Skýrslur

Phosphorus uptake and requirement from feed and water by Atlantic salmon (Salmo salar, Linnaeus, 1758) juveniles in freshwater Recirculating Aquaculture System

Útgefið:

20/07/2023

Höfundar:

Helda Kizhakkuden Sajeev, David Sutter, Wolfgang Koppe, Sven-Ole Meiske & Georges Lamborelle

Styrkt af:

Mowi feed AS

Tengiliður

Georges Lamborelle

Stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvar

georges@matis.is

Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed

Skýrslur

Þróun aðferðar til að meta sýkingarálag í fiskeldi / Method development to estimate infection load in aquaculture

Útgefið:

15/12/2016

Höfundar:

René Groben, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

AVS (S 15 006-15)

Tengiliður

René Groben

Verkefnastjóri

rene.groben@matis.is

Þróun aðferðar til að meta sýkingarálag í fiskeldi / Method development to estimate infection load in aquaculture

Markmið forverkefnisins var að búa til DNA þreifara sem binst við erfðaefni fisksjúkdómsvaldandi bakteríanna Flavobacterium psychrophilum og Aeromonas salmonicida,undirtegund achromogenes, sem hægt væri að skima eftir með notkun flúrljómunartækni í smásjá (FISH) og í örverugreini (flow cytometry). Einn sértækur DNA þreifari fyrir bakteríunni F. psychrophilum var búin til með samsetning tveggja og notaður með mjög góðum árangri til að skima fyrir bakteríunni með örverugreini og FISH tækni. Ekki var hægt að búa til sértæka DNA þreifara fyrir A. Salmonicida,undirtegund achromogenes, þar sem auðkennisgen (16S rDNA) hennar er of líkt öðrum Aeromans tegundum sem eru ekki sýkjandi. Nauðsynlegt verður að þróa nýja þreifara sem eru einstakir fyrir A. Salmonicida, undirtegund achromogenes. Örverugreinirinn (flow cytometry) er mjög hraðvirkt tæki til að greina bindingu sértækra DNA þreifara við örverur sem gerir tækið mjög hentugt til að greina sjúkdómsvaldandi bakteríur í vatni. Magngreining baktería með slíkri tækni er þó háð ýmsum annmörkum en hún gefur samt mjög góða vísbendingu um ástand vatnsins í eldinu svo hægt sé að meta sýkingarálagið. Niðurstöður þessa forverkefnis sýna að hægt er að meta sýkingarálag í fiskeldi á hraðvirkan hátt en nauðsynlegt er að þróa áfram og sannreyna aðferðafræðina við raunaðstæður í fiskeldi. Gert var ráð fyrir þessu í upphafi þessa forverkefnis og hafa þátttakendur sótt um framhaldsstyrk til AVS sem byggir á núverandi niðurstöðum og verður aðferðafræðin prófuð við raunaðstæður í bleikjueldi.

The aim of this proof-of-concept study was the development and application of molecular probes for the fish pathogens Flavobacterium psychrophilum and Aeromonas salmonicida subsp. achromogenes, and their detection through Fluorescence In Situ Hybridization (FISH) and flow cytometry. A combination of two species-specific FISH probes was successfully used in combination with flow cytometry to identify and detected F. psychrophilum strains. It was not possible to find specific FISH probes for A. salmonicida subsp. achromogenes. The bacterium is too similar to other Aeromonas species in its 16S rRNA gene sequence and does not contain suitably unique regions that could have been used to develop a species-specific FISH probe. Flow cytometry offers a fast detection system for FISH probes, although technological limitations make reliable quantification difficult. The system is therefore best suited as a semi-quantitative early warning system for emerging fish pathogens in water samples from aquaculture tanks. The results of this preliminary project show that it is possible to estimate the infection load for certain pathogens in aquaculture rapidly but it is necessary to develop the methodology further and test it under real aquaculture conditions. The participants have applied to AVS for new funding based on these results; to develop our rapid methodology further, expand it to more pathogens and test it under real aquaculture conditions.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Prófanir á mismunandi meðhöndlunum á netbútum í sjó til að hrinda frá ásætum / Testing of different types of impregnations and its effect on bio fouling

Útgefið:

01/10/2013

Höfundar:

Ólafur Ögmundarson, Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórðarson, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Prófanir á mismunandi meðhöndlunum á netbútum í   sjó til að hrinda frá ásætum / Testing of different types of impregnations and its effect on bio fouling

Notkun á koparoxíði í meðhöndlunarmálningu á kvíapokum sætir mikilli gagnrýni og hefur víða verið bönnuð vegna neikvæðra áhrifa á umhverfið. Innan Evrópusambandsins hefur notkunin verið sett á gráan lista vegna þessara neikvæðu áhrifa efnisins á umhverfið, en hins vegar hefur verið erfitt að banna það þar sem engin efni hafa fundist sem hrinda ásætum jafn vel frá kvíapokunum eins og koparoxíðið. Í verkefninu Norðurkví hefur verið verkþáttur þar sem leitast hefur verið eftir að finna efni sem komið gæti í stað koparoxíðsins en engin ævarandi lausn hefur fundist. Niðurstöður þessarar tilraunar eru kynntar í þessari skýrslu.

Usage of copper oxide in treating net‐bags in aquaculture is a controversial and has been banned in many countries due to its negative environmental impact. Within the EU, usage of copper oxide has been put on a grey list but not banned because no substitute treating material has been found which has the same effect in keeping algae away from the nets‐bags. The project North Cage has been looking into finding alternative solutions to copper oxide, and the conclusion of this research is drafted in this report.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting hráefna úr jurta‐ og dýraríkinu í fiskafóður

Útgefið:

10/07/2011

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Jón Árnason, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Sjöfn Sigurgísladóttir

Styrkt af:

Starfsmenntasjóður félags‐ og tryggingamálaráðuneytisins

Nýting hráefna úr jurta‐ og dýraríkinu í fiskafóður

Fóðurkostnaður í fiskeldi er almennt um 50‐70% af rekstrarkostnaði og er mikill hluti af hráefni í fóður innfluttur. Tilgangur þessarar skýrslu er að taka saman upplýsingar um möguleika á að nýta í fiskeldisfóður innlent hráefni sem fellur til í landbúnaði og sjávarútvegi. Horft er til þess að hráefnin nýtist almennt til fiskeldis og er samantektin ekki bundin við einstakar tegundir. Mögulegt er að nota aukaafurðir frá sjávarútvegi sem fóður í fiskeldi  en hliðarafurðir úr jurtaríkinu þarf helst að meðhöndla til að lækka/eyða háu hlutfalli trefja og hækka próteininnihald. Hugsanlega má nota hliðarafurðir úr jurtaríkinu sem æti fyrir hryggleysingja, bakteríur og sveppi og framleiða þannig próteinríka afurð sem hentar í  fiskafóður.

Feed cost in aquaculture is about 50‐70% of the total cost, and most of the feed is imported. The aim of this report is to gather information about utilizing by‐ products from agriculture and fishing industry as a feed in aquaculture.   By‐products from the fishing industry can be used as feed in aquaculture but it is necessary to lower the level of fibre and increase protein in by‐ products from agriculture. This can possibly be done by using the by‐ products as feed for invertebrates, bacteria and mushrooms and produce protein rich feed for aquaculture.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Skyldleiki botndýrasamfélaga í Ísafjarðardjúpi

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Þorleifur Eiríksson, Ólafur Ögmundarson, Guðmundur V. Helgason, Böðvar Þórisson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Skyldleiki botndýrasamfélaga í Ísafjarðardjúpi

Þekking á botndýralífi á grunnslóð við Ísland er lítil, bæði hvað varðar við náttúrulegar aðstæður og við álag frá t.d. fiskeldi. Þekking er einnig ábótavant hvernig botndýrasamfélagsgerðir svara álagi frá fiskeldi en ein rannsókn hefur reynt að svara því varðandi lítið álag. Til að átta sig á hvaða botndýrasamfélagsgerðir eru við náttúrulegar aðstæður og hverjar eru þegar um álag frá mengun er að ræða, þá þarf að skoða skyldleika botndýralífs innan og utan svæðis. Með því móti er hægt að átta sig á hvaða dýrahópar eru ríkjandi við svipaðar aðstæður.   Í þessari rannsókn eru notuð gögn um botndýralíf í Ísafjarðardjúpi sem er að mestu tilkomin vegna fiskeldis í fjörðunum. Einnig er gerð botndýrathugun í fjörðum sem gætu verið hentugir fyrir fiskeldi, en eru enn sem komið eru einungis undir álagi frá náttúrulegum aðstæðum.   Verkefnið er hluti af stærra verkefni „Íslenskir firðir: Náttúrulegt lífríki Ísfjarðardjúps og þolmörk mengunar“ og er það styrkt af Verkefnasjóði Sjávarútvegsins.

Knowledge about the benthic live in shallow waters around Iceland is poor, both regarding natural circumstances and when there is pressure from aquaculture. Knowledge is also poor about how benthic communities respond to pollution from aquaculture. This study shows the relations between research stations with regards to kinship between found indicative species.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fituþol þorsks

Útgefið:

01/07/2008

Höfundar:

Jón Árnason, Rannveig Björnsdóttir, Helgi Thorarensen, Ingólfur Arnarson

Fituþol þorsks

Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif fituinnihalds í fóðri á vöxt og þrif í þorski af mismunandi stærð. Þekking á næringarþörfum fiska er nauðsynleg forsenda fyrir gerð fóðurs fyrir þá. Þorskar af tveimur stærðum (120 g og 600 g) voru fóðraðir (í þrítekningu) í 12 vikur á fóðri sem innihélt 10.0%, 13.5%, 21.2%, 24.5% og 27.7% fitu í þurrefni. Mismunandi fituinnihald hafði ekki áhrif á vöxt (SGR), holdstuðul (CF), flakanýtingu, fituinnihald í lifur eða fituinnihald í flökum. Í smærri fiskinum lækkaði fóðurstuðull (FCR) með aukinni fitu í fóðri. Fóðurfitan hafði ekki áhrif á fituinnihald innyfla án lifrar í smærri fiskinum(120g) en í 600 g fiski jókst fita í innyflum með auknu fituinnihaldi fóðurs. Fituinnihald hafði ekki áhrif á hlutfall slægðs þunga af heildarþunga í 600 g fiskinum en í smærri fiskinum lækkaði hlutfallið með aukinni fitu í fóðri. Lifrarhlutfall (HSI) í 600g fiski var ekki háð fituinnihaldi í fóðri, en hins vegar var jákvætt samhengi milli fóðurfitu og HSI í 120 g fiskinum. Þetta þýðir að fituþol þorsks með tilliti til lifrarhlutfalls er háð stærð fisksins.

Detailed knowledge of the nutritional requirements of fish is essential for feed formulation. The aim of this research was to investigate the effects of different lipid content in diets for Atlantic cod of different size. Cod of two size groups (initial weight 120 grams and 600 grams) were fed, in triplicate, for 12 weeks diets containing 10.0%, 13.5%, 21.2%, 24.5% and 27.7% lipid in dry matter. Different lipid content in the diet did not affect growth (SGR), condition factor (CF), fillet yield, lipid content in liver or lipid content in fillet. In the smaller fish, FCR was reduced with increased diet lipid. The lipid content in the diet did not affect the lipid content of intestines in the 120 grams fish but in the 600 grams fish there was a positive correlation between lipid content in diet and intestines. Dietary lipid did not affect gutted weight (calculated as the percentage of round weight) in the 600 grams fish but in the 120 grams fish, the percent gutted weight decreased with lipid content of the diet. The Heposomatic index (HSI) in the 600 grams fish was not affected by the lipid content of the diet but dietary lipid content significantly affected the HSI in the smaller fish. This indicates that the lipid tolerance of Atlantic cod, with respect to the effect on HSI, is size dependent.

Skoða skýrslu
IS