Áskoranir við pökkun grænmetis

Heiti verkefnis: Áskoranir við pökkun grænmetis

Samstarfsaðilar: Deild garðyrkjubænda í Bændasamtökum Íslands, Sölufélag garðyrkjumanna, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2022

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Neytendamarkaðurinn kallar á umhverfisvænar pakkningar og hávær krafa er uppi um minni notkun á plasti í virðiskeðju grænmetis. Verkefninu er ætlað að byggja upp hnitmiðaðan þekkingarpakka um valkosti fyrir pökkun grænmetis.

Verkefninu verður skipt í fjóra verkþætti: (1) Uppbygging þekkingar á pökkunaraðferðum og umbúðum fyrir grænmeti. – Matís mun leggja í vinnu við að byggja upp þekkingu á þessu sviði til að miðla henni á heildstæðan hátt til atvinnulífsins. (2) Geymsluþolsprófanir á grænmeti í mismunandi umbúðum. – Þessar prófanir verða gerðar hjá Matís í samvinnu við framleiðendur og eru þær nauðsynlegar til að fá niðurstöður fyrir íslenskar aðstæður. (3) Útreikningar á kolefnisspori grænmetis. – Deild garðyrkjubænda hefur aflað verkfæra fyrir þessa vinnu og mælingar verða framkvæmdar á vegum garðyrkjubænda. (4) Kynning. – Aðstandendur verkefnisins líta á það sem lykilatriði að miðla heildstæðum upplýsingum til atvinnulífsins. Þekkingu verður miðlað til grænmetisgeirans sem getur tekið ákvarðanir um bestu lausnir út frá gæðum og umhverfisvernd. Vefbók um pökkun matvæla verður gefin út á vefsíðu Matís.