskum sölutölum og áherslulista vatnatilskipunar Evrópusambandsins ásamt niðurstöðum fyrri rannsókna. Eftirtalin lyf fyrir menn voru skoðuð: estradiol, ethinylestradiol, amoxicillin, azithromycin, fluconazole, paracetamol, ibuprofen, diclofenac, metoprolol, fluoxetin, sertralin ásamt dýralyfjunum emamectin benzoat (laxalúsalyf) og prokain benzylpenicillin (sýklalyf). Fræðilegt mat bendir til að nauðsynlegt sé að rannsaka styrk ibuprofens, amoxicillins, fluoxetins, paracetamols, diclofenacs, azithromycins og sertralins nánar í viðtökum skólphreinsistöðva. Niðurstöður fyrir dýralyfin benda ekki til að hætta stafi af prokain benzylpenicillin sem notað er í svínaeldi né heldur emamectin benzoat sem notað er í fiskeldi.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun aðferðar til að meta sýkingarálag í fiskeldi / Method development to estimate infection load in aquaculture

Útgefið:

15/12/2016

Höfundar:

René Groben, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

AVS (S 15 006-15)

Tengiliður

René Groben

Verkefnastjóri

rene.groben@matis.is

Þróun aðferðar til að meta sýkingarálag í fiskeldi / Method development to estimate infection load in aquaculture

Markmið forverkefnisins var að búa til DNA þreifara sem binst við erfðaefni fisksjúkdómsvaldandi bakteríanna Flavobacterium psychrophilum og Aeromonas salmonicida,undirtegund achromogenes, sem hægt væri að skima eftir með notkun flúrljómunartækni í smásjá (FISH) og í örverugreini (flow cytometry). Einn sértækur DNA þreifari fyrir bakteríunni F. psychrophilum var búin til með samsetning tveggja og notaður með mjög góðum árangri til að skima fyrir bakteríunni með örverugreini og FISH tækni. Ekki var hægt að búa til sértæka DNA þreifara fyrir A. Salmonicida,undirtegund achromogenes, þar sem auðkennisgen (16S rDNA) hennar er of líkt öðrum Aeromans tegundum sem eru ekki sýkjandi. Nauðsynlegt verður að þróa nýja þreifara sem eru einstakir fyrir A. Salmonicida, undirtegund achromogenes. Örverugreinirinn (flow cytometry) er mjög hraðvirkt tæki til að greina bindingu sértækra DNA þreifara við örverur sem gerir tækið mjög hentugt til að greina sjúkdómsvaldandi bakteríur í vatni. Magngreining baktería með slíkri tækni er þó háð ýmsum annmörkum en hún gefur samt mjög góða vísbendingu um ástand vatnsins í eldinu svo hægt sé að meta sýkingarálagið. Niðurstöður þessa forverkefnis sýna að hægt er að meta sýkingarálag í fiskeldi á hraðvirkan hátt en nauðsynlegt er að þróa áfram og sannreyna aðferðafræðina við raunaðstæður í fiskeldi. Gert var ráð fyrir þessu í upphafi þessa forverkefnis og hafa þátttakendur sótt um framhaldsstyrk til AVS sem byggir á núverandi niðurstöðum og verður aðferðafræðin prófuð við raunaðstæður í bleikjueldi.

The aim of this proof-of-concept study was the development and application of molecular probes for the fish pathogens Flavobacterium psychrophilum and Aeromonas salmonicida subsp. achromogenes, and their detection through Fluorescence In Situ Hybridization (FISH) and flow cytometry. A combination of two species-specific FISH probes was successfully used in combination with flow cytometry to identify and detected F. psychrophilum strains. It was not possible to find specific FISH probes for A. salmonicida subsp. achromogenes. The bacterium is too similar to other Aeromonas species in its 16S rRNA gene sequence and does not contain suitably unique regions that could have been used to develop a species-specific FISH probe. Flow cytometry offers a fast detection system for FISH probes, although technological limitations make reliable quantification difficult. The system is therefore best suited as a semi-quantitative early warning system for emerging fish pathogens in water samples from aquaculture tanks. The results of this preliminary project show that it is possible to estimate the infection load for certain pathogens in aquaculture rapidly but it is necessary to develop the methodology further and test it under real aquaculture conditions. The participants have applied to AVS for new funding based on these results; to develop our rapid methodology further, expand it to more pathogens and test it under real aquaculture conditions.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Prófanir á mismunandi meðhöndlunum á netbútum í sjó til að hrinda frá ásætum / Testing of different types of impregnations and its effect on bio fouling

Útgefið:

01/10/2013

Höfundar:

Ólafur Ögmundarson, Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórðarson, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Prófanir á mismunandi meðhöndlunum á netbútum í   sjó til að hrinda frá ásætum / Testing of different types of impregnations and its effect on bio fouling

Notkun á koparoxíði í meðhöndlunarmálningu á kvíapokum sætir mikilli gagnrýni og hefur víða verið bönnuð vegna neikvæðra áhrifa á umhverfið. Innan Evrópusambandsins hefur notkunin verið sett á gráan lista vegna þessara neikvæðu áhrifa efnisins á umhverfið, en hins vegar hefur verið erfitt að banna það þar sem engin efni hafa fundist sem hrinda ásætum jafn vel frá kvíapokunum eins og koparoxíðið. Í verkefninu Norðurkví hefur verið verkþáttur þar sem leitast hefur verið eftir að finna efni sem komið gæti í stað koparoxíðsins en engin ævarandi lausn hefur fundist. Niðurstöður þessarar tilraunar eru kynntar í þessari skýrslu.

Usage of copper oxide in treating net‐bags in aquaculture is a controversial and has been banned in many countries due to its negative environmental impact. Within the EU, usage of copper oxide has been put on a grey list but not banned because no substitute treating material has been found which has the same effect in keeping algae away from the nets‐bags. The project North Cage has been looking into finding alternative solutions to copper oxide, and the conclusion of this research is drafted in this report.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting hráefna úr jurta‐ og dýraríkinu í fiskafóður

Útgefið:

10/07/2011

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Jón Árnason, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Sjöfn Sigurgísladóttir

Styrkt af:

Starfsmenntasjóður félags‐ og tryggingamálaráðuneytisins

Nýting hráefna úr jurta‐ og dýraríkinu í fiskafóður

Fóðurkostnaður í fiskeldi er almennt um 50‐70% af rekstrarkostnaði og er mikill hluti af hráefni í fóður innfluttur. Tilgangur þessarar skýrslu er að taka saman upplýsingar um möguleika á að nýta í fiskeldisfóður innlent hráefni sem fellur til í landbúnaði og sjávarútvegi. Horft er til þess að hráefnin nýtist almennt til fiskeldis og er samantektin ekki bundin við einstakar tegundir. Mögulegt er að nota aukaafurðir frá sjávarútvegi sem fóður í fiskeldi  en hliðarafurðir úr jurtaríkinu þarf helst að meðhöndla til að lækka/eyða háu hlutfalli trefja og hækka próteininnihald. Hugsanlega má nota hliðarafurðir úr jurtaríkinu sem æti fyrir hryggleysingja, bakteríur og sveppi og framleiða þannig próteinríka afurð sem hentar í  fiskafóður.

Feed cost in aquaculture is about 50‐70% of the total cost, and most of the feed is imported. The aim of this report is to gather information about utilizing by‐ products from agriculture and fishing industry as a feed in aquaculture.   By‐products from the fishing industry can be used as feed in aquaculture but it is necessary to lower the level of fibre and increase protein in by‐ products from agriculture. This can possibly be done by using the by‐ products as feed for invertebrates, bacteria and mushrooms and produce protein rich feed for aquaculture.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Skyldleiki botndýrasamfélaga í Ísafjarðardjúpi

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Þorleifur Eiríksson, Ólafur Ögmundarson, Guðmundur V. Helgason, Böðvar Þórisson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Skyldleiki botndýrasamfélaga í Ísafjarðardjúpi

Þekking á botndýralífi á grunnslóð við Ísland er lítil, bæði hvað varðar við náttúrulegar aðstæður og við álag frá t.d. fiskeldi. Þekking er einnig ábótavant hvernig botndýrasamfélagsgerðir svara álagi frá fiskeldi en ein rannsókn hefur reynt að svara því varðandi lítið álag. Til að átta sig á hvaða botndýrasamfélagsgerðir eru við náttúrulegar aðstæður og hverjar eru þegar um álag frá mengun er að ræða, þá þarf að skoða skyldleika botndýralífs innan og utan svæðis. Með því móti er hægt að átta sig á hvaða dýrahópar eru ríkjandi við svipaðar aðstæður.   Í þessari rannsókn eru notuð gögn um botndýralíf í Ísafjarðardjúpi sem er að mestu tilkomin vegna fiskeldis í fjörðunum. Einnig er gerð botndýrathugun í fjörðum sem gætu verið hentugir fyrir fiskeldi, en eru enn sem komið eru einungis undir álagi frá náttúrulegum aðstæðum.   Verkefnið er hluti af stærra verkefni „Íslenskir firðir: Náttúrulegt lífríki Ísfjarðardjúps og þolmörk mengunar“ og er það styrkt af Verkefnasjóði Sjávarútvegsins.

Knowledge about the benthic live in shallow waters around Iceland is poor, both regarding natural circumstances and when there is pressure from aquaculture. Knowledge is also poor about how benthic communities respond to pollution from aquaculture. This study shows the relations between research stations with regards to kinship between found indicative species.

Skoða skýrslu
IS