Fréttir

SAFEFOODERA heimsækir Matís

Þann 18. júní s.l. var haldinn fundur hér á landi á vegum SAFEFOODERA EraNet verkefnisins, en hér er um að ræða alþjóðlegt samstarfsverkefni sem hefur að markmiði að efla matvælaöryggi. Verkefnið heyrir undir 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins (7. RÁ ESB), en einn lykilþáttur í 7. RÁ er uppbygging Evrópska rannsóknasvæðisins (ERA).

Tæplega 50 manna hópur kom hingað til lands til að vera viðstaddur fundinn og byrjaði Íslandsheimsókn hópsins á heimsókn í aðalstöðvar Matís við Borgartún, þar sem hann fræddist m.a. um starfsemi Matís og naut kvöldhressingar með útsýni yfir sundin blá.

Meðal þeirra sem kváðu sér hljóðs við þetta tilefni var Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstóri Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og síðan Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Matís, sem bauð hópinn velkominn til landsins. Þá tóku þeir Johs Kjosbakken frá Norska rannsóknaráðinu (RCN), formaður stýrihóps SAFEFOODERA og Mads Peter Schreiber frá NICe einnig til máls. Gerðu þeir góðan róm að landi og þjóð við komuna og sögðust hlakka til dvalarinnar. Að loknum stuttum ávörpum gerðu gestirnir veitingum skil og héldu svo með áætlunarbíl áleiðis til Stykkishólms, þar sem fundurinn var haldinn.

Þess má geta að búið er að auglýsa eftir styrkumsóknum úr SAFEFOODERA verkefninu og hyggst Matís leggja inn umsóknir. Umsóknarfrestur er til 15. september 2008.

Fundur´hjá Matís í Safefoodera-verkefninu 18. júní 2008

Á myndinni eru þeir Johs Kjosbakken (tv) og Sigurgeir Þorgeirsson.

Fréttir

Rannsókn á Matís: nýting makríls sem veiðist á Íslandsmiðum

Makríll hefur hingað til ekki talist til nytjastofna á Íslandsmiðum, enda eru heimkynni hans einkum út af Austurstönd N-Ameríku, í Norðursjó, Miðjarðarhafi og Svartahafi. Á síðustu árum hafa íslensk síldveiðiskip hins vegar orðið vör við makríl í auknum mæli og hafa skipin veitt makríl í bland við norsk-íslensku síldina austur af landinu síðsumars. Makríll er mjög verðmikill fiskur og verðið er oft yfir 100 kr/kg. fyrir ferskan haustveiddan fisk í vinnslu og fyrir frosinn slægðan fisk veiddan yfir sumartímann. Á Matís er nú að fara af stað verkefni sem kallast Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum.

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera mælingar á lögun, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Stefnt er að því að afrakstur verkefnisins verði sjófrystar íslenskar makrílafurðir en þær hafa ekki verið framleiddar hingað til.
 
Útgerðir munu geta nýtt sér niðurstöður verkefnisins sem stuðning ef þær hyggjast hefja makrílveiðar með síldveiðum hér við land, einnig mun þetta verkefni undirbúa útgerðirnar ef vaxandi makrílgengd á Íslandsmiðum reynist til langframa.

Verkefnisstjóri er Ragnheiður Sveinþórsdóttir.

Fréttir

Búið að opna formlega annað kallið í SAFEFOODERA

Meðfylgjandi eru rannsóknaráherslurnar og umsóknarleiðbeiningar. Alls eru 6 milljón evrur í pottinum. Lesið meira til að kynna ykkur nánari upplýsingar um helstu rannsóknaráherslur.

Rannsóknaráherslur:

  • DETECTION OF TRACES OF ALLERGENS IN FOOD
  • BIOACTIVE INGREDIENTS: Safety of bioactive ingredients in functional foods
  • CHEMICAL FOOD CONTAMINANTS
  • EMERGING RISK: Effects [Consequences] of climate change on [for] feed and food safety
  • GMO: Development of screening methods of GMO
  • MRSA: The zoonotic potential of methicillin-resistant Staphylococcus aureus (MRSA) – antibiotic resistance and non-typable (NT) strains
  • RISK-BENEFIT ANALYSIS
  • RISK ASSESSMENT OF FOOD-BORNE PATHOGENS
  • TRACEABILITY

TIME SCHEDULE

20th of June 2008: SAFEFOODERA 2nd Call officially announced

15th of September 2008: Deadline for proposal submission (17:00 Brussels time)

1st of March 2009: Latest date for project start

Leiðbeiningar fyrir væntanlega umsækjendur er að finna hér 

SAFEFOODERA logo

Fréttir

Nýtt, athyglisvert verkefni á Matís

Á Matís er að hefjast vinna við verkefni sem ber heitið: “Nýr vinnsluferill fyrir framleiðslu á Lútfiski”. Verkefnið er styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi og verður unnið með Fram Foods sem er með stóra markaðshlutdeild á lútfiski á Norðurlöndunum.

Lútfiskur er mjög sérstök afurð sem byggir á aldagömlum aðferðum og hefðum við varðveislu hráefnis. Hráefnið er þurrkað niður í um 15-16% raka og er um 80% nýtingartap við þurrkunina. Þurrkaða hráefnið er geymt fram á haust þar til vinnsla fer fram sem er frá lokum september og fram í miðjan desember. Í hefbundnu vinnsluferli eru flökin lögð í bleyti, svo lútuð og skoluð sem veldur því að þyngd flakanna margfaldast. Við lútun hækkar sýrustig vörunnar mikið og geta þau því dregið í sig mikið vatn sem er skýringin á útþenslu fisksins við lútunina.  Að lokum eru flökin þverskorin í stykki og pakkað í 1 kg lofttæmdar einingar. 
 
Sumir telja að lútfiskur sé frá tímum Víkinga, á meðan aðrir telja að lútfiskur hafi fyrst skotið upp kollinum á 16 öld í Hollandi og fljótlega fundið sér leið til Norðurlanda þar sem neyslan er mest nú til dags.  Heildarmarkaðurinn á Norðurlöndum fyrir lútfisk er talin vera 5200 tonn.  Þar af eru 2200 tonn af þorski í Noregi, 2500 tonn af löngu í Svíþjóð og 500 tonn af löngu í Finnlandi.  Neyslan er hefðbundin og nánast einungis um jólaleitið, en eitthvað er borðað af lútfiski um páskana.  Við neyslu eru fiskstykkin soðin og borin fram með soðnum kartöflum, jafningi og grænum baunum, ekki ósvipað hangikjötsmeðlæti.  Fiskurinn er sem slíkur með mjög sérstaka áferð sem líkist soðinni eggjahvítu og er bragðlítill eftir verkunina og eitthvað er um að bragðgjafar s.s sinnep eða beikon sé bætt í sósuna, eða sem meðlæti
 
Hugmyndin á bak við rannsóknarverkefnið er að leita eftir meiri sveiganleika við framleiðsluna með því að stytta framleiðslutímann, þannig er hægt að bjóða stórmörkuðunum ferskari vöru með því að stytta verkunartímann.

Verkefnisstjóri er Hörður G. Kristinsson, deildarstjóri á Matís.

Fréttir

Matís – Prokaria kaupir öfluga raðgreiningavél frá Roche/454 Life Science

Matís–Prokaria keypti nýlega raðgreiningarvél af gerðinni Roche/454 Life Science. Að sögn Ragnars Jóhannssonar, sviðsstjóra Líftæknisviðs Matís, getur tækið raðgreint mikið magn erfðaefnis í einu og opnar nýja vídd við leit að áhugaverðum genum fyrir ný ensím sem nota má í lyfja-, matvæla- og orkuiðnaði. Þessi gen er að finna í örverum sem lifa í heitum hverum í allt að 100 stiga hita og við mjög mismunandi seltu og sýrustig, segir Ragnar.

Áður var notuð svokölluð Gen-Mining aðferð en nýja vélin lækkar kostnað við leit að genum nálega 20-falt. En stóri plúsinn er að öll gen lífverunnar sem kóða fyrir öll ensím hennar, sem skipta hundruðum, nást í einni keyrslu. Til að setja afkastagetu í samhengi þá raðgreinir vélin 1.000.000.000 basapör á einni nóttu – vélin sem fyrir var greinir 100.000 basapör á sama tíma. Hér er því um 10.000 faldan mun að ræða í afkastagetu. Nýja tækið var keypt í samvinnu við Miðstöð í kerfislíffræði við Háskóla Íslands og Tilraunastöð HÍ að Keldum

Sem fyrr segir er tækið af gerðinni FLX frá Roche/454 Life Science og mun það nýtast til ýmissa rannsókna og verður það til dæmis notað við rannsóknir í kerfislíffræði, sem snúast um að greina heildarmynd í starfsemi lífvera, það er samspili efnaskipta og tjáningu gena. Það er nauðsynlegt ef hanna á framleiðslulífverur sem geta stundað flóknar efnasmíðar.

Einnig mun tækið nýtast við rannsóknir á æðri dýrum svo sem á genamengi þorsks, við leit að erfðamörkum og lykilgenum sem stjórna mikilvægum eiginleikum svo sem vaxahraða og sjúkdómsþoli.

Einnig er verður tækið notað við rannsóknir á tjáningu gena sem er mikilvægt í ýmsum rannsóknum tengdum heilsu og heilbrigði, svo sem krabbameinsrannsóknum og rannsóknum á bólgusjúkdómum. Þar er átt við sjúkdóma á borð við gigt, hjarta- og æðasjúkdóma .

Stór kostur sem þetta tæki hefur fram yfir önnur sambærileg tæki er sá að unnt er að raðgreina erfðamengi óþekktra baktería og jafnvel blöndu erfðamengja, sem er mikilvægt í umhverfisrannsóknum. Í nýrri grein í Nature er viðtal við þekkta vísindamenn á því sviði þar sem þeir staðhæfa að þetta sé eina tækið í heiminum í dag sem geti  slíkt.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Ragnar (tv) og Ólaf H. Friðjónsson við nýju raðgreiningarvélina.

Fréttir

Nýr fjármálstjóri á Matís

Nýr fjármálastjóri hóf störf á Matís um s.l. mánaðarmót, Sigríður Hrönn Theódórsdóttir, og tók hún við starfinu af Aðalbjörgu Halldórsdóttur. Sigríður er rekstrarhagfræðingur frá Fachhochschule Munchen, og hefur víðtæka reynslu af atvinnulífinu.

Sem fyrr segir hefur Sigríður mikla reynslu af atvinnulífinu og má þar nefna að hún starfaði hjá Nýsi hf. sem framkvæmdarstjóri Artes, Café Konditori Copenhagen og jafnframt sem rekstrarstjóri Heilsugæslunnar í Salahverfi. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Brú Venture Capital og hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.

Sigríður hefur ferðast víða og dvalið langdvölum erlendis, hún bjó í Munchen í 13 ár, þar sem hún var við nám og störf, en hún starfaði þar m.a. fyrir stórfyrirtækin Allianz og Siemens Nixdorf.

Hún hefur einnig ferðast til margra framandi slóða s.s. Braselíu, Zimbabve, Botsvana, Suður-Afríku, Filippseyja, Taílands, Egyptalands svo fátt eitt sé nefnt.

Fréttir

Akureyri 12. júní: Ráðstefna um framtíðaráskoranir í sjávarútvegi

Fimmtudaginn 12. júní verður ráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri um framtíðaráskoranir í sjávarútvegi.

Á ráðstefnunni verður framtíð sjávarútvegs rædd frá ýmsum hliðum. Innlendir og erlendir fræðimenn og atvinnurekendur sem teljast margir hverjir fremstir á sínu sviði munu þar fjalla um fjölbreytt efni, sem tengist sjávarútveg. Til dæmis um framtíðarhorfur þorskstofna í heiminum, fjárfestingarmöguleika í alþjóðlegum sjávarútvegi og um hvað má læra af því sem vel er gert í fiskveiðistjórnun.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á vefsíðunni http://fisheries.unak.is Á þeirri vefsíðu er einnig hægt að skrá sig á ráðstefnuna. Vinsamlegast hafið samband við Láru Guðmundsdóttur (s. 460-8900, laragudmunds@unak.is varðandi nánari upplýsingar um skráningu og Hreiðar Þór Valtýsson (862-4493, hreidar@unak.is varðandi almennar upplýsingar.

Á myndinni eru Borgir, rannsóknahús HA, en þar er Matís m.a. með aðstöðu. Workshops verða haldin í Borgum, en ráðstefnan sjálf fer fram á Hótel KEA.

Ritrýndar greinar

Improved eating quality of seafood: the link between sensory characteristics, consumer likings and attitudes. In: Improving seafood products for the consumer

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Volatile compounds suitable for rapid detection as quality indicators of cold smoked salmon (Salmo salar)

Volatile compounds in cold smoked salmon products were identified by gas chromatography to study their suitability for rapid detection as indicators to predict sensory quality evaluated by quantitative descriptive analysis. Smoked salmon odour contributed by guaiacol, boiled potato- and mushroom-like odours characteristic for fish lipid degradation and sweet odours associated with the microbial metabolites 3-methyl-butanal and 3-hydroxybutanone were the most intense odours. Other key volatiles were present in high levels but contributed less to the odours. These included furan-like compounds originating from the smoking, spoilage compounds like ethanol, 3-methyl-1-butanol, 2-butanone, and acetic acid along with oxidatively derived compounds like 1-penten-3-ol, hexanal, nonanal and decanal. Partial least square regression models based on data from storage studies of cold smoked salmon from Iceland and Norway verified that selected key volatile compounds performed better as predictors to explain variation in sensory attributes (smoked, sweet/sour rancid and off odour and flavour) than traditional chemical and microbial variables.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

DNA Microarrays for Identifying Fishes

In many cases marine organisms and especially their diverse developmental stages are difficult to identify by morphological characters. DNA-based identification methods offer an analytically powerful addition or even
an alternative. In this study, a DNA microarray has been developed to be able to investigate its potential as a tool for the identification of fish species from European seas based on mitochondrial 16S rDNA sequences. Eleven commercially important fish species were selected for a first prototype. Oligonucleotide probes were designed based on the 16S rDNA sequences obtained from 230 individuals of 27 fish species. In addition, more than 1200 sequences of 380 species served as sequence background against which the specificity of the probes was tested in silico. Single target
hybridisations with Cy5-labelled, PCR-amplified 16S rDNA fragments from each of the 11 species on microarrays containing the complete set of probes confirmed their suitability. True-positive, fluorescence signals obtained were at least one order of magnitude stronger than false-positive
cross-hybridisations. Single nontarget hybridisations resulted in cross-hybridisation signals at approximately 27% of the cases tested, but all of them were at least one order of magnitude lower than true-positive signals. This study demonstrates that the 16S rDNA gene is suitable for designing oligonucleotide probes, which can be used to differentiate 11 fish species. These data are a solid basis for the second step to create a “Fish Chip” for approximately 50 fish species relevant in marine environmental and fisheries research, as well as control of fisheries products.

Hlekkur að grein

IS