Áskoranir við pökkun grænmetis

Heiti verkefnis: Áskoranir við pökkun grænmetis

Samstarfsaðilar: Deild garðyrkjubænda í Bændasamtökum Íslands, Sölufélag garðyrkjumanna, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2022

Þjónustuflokkur:

graenmeti-og-korn

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Neytendamarkaðurinn kallar á umhverfisvænar pakkningar og hávær krafa er uppi um minni notkun á plasti í virðiskeðju grænmetis. Verkefnið byggði upp hnitmiðaðan þekkingarpakka um valkosti fyrir pökkun grænmetis.

Verkefninu var skipt í fjóra verkþætti: (1) Uppbygging þekkingar á pökkunaraðferðum og umbúðum fyrir grænmeti. – Matís lagði í vinnu við að byggja upp þekkingu á þessu sviði til að miðla henni á heildstæðan hátt til atvinnulífsins. (2) Geymsluþolsprófanir á grænmeti í mismunandi umbúðum. – Þessar prófanir voru gerðar hjá Matís í samvinnu við framleiðendur og voru þær nauðsynlegar til að fá niðurstöður fyrir íslenskar aðstæður. (3) Útreikningar á kolefnisspori grænmetis. – Hjá deild garðyrkjubænda í Bændasamtökum Íslands var unnið við útreikninga á kolefnisspori grænmetisframleiðslu í samvinnu við garðyrkjubændur. (4) Kynning. – Aðstandendur verkefnisins líta á það sem lykilatriði að miðla heildstæðum upplýsingum til atvinnulífsins.

Vinnu við verkefnið lauk í janúar 2023. Gefin var út skýrsla með öllum niðurstöðum Matís ásamt ítarlegri umfjöllun um pökkun matvæla. Skýrsluna má nálgast hér. Niðurstöður verkefnisins hafa verið kynntar á fundum, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Umfjöllun um plast og nýjar tegundir umbúða hafa vakið mesta athygli. Starfsmenn Matís veita allar frekari upplýsingar eins og óskað verður.