Fréttir

Forðabúr fjörunnar – matþörungar

Matís, Hafrannsóknastofnunin og Náttúrustofa Vesturlands boða til fundar um matþörunga til að ræða þau tækifæri og möguleika sem eru til nýtingar á þeim á Íslandi.

Markmið málþingsins er að vekja áhuga og fá fram hugmyndir að aðgerðum/verkefnum sem stuðla að framþróun í nýtingu á matþörungum hér við land. Málþingið er opið öllum, hvort sem um er að ræða fyrirtæki sem eru í vinnslu á matþörungum eða hafa hug á því, kaupendur á matþörungum eða áhugasaman almenning.

Má finna ónýtt tækifæri til verðmætasköpunar í matþörungum á Íslandi? Aukins áhuga gætir hér á landi á nýtingu matþörunga en á heimsvísu er verslun og nýting þeirra mikil og sívaxandi. Þörunga má nýta beint til matargerðar og úr þeim má einnig vinna ýmsar afurðir sem nýttar eru í matvælaiðnaði, landbúnaði, iðnaði, snyrtivöruiðnaði, læknisfræði, til framleiðslu lífvirkra efna og margt fleira. Við strendur Íslands vaxa fjölmargar tegundir þörunga og nokkrar þeirra í töluverðum mæli en nýting þeirra hefur hins vegar verið takmörkuð. Með aukinni þekkingu á vinnslu efna og matvæla úr þörungum skapast tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem annað hvort afla þörunga eða vinna úr þeim afurðir. Mikilvægt að kanna möguleika á þróun þessarar atvinnugreinar hérlendis með það að markmiði að auka fjölbreytni atvinnulífsins og auka verðmætasköpun.

Auglýsingu má finna hér.

Nánari upplýsingar: www.matis.iswww.hafro.is og www.nsv.is
Fundarstaður: Hótel Stykkishólmur
Tími: Laugardagurinn 26. febrúar 2011, kl. 13-16Aðgangur ókeypis.

Dagskrá:
Þörunganytjar á Íslandi; nýtanlegar tegundir. Karl Gunnarsson, Hafrannsóknastofnuninni
Markaður fyrir matþörunga.  Auðun Freyr Ingvarsson, Green in Blue
Þörungar sem matvæli. Þóra Valsdóttir, Matís
Hollusta, lífvirk efni í matþörungum. Rósa Jónsdóttir/Hörður Kristinsson, Matís
Umræður

Kynningar frá Íslenskri bláskel, Íslenskri hollustu, Þörungaverksmiðjunni, Íslenska Kalkþörungafélaginu, Hafkalki, Seaweed Iceland og Gullsteini auk þess sem Rúnar Marvinsson, matreiðslumeistari á Langaholti, sýnir hvernig nota megi matþörunga í matreiðslu.

Fundarstjóri Róbert A. Stefánsson, Náttúrustofu Vesturlands

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið palmi@nsv.is.

Þaraferð Irek

Fréttir

Fagur fiskur vinnur til Edduverðlauna

Hugmyndina að þáttunum átti Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís og Brynhildur Pálsdóttir.

Þættirnir „Fagur fiskur“ unnu til verðlauna á Edduhátíðinni 2011 sem Menningar- eða lífsstílsþáttur ársins. Matís framleiddi þættina ásamt Sagafilm. Hugmyndin að þáttunum kviknaði hjá Gunnþórunni Einarsdóttur matvælafræðingi hjá Matís og Brynhildi Pálsdóttur vöruhönnuði. Þær fengu Sagafilm, Svein Kjartansson matreiðslumann, Áslaugu Snorradóttur ljósmyndara og Hrafnhildi Gunnarsdóttur leikstjóra í lið með sér til þess að láta hugmyndina verða að veruleika.

Gerð þáttanna var styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.

Hægt er að nálgast uppskriftir, fróðleik og horfa á þættina á heimasíðunni www.fagurfiskur.is, einnig er hægt að kíkja á Facebook síðu þáttanna.

Nánar um Edduna 2011 hér.

Fréttir

Fræðslufundur MAST: Reglur um erfðabreytt matvæli

Matvælastofnun heldur fræðslufund um erfðabreytt matvæli þriðjudaginn 22. febrúar kl. 15:00 – 16:00. Á fundinum verður fjallað um nýja reglugerð um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og fóðurs.

Fjallað verður um hvaða matvæli og fóður falla undir reglugerðina, hverjar eru algengustu erfðabreyttu nytjaplönturnar og tekin verða dæmi um erfðabreytt matvæli unnin úr þeim.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu og nálgast upptöku af fundinum á vef MAST undir ÚTGÁFA – FRÆÐSLUFUNDIR.

Fyrirlesari:
Helga M. Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun

Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin).

Allir velkomnir!

Fréttir

Íslenskt sjávarfang er hreint og ómengað

Skýrslur Matís undanfarinna ára um niðurstöður mælinga á magni eitraðra mengunarefna í íslenskum sjávarafurðum sýna svo ekki verður um að villst að okkar íslenska sjávarfang er langt undir viðmiðunarmörkum sem gilda um þessi efni.

Undanfarna daga hefur átt sér stað umræða um eiturefni í sjávarfangi þá sérstaklega í eldislaxi og var frétt á fréttaveitu RÚV um þetta efni nú fyrir stuttu.

Niðurstöður rannsókna sýna að ætilegur hluti fisks sem veiddur er á Íslandsmiðum inniheldur mjög lítið magn af lífrænum mengunarefnum eins og díoxíni, díoxínlíkum PCB efnum og varnarefnum (skordýraeitri og plöntueitri), samanborið við þau hámörk sem Evrópulöndin hafa viðurkennt. Olía og mjöl gert úr kolmunna á það þó til að vera nálægt eða yfirstíga leyfileg mörk fyrir viss efni.

Einnig hafa verið tekin sýni af íslenskum eldisfiski til greiningar á mengunarefnum (sjá skýrslu hér).  Matís hefur sömuleiðis um árabil fylgst með innihaldi mengunarefna í íslensku sjávarfangi og birtir árlega skýrslu um niðurstöður þeirrar vöktunar á heimasíðu sinni (nýjasta hér). Árið  2010 var jafnframt gefinn út bæklingur á ensku sem kallast „Valuable facts about Icelandic seafood“. Í honum er að finna samantekt vöktunargagna frá 2003-2008 um helstu mengunarefni sem fylgst er með og niðurstöður fyrir 10 tegundir sjávarfangs bornar saman við hámarksgildi Evrópusambandsins (ESB) fyrir þessi efni (þennan bækling má nálgast með því að senda póst á matis@matis.is).

Einnig má nefna að í Noregi er fylgst náið með þessum málum í sjávarfangi og eldisafurðum samanber eftirfarandi slóð: www.nifes.no/

Allar ofannefndar heimildir og upplýsingar benda til þess að innihald díoxína og PCB sé langt undir þeim mörkum sem gerðar eru til heilnæms sjávarfangs úr Atlantshafi eða úr eldi sem stundað er á Norðurlöndum.

Myndræna framsetningu niðurstaðna vöktunarverkefnisins er hægt að nálgast á heimasíðu Matís gegnum hlekkinn „Íslenskt sjávarfang – hreint og ómengað“.

Upplýsingar um skýrslur um þetta efni má finna á www.matis.is/utgafa/matis/skyrslur/, þá nýjustu hér.

Nánari upplýsingar veitir Hrönn Ólína Jörundsdóttir og Jón Árnason

Fréttir

Matarsmiðjan á Flúðum opnar í mars

Síðustu mánuði hefur verið unnið að standsetningu aðstöðu og öflun og uppsetningu tækjabúnaðar í húsnæði Matarsmiðjunnar á Flúðum. Þá er verið að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Starfsemin mun svo hefjast í mars.  Hugmyndin með Matvælasmiðjunni er að aðstoða fólk með hugmyndir að matvælaframleiðslu með faglegri aðstoð og aðstöðu. Jafnframt lærir það um grundvalaratriði öryggis matvæla þ.m.t. að setja upp innra eftirlit og sækja um framleiðsluleyfi fyrir sína vöru til leyfisveitenda. Með þessu móti er hægt að prófa hugmyndir að framleiðslu og markaðssetja vöru án þess að leggja út í mikinn kostnað. Smiðjan er ætluð fyrir vinnslu og framleiðslu á alls konar matvælum auk fræðslu fyrir smáframleiðendur matvæla.  Þar verður aðstaða og búnaður:

  • til þurrkunar á matvælum
  • til framleiðslu á nasli
  • til niðurlagningar og niðursuðu (sultugerð, súrsun matvæla ofl.)
  • blautaðstaða til meðhöndlunar á hráefni (kjöti, grænmeti ofl.)
  • lítið tilraunaeldhús (Soðnar vörur)
  • kælir og frystir
  • til pökkunar
  • til fræðslu og námskeiðshalds

Samband verður haft við þá aðila sem þegar hafa sýnt áhuga á að vinna að hugmyndum sínum í Matarsmiðjunni á Flúðum til að ræða og skipuleggja verkefnin.   Allir sem áhuga hafa á að kynna og nýta sér ráðgjöfina og aðstöðuna á Flúðum eru hvattir til að hafa samband við starfsmann Matarsmiðjunnar Vilberg Tryggvason í síma 8585133 eða senda honum tölvupóst á netfangið vilberg.tryggvason@matis.is

Matarsmiðjan á Flúðum er í samstarfi sveitafélaganna í uppsveitum Árnessýslu, Matís ohf., Háskólafélags Suðurlands og Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þorkelsson hjá Matís.

Fréttir

Frábært andrúmsloft á Framadögum 2011

Framadagar heppnuðust ótrúlega vel og er fjöldinn sem sótt dagana í ár sá mesti í sögu þessarar hátíðar.

Vel yfir 2000 eru talin hafi sótt sýninguna í Háskólabíói og var mikil umferð um bás Matís enda hann einstaklega vel staðsettur. Mikill fjöldi nema hafði áhuga á að vita meira um Matís og í kjölfarið hefur umsóknum um sumarstarf og framtíðarstarf beinlínis rignt inn til mannauðsstjóra Matís.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá Framadögum 2011.

Framdagar 2011_2
Framdagar 2011_3
Framdagar 2011_4

Fréttir

Matís á Framadögum háskólanna

Framadagar 2011 verða haldnir nk. miðvikudag, 9. febrúar í húsakynnum Háskólabíós.

Eins og áður má gera ráð fyrir mikilli þátttöku meðal nemenda þetta árið. Eru Framadagar því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til að ná til framtíðar starfskrafta þjóðarinnar með því að kynna sig og sína starfsemi og ná þannig fram ákveðnu forskoti á samkeppnisaðila í kappinu um hæfasta starfsfólkið.

Að venju verður Matís með stóran bás og mun kynna starfsemi sína allan daginn. Framadagabækling 2011 má finna á heimasíðu Framadaga, www.framadagar.is, en þar eru nokkrar skemmtilegar auglýsingar frá Matís.

Nánari upplýsingar má fá á www.framadagar.is og hjá Jóni Hauki Arnarsyni, jon.h.arnarson@matis.is eða Steinari B. Aðalbjörnssyni, steinar.b.adalbjornsson@matis.is.

Fréttir

Fagur fiskur tilnefndur til verðlauna á Edduhátíðinni

Hugmyndina að þáttunum átti Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís og Brynhildur Pálsdóttir.

Þættirnir „Fagur fiskur“ eru tilnefndir til verðlauna á Eddunni. Matís framleiddu þættina ásamt Sagafilm. Hugmyndin að þáttunum kviknaði hjá Gunnþórunni Einarsdóttur matvælafræðingi hjá Matís og Brynhildi Pálsdóttur vöruhönnuði. Þær fengu Sagafilm, Sveinn Kjartansson matreiðslumaður, Áslaug Snorradóttir ljósmyndara, Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri í lið með sér til þess að láta hugmyndina verða að veruleika.

Gerð þáttana var styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.

Hægt er að nálgast uppskriftir, fróðleik og horfa á þættina á heimasíðunni www.fagurfiskur.is, einnig er hægt að kíkja á Facebook síðu þáttanna.

Nánar um Edduna og tilnefningar 2011 hér.

Fréttir

Skiptir máli “hvers lenskur” fiskurinn er þegar menn deila um veiðiréttindi?

Matís gefur út bækling um DNA rannsóknir á sjávardýrum.

Hjá Matís hafa verið þróaðar yfir 30 aðferðir til erfðagreininga á dýrum. Mikil þróunarvinna liggur að baki hverri greiningaraðferð þar sem reynt er að koma saman eins mörgum erfðamörkum og hægt er í eitt hvarf (multiplex). Þetta sparar bæði tíma og kostnað þegar mörg sýni eru greind. Í sumum tilfellum eru ekki til erfðamörk fyrir tegundina. Í þeim tilfellum þarf að byrja á því að þróa ný erfðamörk. Hjá Matís hafa verið þróuð ný erfðamörk fyrir margar tegundir sjávardýra (þorsk, síld, leturhumar, krækling og lax) og í öðrum tegundum hefur erfðamörkum sem þekkt eru verið breytt til að gera vinnuna hagkvæmari. Nokkrum þessara aðferða hefur verið lýst í ritrýndum vísindagreinum.

Í stofngreiningarannsóknum er skoðaður breytileiki í arfgerðum dýra frá mismunandi svæðum sbr. dæmið um þorskinn hér að framan. Alþjóðasamfélagið (t.d. Alþjóðahafrannsóknaráðið; ICES) kallar eftir upplýsingum um erfðabreytileika í stofnum. Þegar hafa verið teknar afdrifaríkar ákvarðanir byggðar á erfðafræðigögnum eins og dæmið hér á eftir um karfann sýnir (sjá kaflann Erfðafræðin sannar gildi sitt).

Í fiskveiðistjórnun er afar mikilvægt að vita hvort um breytilega stofna eða stofneiningar af ákveðinni tegund er að ræða þegar verið er að úthluta veiðileyfum. Á þessu sviði getur erfðagreining verið lykiltæki. Það er Íslendingum mjög mikilvægt að geta skilgreint þá stofna sem tilheyra Íslandi og má því flokka sem auðlind Íslendinga. Ef Ísland gengur í  Evrópusambandið er þetta enn mikilvægara en nokkru sinni. Það ætti því að vera forgangsatriði í hafrannsóknum Íslendinga að skilgreina þá erfðaauðlind sem tilheyrir landinu. Það er einnig í samræmi við alþjóðlegar samþykktir sem Ísland hefur skrifað undir að ábyrgjast varðveislu erfðaauðlinda sinna.

Bæklinginn má finna hér.

Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri Öryggis, umhverfis og erfða, veitir nánari upplýsingar. Einnig má finna viðbótar upplýsingar hér.

Skýrslur

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða

Útgefið:

01/02/2011

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Jónatan Hermannsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Vilberg Tryggvason

Styrkt af:

Aðlögunarsjóður Sambands garðyrkjubænda

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða

Ræktuð voru 4 yrki. Útsæði af Belana og Annabelle komu frá framleiðendum erlendis, útsæði af Premier og Gullauga var fengið frá Bergvini á Áshóli. Ræktunin fór fram á Korpu og var fyrst og fremst framleiðsla á hráefni fyrir vinnsluprófanir, en þó voru uppskerumælingar gerðar. Afbrigðin komu mjög mismunandi út úr vinnsluþættinum. Nýju afbrigðin Annabelle og Belana virðast henta nokkuð vel fyrir vinnslu á forsoðnum kartöflum, þó olli„nýrnalaga“ lögun Annabelle nokkrum vonbrigðum, en þessi lögun hefur ekki verið vandamál í fyrri tilraunum með þetta afbrigði. Í neytendakönnuninni greindu þátttakendur mikinn mun á milli kartöfluafbrigða og var smekkur þátttakenda misjafn. Almennt komu Annabelle kartöflurnar best út úr neytendakönnuninni.

Four different strains of potato were tested in processing of precooked potatoes. The strain Annabelle was best liked by consumers, but the kidney like shape did cause problems during processing.

Skoða skýrslu
IS