Nú um helgina verður sýningin Perlan Vestfirðir í Perlunni og er aðgangur ókeypis og öllum heimill kl. 11 -17 laugardag og sunnudag. Meira en 100 fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum taka þátt í sýningunni og er markmið hennar að kynna allt það helsta sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða á sviði ferðaþjónustu, atvinnulífs og mannlífs almennt.  Rf er á meðal þeirra sem kynna starfsemi sína á Vestfjörðum.
Það er Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða sem stendur að sýningunni í samvinnu við Markaðsstofu Vestfjarða og er þetta í annað sinn sem sýningin er haldin í Reykjavík, en sú fyrsta var haldin árið 2003.
Rf stundar ýmsar rannsóknir á Vestfjörðum, einkum á sviði þorskeldis, í samvinnu við fyrirtæki í fjórðungnum. Sérstök athygli er hér vakin á því að dr. Þorleifur Ágústson, fiskalífeðlisfræðingur, mun halda erindi kl. 14:30 á sunnudag.
DAGSKRÁ:
Laugardagur 5. maí
Á sviði
11:00  Þjóðlagatónlist frá Þingeyri:  Raivo, Krista og Uku Sildoja frá Eistlandi koma fram.
12:00  Gísli Súrsson:  Elfar Logi Hannesson flytur stytta útgáfu af einleiknum.
13:00  Jón Kr. Ólafsson og Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar flytja nokkur lög.
14:00  Harðfisksmökkun:  Þjóðþekktir einstaklingar smakka og dæma vestfirskan harðfisk.
15:00 Palíetturnar frá Bolungarvík:  Heitustu deitin á Vestfjörðum, Soffía Vagnsdóttir, Pálína Vagnsdóttir og Íris Sveinsdóttir flytja frumsamda tónlist með undirleik Zbegniew Jarenko og Hauks Vagnssonar.
15:30  Gísli Súrsson:  Elfar Logi Hannesson flytur stytta útgáfu af einleiknum.
16:00  Heiða Ólafs af Ströndum syngur nokkur lög.
Í kjallara
 12:30  Sögusýning, hrútaþukl og furðuleikar:  Jón Jónsson, þjóðfræðingur og  frá Sauðfjársetri á Ströndum.
13:30  Sumarháskóli á Hrafnseyri:  Dr. Peter Weiss, Háskólasetur Vestfjarða
14:30  Refir á Hornströndum:  Ester Unnsteinsdóttir, líffræðingur,  flytur fyrirlestur með skyggnumyndum.
15:30  Kukl og kæti:  Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Galdrasýningar á Ströndum.
16:30  Vestfirðir – Paradís ferðamanna:  Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða.
Sunnudagur 7. maí
Á sviði
 11:30  Þjóðlagatónlist frá Þingeyri:  Raivo, Krista og Uku Sildoja frá Eistlandi koma fram.
 12:00  Gísli Súrsson:  Elfar Logi Hannesson flytur stytta útgáfu af einleiknum.
 13:00  Farfuglarnir:  Hljómsveit skipuð Arnfirðingum leikur tónlist eftir arnfirska höfunda.
 13:30  Jón Sigurður Eyjólfsson, trúbador frá Bíldudal, flytur lög við ljóð vestfirskra skálda við undirleik Farfuglanna.
 14:30  Vagnssystkin frá Bolungarvík ásamt Zbegniew Jarenko
 16:00  Gísli Súrsson:  Elfar Logi Hannesson flytur stytta útgáfu af einleiknum.
Í kjallara
12:30  Draugar og tröll og ósköpin öll:  Jón Jónsson, þjóðfræðingur, frá Þjóðtrúarstofu á Ströndum.
13:30  Ferðamöguleikar á Vestfjörðum:  Guðmundur Eyþórsson frá Vesturferðum kynnir.
14:30  Rannsóknir á þorskeldi:  Dr. Þorleifur Ágústsson frá Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins.
15:30  Víkingar á Vestfjörðum:  Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða, kynnir Gísla sögu verkefni.