Neytendarannsókn Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís vantar þátttakendur í neytendakönnun á vörum með nýpróteinum.

Vörurnar eru annars vegar smyrjur (smyrjanlegt álegg á brauð) og hins vegar mjúkbrauð sem er ætlað fólki með tyggingar- og kyngingarörðuleika. Vörurnar geta innihaldið prótein úr skordýrum eða gersveppum. Allar vörur í könnuninni eru framleiddar í samþykktum matvælavinnslum og eru öruggar til neyslu.

Allir sem uppfylla skilyrði könnunarinnar geta tekið þátt þótt önnur gerð varanna sé ætluð fólki með tyggingar- og kyngingarvandamál.

Þátttaka felst í að mæta í Matís, Vínlandsleið 12 Grafarholti, smakka tvær gerðir af vörum og svara spurningum um þær. Þeir sem ljúka könnuninni fá gjafabréf að verðmæti 20 evra hjá Amazon. Boðið verður upp á kaffi og kökur eftir könnunina. Könnuninni verður skipt upp eftir aldri þannig að fólk frá 18 til 44 ára fær smyrjur en fólk 45 ára og eldra fær mjúkbrauð. Könnun á smyrjum fer fram 23. – 25. maí en könnun á mjúkbrauði 24. og 25 maí. Tímasetning er frá 11:00 til 13:30 og 15:30 til 17:00 alla dagana. Það tekur um 20 mínútur að svara könnuninni.

Markmið könnunarinnar er að fá fram skoðun neytenda á vörunum og viðhorf tengd þeim.

Könnunin er hluti af verkefninu NextGenProteins þar sem unnið er að þróun þriggja nýrra gerða próteina (nýprótein) og rannsakað hvernig hægt er að nýta þær í matvæli. Verkefnið miðar að því að styrkja matvælaöryggi og sjálfbærni í próteinframleiðslu í Evrópu. Ábyrgðaraðli könnunarinnar er rannsóknarstofnunin TTZ í Þýskalandi og samsvarandi könnun er gerð í Svíþjóð og Þýskalandi.

Skilyrði fyrir þátttöku eru eftirfarandi:

  • Að vera 18 ára eða eldri
  • Að taka þátt í matarinnkaupum heimilisins
  • Að vinna ekki við fjölmiðlun eða í matvælaiðnaði
  • Að vera laus við ofnæmi fyrir eftirfarandi fæðutegundum: eggjum, hveiti, soja, ryki og skelfiski

Ef þú uppfyllir skilyrði fyrir þátttöku og hefur áhuga á að taka þátt í þessari könnun, vinsamlegast sendu póst á Aðalheiði Ólafsdóttur adalheiduro@matis.is þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:

  • Nafn
  • Aldur
  • Símanúmer
  • Tölvupóstfang

Frekari upplýsingar verða sendar ef áhugi er fyrir þátttöku.

Bestu kveðjur

Aðalheiður Ólafsdóttir

IS