Fréttir

Áhrif fiskveiðilöggjafar á búsetu á Íslandi, í Noregi og í Færeyjum

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Matís, Nofima í Noregi og Syntesa í Færeyjum vinna nú að verkefni sem ætlað er að kanna áhrif fiskveiðilöggjafa á störf og búsetu á Íslandi, í Noregi og í Færeyjum.

Verkefnið er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni og er ætlað að veita grunnupplýsingar um efnahagsleg og félagsleg áhrif fiskveiðilöggjafa á sjávarútveg landanna og þá sérstaklega á hinar dreifðari byggðir.

Vonast er til þess að niðurstöður liggi fyrir um mitt ár 2018 og muni þá nýtast Norrænu ráðherranefndinni og öðrum hagaðilum til að átta sig betur á áhrifum fiskveiðilöggjafa á búsetu í þessum löndum.

IS