Fréttir

Aðhaldsaðgerðir

Í síðastliðnum mánuði þurfti yfirstjórn Matís að grípa til aðgerða, m.a. vegna styrkingar íslensku krónunnar og niðurstaðna úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Í þessu samhengi er rétt að benda á að ólíkt mörgum ríkisaðilum er Matís að stærstum hluta rekið fyrir sjálfsaflafé og er umtalsverður hluti þess fjár vegna alþjóðlegra rannsóknaverkefna, sem m.a. hefur verið grundvöllur fyrir vexti Matís sl. ár.

Aðgerðirnar í júlí fólust fyrst og fremst í því að skera niður í útgjöldum og ná fram hagræðingu í rekstri þannig að Matís yrði ekki rekið með tapi árið 2017, en ábyrgur rekstur hefur ávallt einkennt Matís.

Í aðdraganda aðgerðanna voru allir kostnaðarliðir gaumgæfilega skoðaðir. Eins og í öðrum þekkingarfyrirtækjum er stærsti kostnaðarliður í rekstri Matís launakostnaður. Markmiðum um hagræðingu var ekki mögulegt að ná eingöngu með aðhaldi í öðrum kostnaði, s.s. ferðakostnaði, innkaupum á aðföngum og hægari endurnýjun tækja. Niðurstaðan varð því uppsagnir átta starfsmanna, auk enn meira aðhalds en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir í fyrrnefndum kostnaðarliðum.

IS