Fréttir

Hönnuðir og Bændur – Skapandi nálgun á upplifunum frá Nýnorræna eldhúsinu

Nýr norrænn matur, eða Nýnorræna eldhúsið eins og það er oft kallað, er stöðugt að hefja ný samstarfsverkefni og koma sér inn á nýjan vettvang með því markmiði að sameina reynslu í matreiðslu og skapandi atvinnugreinum.

Þann 4.-6. nóvember nk. verður stefnan sett á Reykjavík þar sem alþjóðlega ráðstefnan „You Are In Control“ (YAIC) fjalla um verkefnið „Stefnumót hönnuða og bænda” sem er einn af mörgum liðum á dagskrá ráðstefnunnar sem fela í sér mat og skapandi matreiðslu.

YAIC er ráðstefna sem haldin er árlega og kannar þróun í skapandi atvinnugreinum í tónlist, listum, hönnun, fjölmiðlum, leikjum, bókmenntum, listrænni tjáningu og kvikmyndum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan verður haldin með ívafi matargerðar.

Stefnumót hönnuða og bænda er samstarfsverkefni vöruhönnuða úr Listaháskóla Íslands og bænda sem hafa þróað í sameiningu einstök matvæli byggð á hefðbundnum íslenskum vörum. Matís kom auk þess að þessu samstarfi og var hönnuðum og bændum innan handar með tæknileg atriði matvælaþróunarinnar og framleiðslunnar sem fylgdi í kjölfarið.

Á fyrstu þremur árunum samstarfsins þróaði hópurinn fjögur algjörlega ný matvæli. Þessar vörur eru frá fjórum bændum frá mismunandi landshlutum og hafa verið þróaðar og samsettar af hönnuðum og nú bornar alla saman fram á hlaðborði á ráðstefnunni. YAIC og Stefnumót hönnuða og bænda, ásamt skapandi framtaki frá matreiðslumönnum Hörpu, gefa  þátttakendum tækifæri á að njóta einstakrar matarupplifunar.

Stefnumót hönnuða og bænda verður til kynningar á ráðstefnunni, mánudaginn 5. nóvember klukkan 12:00. Í kjölfarið munu aðstandendur New Nordic Food og verkefnisins sýna verk sín. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun sækja ráðstefnuna, ásamt öðrum opinberum gestum.

Á hlaðborðinu verða meðal annars hægt að fá rúgbrauðsrúllutertu, sem er ný túlkun á rúllutertu, en einnig verður boðið upp á rabarbarakaramellu og skyrkonfekt. Þetta verður borið fram með íslenskum berjum og ávaxtadrykkjum ásamt salati hússins, sem ræktað er í garði Hörpunnar. Bjarni Gunnar Kristjánsson yfirkokkur Hörpunnar segir að hugmyndin hafi komið frá hans eigin garði þar sem hann ræktar sínar eigin jurtir og salat fyrir sumartímann. „Okkur langaði að gera tilraunir með gestum og gefa þeim tækifæri til að velja sjálf í sitt eigið salat“.

“Þetta verður örugglega fyrsta skrefið í átt að framtíðar samstarfi með nýjum alþjóðlegu og skapandi fólki. Ég held að við höfum tekið rétta ákvörðun, einstaka landið Ísland fyrir nýja skapandi norræna matarupplifun”, segir Elisabet Skylare, verkefnastjóri hjá Food and Creative Industries og New Nordic Food.

„Það er nýtt og spennandi að sjá mat sem verðmæti ásamt fjölda annarra skapandi greina eins og tónlistar, fjölmiðla, lista, bókmennta, kvikmynda, listrænnar tjáningar, hönnunar og leikja. Okkur finnst þetta frumkvæði hafa sýnt nýjar leiðir í samstarfi. Matarhefð eykur upplifun gesta en þarna mætast einnig hagsmunaaðilar úr mismunandi áttum í skapandi iðnaði“, segir  Anna Hildur, Nomex, Nordic Music Export og formaður YAIC.

Nánari upplýsingar:
You Are In Control
www.youareincontrol.is

Stefnumót hönnuða og bænda
www.designersandfarmers.com

Viðburður þessi er mögulegur vegna samstarfs YAIC, Stefnumót hönnuða og bænda, Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús, Miðstöðvar skapandi greina, Íslandsstofu og Nýs norræns matar (www.nynordiskmad.org).

Tengiliðir:
New Nordic Food, Elisabet Skylare, (+45) 2620 7579
You Are In Control,  Anna Hildur Hildibrandsdóttir, 854 5763

Skýrslur

Fiskveiðistjórnun til framtíðar / Fisheries management for the future

Útgefið:

01/11/2012

Höfundar:

Sigríður Sigurðardóttir, Sveinn Margeirsson, Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

AVS, MariFish, FP7

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Fiskveiðistjórnun til framtíðar / Fisheries management for the future

Skýrsla þessi er lokaskýrsla til AVS í verkefninu Fiskveiðistjórnun til framtíðar sem var að hluta styrkt af AVS rannsóknarsjóði. Um er að ræða doktorsverkefni Sigríðar Sigurðardóttur í iðnaðarverkfræði þar sem meginviðfangsefnið er líkangerð í fiskveiðistjórnun. Verkefnið sjálft sem er um það bil hálfnað er hluti af tveimur stærri Evrópuverkefnum, EcoFishMan og Badminton. Ekki er um hefðbundna lokaskýrslu að ræða þar sem verkefninu er ekki lokið, en niðurstöður verkþátta og nákvæma aðferðafræði verður hægt að kynna sér í áfanga- eða lokaskýrslum verkefnanna beggja þegar þær koma út. Að sama skapi er fyrirhugað að birta niðurstöður í ritrýndum greinum. Í þessari skýrslu er Evrópuverkefnunum lýst í heild, því næst er þeim verkþáttum sem styrkveiting AVS nær til lýst. Greint er frá aðferðafræði og framkvæmd. Badminton verkefnið fjallar um rannsóknir á brottkasti og ástæðum þess. Sá verkþáttur sem Fiskveiðistjórnun til framtíðar nær til fól í sér kerfisbundna greiningu á aðferðum til þess að draga úr brottkasti þar sem útkoman er nokkurs konar tól sem stjórnendur veiða geta nýtt sér við ákvarðanatöku. EcoFishMan verkefninu er ætlað að vera innlegg í endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir Evrópusambandið og er áhersla lögð á samstjórn. Sú vinna sem lýst er hér snýst um líkangerð á grásleppuveiðum á Íslandi.

This is a final report to the AVS fund in the project Fisheries management for the future, which was partly funded by the AVS research fund. The project is a part of Sigriður Sigurðardottir’s PhD in industrial engineering, where the main topic is to develop simulation modes on fisheries management. Sigriður’s PhD, which is half-way done, is a part of two larger European projects, EcoFishMan and Badminton. This report therefore only report’s on intermediate results in the larger contents. Further information will be available in reports and publications connected with EcoFishMan and Badminton. This report contains brief descriptions of the European projects and more detailed coverage of the progress, methodology and results in the work funded by AVS. Badminton is a project that focuses on the discarding problem in European waters. Fiskveiðistjórnun til framtíðar contributed to the project by analysing mitigating measures and developed a kind of a decision support tool for resource managers to assist with decision making. EcoFishMan is a project that is to contribute to the reform of the Common fisheries Policy of the EU, by implementing co-management and results-based management into European fisheries management. The part of EcoFishMan covered in this report describes simulation modelling for the Icelandic lumpfish fishery, which is a case study in EcoFishMan.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Frá köfun í maga / Gourmet Diving

Útgefið:

01/11/2012

Höfundar:

Ólafur Ögmundarson (Matís), Bjarki Sigurjónsson (Matís), Þorleifur Eiríksson (NAVE), Kristjana Einarsdóttir (NAVE), Sveinbjörn Hjálmarsson, Alan Deverell, Guðmundur Helgi Helgason (Hótel Núpur), Tobias Klose (Dive.is)

Styrkt af:

AVS V 006-11 – Átak til atvinnusköpunar

Frá köfun í maga / Gourmet Diving

Markmið verkefnisins var að undirbúa stofnun fyrirtækis með því að meta framboð og dreifingu sjávarfangs sem týnt yrði og veitt á sjávarbotni á mismunandi köfunarstöðum á Vestfjörðum. Þess konar nýting yki nýtingu og verðmæti sjávarfangs sem aflað er á strandsvæðum. Viðbótarniðurstöður af verkefninu eru auk þess vitneskja um vistfræði sjávarbotnsins sem hefur ekki verið könnuð með þessum hætti áður.

To research and evaluate the supply and distribution of edible marine organisms at various potential scuba diving sites in the Westfjords with the aim to establishing service with diving and snorkeling tours that involve collecting seafood, which can be consumed on the surface as part of a gourmet food experience.

Skoða skýrslu

Skýrslur

BADMINTON (Bycatch And Discards: Management Indicators, Trends and locatiON)

Útgefið:

01/11/2012

Höfundar:

Sveinn Margeirsson, Sigríður Sigurðardóttir, Elísabet Kemp Stefánsdóttir, Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

MariFish, Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

BADMINTON (Bycatch And Discards: Management Indicators, Trends and locatiON)

Meginmarkmið verkefnisins var að afla þekkingar um brottkast mynstur í Evrópu og meta skilvirkni aðgerða gegn brottkasti, þar með talið skilvirkni veiðarfæra. Annað markmið var að bæta aðferðir til að meta og stjórna meðafla og brottkasti. Tvær meginaðferðir voru notaðar í verkefninu. Í fyrsta lagi var notast við gögn sem var safnað undir the European Union Data Collection Regulation (2002) síðar the Data Collection Framework (2008). Þar er um að ræða gögn safnað á landsvísu þar sem eftirlitsmenn fylgjast með veiðarferð og skrá afla og brottkast. Gögn af þessu tagi hafa nokkra vel þekkta galla, það er dýrt að safna þeim og þau hafa óhjákvæmilega bjaga, en eru engu að síður mikilvæg upplýsingaveita. Í þessu verkefni voru þessi gögn sameinuð fyrir nokkur lönd innan Evrópusambandsins. Það var flókið ferli þar sem aðferðir við söfnun gagnanna var mismunandi milli landa. Sú undirbúningsvinna mun koma sér vel fyrir framtíðarverkefni, þar sem ætlunin er að nýta gögn fyrir fleiri en eitt land. Ekki er hægt að skilja hegðun manna til fullnustu með athugunum á tölulegum gögnum. Að skilja brottkast er engin undantekning þar á. Því voru einnig tekin viðtöl við hagsmunaaðila og sérfræðinga um sjónarmið þeirra á brottkast vandanum. Vonast var til að viðtölin myndu bæta við þá þekkingu sem fékkst með greiningu fyrirgreindra gagna. Þessar tvær leiðir sem verkefnið notaðist við leiddi til sömu tveggja meginniðurstaðna. Í fyrsta lagi að mikill munur er á brottkastmynstrum eftir veiðisvæðum, löndum, veiðarfærum, stærð skipa og tegundum. Það virðist sem munurinn sé mestur milli veiðisvæða og þar með að best sé að reglugerðir um brottkast séu aðlagaðar hverju svæði fyrir sig. Í öðru lagi virðist brottkast, magn, mynstur og samsetning þess, ráðast af mörgum þáttum. Sérstaklega virðast núgildandi reglugerðir (EU Common Fisheries Policy) og samspil mismunandi þátta hennar hafa mikil áhrif. Þar af leiðandi verður gagnsemi mismunandi aðferða til að minnka brottkast erfitt að meta. Miklu skiptir hvaða aðferðir eru notaðar í sameiningu.

Discarding keeps being an important issue in world fisheries; it is a way for fishers to adjust their landings to the legal and market constraints, but is largely considered as a waste of rare natural resources and as contributing to the depletion of stocks bearing a high fishing pressure. Many jurisdictions, including the European Commission, are preparing regulations to reduce or ban discards. To design effective regulations, an understanding of the extent and processes of the issue is required. The MariFish BADMINTON project aimed to build up the knowledge of discarding patterns and factors in European fisheries, evaluate the efficacy of selective devices and other discard management measures that have been implemented in the past, and improve methods to analyse, monitor, and manage bycatch and discarding. Specific objectives included the provision of discard estimates for selected European fisheries, and of appropriate indicators; the determination of the most important factors affecting discard amounts and composition; and the elaboration of integrated management approaches to the discard issue. BADMINTON relied on two types of approaches to fulfill these aims and objectives. First was the analysis of onboard observer data, since intensive collection of catch and discard data onboard commercial vessels has been undertaken in European countries under the European Union Data Collection Regulation (2002) followed and intensified by the Data Collection Framework (2008). Thus, one significant contribution of the project was to collate onboard observer data from several European Union member states, given the many differences between national onboard observer programmes sampling schemes, protocols, details of data recorded, and data storage formats. This first step paves the way towards a future better integration of national onboard observer programmes. The second approach was to conduct stakeholder interviews and expert consultation, which was meant to complement the data analyses with fisher’s perspectives on the discard issue, and to provide an integrated approach toward management. Both approaches lead to the following two broad conclusions: · Discard patterns exhibited high diversity across regions, countries, gear types, vessel sizes, and species, with variability being more pronounced among regions. Thus, discard management approaches might be devised at a regional level – consistent with the proposed regionalization of the currently discussed reform of the European Union Common Fisheries Policy. · Discards amounts, patterns, and composition, are determined by a multitude of interacting natural and human (economic and social) factors in a given place and time, and usually no simple explanations can suffice. The project has developed a number of tools, distinguished in three categories ie. · selectivity related tools · tools to appraise and understand the discarding issue · tools that can be used to assist in devising management strategies A discard management strategy should not include only a combination of discard mitigation measures; if discards are to be reduced, appropriate and consistent incentives need to be mended together.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilbúnir réttir úr saltfiski

Útgefið:

31/10/2012

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Jón Trausti Kárason

Styrkt af:

AVS-sjóðurinn

Tilbúnir réttir úr saltfiski

Markmið verkefnisins var að þróa tilbúna saltfiskrétti og saltfiskbollur. Með því að nýta meðal annars ónýtt hráefni s.s. afskurð má skapa aukin verðmæti úr sjávarfangi. Stefnt var að sölu þessara afurða á Norðurlöndunum, Spánarmarkaði og á Íslandi. Ektafiskur er með hefðbundna framleiðslu á saltfiski og eru engin aukefni notuð við framleiðsluna. Saltfiskur er þekkt afurð á Spáni og á Norðurlöndunum og hafa núverandi vörur Ektafisks fengið góðar viðtökur bæði á Spáni og á Íslandi. Til að viðhalda og/eða auka markaðshlutdeild sína er nauðsynlegt fyrir fyrirtækið að þróa vörulínu sína áfram m.t.t. krafna neytenda í dag. Þróun á saltfiskafurðum hefur verið í átt til meiri þæginda fyrir neytendur samfara breytingum á lífsmynstri á undanförnum áratugum.

The aim of the project was to develop pre-made salt-cod dishes and fishcakes. By using using un-utilized raw materials like cut-offs added value can be created. The goal was to market the products developed in this project in the Nordic countries, Spain and in Iceland. Ektafiskur produces traditional salted cod and do not use any additives. Salted cod is a known product in Spain as well as in the Nordic countries. The products from Ektafiskur have been well received both in Spain and Iceland. To maintain and/or increase its market size it is essential that Ektafiskur continue to develop new products with consumer demand in mind. The development of salted cod products has been increasingly towards consumer comfort and changes in life patterns in the last decades.

Skoða skýrslu

Fréttir

Verðmætt norrænt samstarf á sjávarútvegssviðinu

Matís tekur á margvíslegan hátt þátt í samstarfsverkefnum með hinum Norðurlöndunum. Bæði á það við um einstök verkefni þar sem koma að önnur rannsóknafyrirtæki, stofnanir og framleiðslufyrirtæki og í mörgum tilfellum leiðir Matís aðrar íslenskar stofnanir eða fyrirtæki til slíkra norrænna verkefna.

Þessi verkefni eiga ekki hvað síst við um sjávarútveg, enda grunnatvinnugrein á Íslandi og sjávarútvegur um margt líkur á Norðurlöndunum. Auk þess eru sumir fiskistofnar í Norðurhöfum deilistofnar eða flökkustofnar, sem þýðir að veiðar úr sama stofninum eru innan fleiri en einnar fiskveiðilögsögu.

Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís, situr fyrir hönd Íslands í tveimur vinnuhópum þar sem lagðar eru línur um rannsóknir og samstarf á sjávarútvegssviðinu á Norðurlöndum. Vinnuhóparnir heyra undir Norrænu ráðherranefndina. Annars vegar er um að ræða embættismannahópinn EK-FJLS sem mótar stefnu Norrænu ráðherranefndarinnar í sjávarútvegi og fiskeldi og hins vegar svokallaðan AG-Fisk starfsvettvang sem hefur umsjón með þessum verkefnum og miðlar m.a. fjármagni í formi styrkja til hinna ýmsu verkefna embættismannahópsins. Sigurjón segir þátttöku í þessu norræna samstarfi mjög mikilvæga. Í því felist verðmæti fyrir Íslendinga sem fiskveiðiþjóðar, auk þess sem aðrar þjóðir njóti þeirrar reynslu og þekkingar sem Íslendingar hafa fram að færa úr sínum sjávarútvegi. „Verkefnin í þessu norræna starfi eru fjölbreytt, lúta t.d. að nýtingu sjávarauðlinda, fiskvinnsluþróun og fiskvinnslutækni. Markmið með öllum slíkum verkefnum er auðvitað fyrst og fremst að bæta lokaafurðina, skapa aukin verðmæti sjávarfangs og skapa þannig betri stöðu á markaði. En einnig koma á okkar borð mál sem snúa að pólitískum úrlausnarefnum, svo sem nýtingu sameiginlegra fiskistofna. Grunnur að lausnum í slíkum málum liggur oft í samtali og samstarfi vísindamanna,“ segir Sigurjón.

Þrátt fyrir að íslenskur sjávarútvegur eigi margt sameiginlegt með norskum og færeyskum sjávarútvegi segir Sigurjón mikils virði að afla einnig reynslu annarra norrænna þjóða á sjávarútvegssviðinu, til að mynda Dana, Finna og Svía sem eru þátttakendur í Evrópusambandinu og sjávarútvegsstefnu þess. „Allt skilar þetta okkur árangri, bæði rannsókna-fyrirtækinu Matís, öðrum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum og í rauninni Íslandi sem framsækinni fiskveiðiþjóð,” segir Sigurjón.

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís.

Fréttir

Háskólafélag Suðurlands og Matís taka höndum saman!

Matís og Háskólafélag Suðurlands auglýsa stöðu starfsmanns á Suðurlandi. Starfsmaðurinn mun sinna jöfnum höndum verkefnum tengdum Matarsmiðju Matís á Flúðum í Hrunamannahreppi og uppbyggingu menntamála á Suðurlandi.

Nánari upplýsingar má finna hér: www.matis.is/atvinna

Fréttir

Breytileiki þorsks getur haft veruleg áhrif á gæði saltfisks og heildarnýtingu

Þriðjudaginn 23. október kl. 15:30, mun meistaraneminn Paulina Elzbieta Romotowska halda fyrirlestur hjá Matís, Vínlandsleið 12, um meistaraverkefnið sitt við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands: „Stöðugleiki fitu í þorskvöðva eftir árstímum – áhrif söltunar og koparsklóriðs (II) á oxun fitu.“

Þriðjudaginn 23. október kl. 15:30, mun meistaraneminn Paulina Elzbieta Romotowska halda fyrirlestur um meistaraverkefnið sitt við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands: „Stöðugleiki fitu í þorskvöðva eftir árstímum – áhrif söltunar og koparsklóriðs (II) á oxun fitu.“ (Seasonal variation in lipid stability of salted cod muscle – Effect of copper (II) chloride on lipid oxidation ).

Nánari upplýsingar
Meistaraprófsfyrirlestur á Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík.
Leiðbeinandi: Sigurjón Arason dósent, Kristberg Kristbergsson próf., PhD  og Kristín A. Þórarinsdóttir, verkefnastjóri PhD.
Prófdómari: Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor PhD
Staðsetning: Fundarsalur Esja (311),  23 .okt kl.15:30-16:30
Fyrirlesturinn (á ensku) verður á Matís, Fundarsalur Esja (311)  og er öllum opinn

Ágrip
Þorskur (Gadus morhua) er ein af algengustu fisktegundum í saltfiskvinnslu hér á landi. Framleiðsla á saltfiski hefur breyst mikið í tímanna rás. Meðal annars hafa vinnsluferlarnir verið gerðir markvissari.

Lögð er áhersla á að varðveita einkennandi bragð og áferð saltfisksins við flutning og geymslu. Nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós að ástand hráefnisins hefur áhrif á stöðugleika þorsks í söltunarferlinu. Breytileiki hráefnis eftir veiðisvæðum og árstímum getur haft veruleg áhrif á gæði saltfisksins og heildarnýtingu. Sveiflur í ástandi og efnasamsetningu vöðvans eru árstíðabundnar vegna breytileika í fæðuframboði og hegðun fisksins, einkum í tengslum við hrygningu. Myndun hrogna og svilja og einnig fæðan hefur mikil áhrif á eðliseiginleika þorskvöðva. Þessar breytur geta haft áhrif á stöðugleika fitu, oxunarvirkni, samsetningu fitusýru (FAC), magn fjölómettaðra fitusýra (PUFA), gulumyndun (b *) og þránun.

Markmið verkefnisins var að fylgjast með og afla upplýsinga um oxun fitu, sem á sér stað við framleiðslu og geymslu á söltuðum þorski, veiddum á mismunandi árstíma. Þránunarferli (oxun) fitu, fitusamsetning og litabreyting afurða í söltunarferli og við geymslu var mælt. Myndun á fríum fitusýrum (ffa) og breytingar á fosfólípíðum og heildarfituinnihaldi var rannsakað. Þá var styrkleiki flúrljómunar mældur til að fylgjast með niðurbroti við oxun. Niðurstöður rannsókna sýndu að árstíðabundnar breytingar hafa áhrif á stöðugleika fitu. Oxun fitu í saltfiski var meiri í þorski sem veiddist í nóvember en að vori eða sumri (mars og maí), en fitan var stöðug í söltunarferlinum í ágúst.

Niðurstöður sýna að oxun fitu í söltunarferlinum og við geymslu, eykur magn af peroxíði (PV), thiobarbituric-gildið (TBARS), hvetur gulumyndun (b * gildi), eykur innihald af fríum fitusýrum (ffa) og stuðlar að lækkun á PUFA, polyene efnis (PI), fosfólípíða og heildarinnihaldi fitu.

Í verkefninu var bætt við kopar-jónum í saltpækilinn og áhrif þeirra á oxun fitu voru rannsökuð. Niðurstöður sýndu að kopar flýtti marktækt oxun fitu í söltuðum þorski og hraðar samtímis gulumyndun við framleiðslu og geymslu.

Lykilorð: saltfiskur, árstíðabundnar sveiflur, oxun, kopar (II), geymslutími.

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason hjá Matís.

Fréttir

Matís var tilnefnt til Fjöreggsins 2012

Matís var tilnefnt fyrir Kjötbókina á rafrænu formi. Íslenska kjötbókin kom fyrst út árið 1994 og hefur verið í notkun til dagsins í dag.

Endurútgáfa bókarinnar kom út á formi vefbókar í október 2011. Miklar framfarir hafa orðið í kjötiðn og matvælafræðum og því er hér tímabært verkefni á ferðinni, sem höfðar til breiðs hóps. Í dag eru í kjötbókinni, www.kjotbokin.is, kaflar um lambakjöt, nautakjöt og hrossakjöt.

Stefnt er á útgáfu kafla um grísakjöt og fuglakjöt. Aðgangur að kjötbókinni er öllum opinn og er hann ókeypis.

Gróðrarstöðin Lambhagi ehf. hlaut Fjöreggið að þessu sinni og óskar Matís fyrirtækinu til hamingju með verðlaunin.

Nánari upplýsingar veitir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís.

Fréttir

Kafað eftir kvöldmatnum

Á hafsbotni leynist ýmis fjársjóður og fjölskrúðugt lífriki. Margt ætilegt er þar að finna en sjaldgæft er að fólk beinlínis tíni upp það sem það sér í botninum og leggi sér til munns.

Þessi upplifun er kjarninn í undirbúningsverkefninu „Frá köfun til maga” (e. “Gourmet Diving”) sem styrkt er af AVS og sem Matís hefur unnið að í sumar í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða, Núp ehf., Dive.is, Alan Deverell og síðast en ekki síst Sveinbjörn Hjálmarsson, kafara.

„Hugmyndin er sú að fara með ferðamenn í köfunarferðir á Vestfjörðum og leyfa þeim að tína upp skeljar og fleira sem hægt er að borða. Þeir myndu síðan fá matinn eldaðan af kokki frá Hótel Núpi, annaðhvort í fjöruborðinu þegar þeir koma upp úr sjóum eða þá á hótelinu. Maturinn yrði eldaður fyrir framan þá svo þeir fá að fylgjast með öllu ferlinu,“ segir Sveinbjörn og bætir við að á sumum stöðum sé eitthvað af flatfisk sem gott er að fanga með höndunum. Því geti ferðamennirnir hæglega orðið sér úti um stórar og góðar máltíðir.

Landslagið mjög breytilegt
Sveinbjörn kafaði og snorklaði á nokkrum stöðum á Vestfjörðum ásamt Bjarka Sigurjónssyni sem var sumarnemi á vegum Matís. Markmiðin voru þau að finna ætar tegundir, skoða staðhætti ofan- og neðansjávar og leggja gróft mat á það hversu mikið mætti tína á hverjum stað fyrir sig. „Þessir staðir eru aldrei eins, þó það séu kannski ekki nema hundrað metrar á milli þeirra, landslagið er svo breytilegt. Á nánast hverjum stað var eitthvað áhugavert að skoða betur, bæði fyrir augað og svo auðvitað bragðlaukana. Við fundum mikið af öðuskel, kúfskel og ígulkerum. Þá var einnig töluvert af hörpudiski, kræklingi, smyrslingi sem er skeljategund, trjónukrabba, einbúakrabba og beitukóngi, svo eitthvað sé nefnt. Ferðamennirnir myndu fá leiðbeiningar áður en farið er ofan í sjóinn um hvað megi tína og hvað ekki, auk þess sem ég myndi leiða þá áfram og benda þeim á hvað og hvar megi tína,“ segir Sveinbjörn.

Hugmynd sem varð til fyrir vestan
Ólafur Ögmundarson hjá Matís segir að hugmyndin sé mjög góð og þess vegna hafi fyrirtækið ákveðið að taka þátt í undirbúningsverkefninu sem gæti síðar meir leitt af sér stofnun fyrirtækis sem tæki að sér að fara með ferðamenn í köfunarferðir. „Í þessu tilviki kom umsóknin inn á borðið til mín og ég ákvað að sækja um styrk til þess að ráðast í verkefnið. Hlutverk okkar hefur að mestu snúið að verkefnastjórnun og framkvæmdum á rannsóknum. Bjarki vann að þessu fyrir okkar hönd og var undir handleiðslu minni og Kristjönu Einarsdóttur frá Náttúrustofu Vestfjarða,“ segir Ólafur.

„Hugmyndin byggir á meistararitgerð Alan Deverell. Hann var nemi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Því má segja að hugmyndin hafi orðið til á svæðinu og við fórum svo lengra með hana. Lokatakmarkið er svo það að Sveinbjörn geti nýtt sér lokaskýrsluna til þess að setja af stað fyrirtæki sem selur svona köfunarferðir á Vestfjörðum,“ segir Ólafur að lokum.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ögmundarson hjá Matís.

Grein þessi birtist fyrst í 7. tbl. Ægis (www.athygli.is)

IS