Fréttir

Aldarafmæli kosningaréttar kvenna

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís hvetur starfsfólk sitt til að sækja hátíðarhöld vegna aldarafmælis kosningaréttar kvenna og sýna þannig í verki stuðning sinn við jafnrétti.

Matís gefur starfsfólki frí eftir hádegi á morgun, föstudaginn 19. júní, í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og eru allir starfsmenn fyrirtækisins hvattir til að taka þátt í hátíðarhöldum þessa mikilvæga dags.  

Stefna Matís í jafnréttismálum er að tryggja jafna stöðu kynjanna. Það er markmið Matís að allir starfsmenn njóti sömu virðingar og hafi jöfn tækifæri til starfsframa, burtséð frá kynferði, þjóðerni, stöðu eða högum. Gætt er jafnréttis við alla ákvarðanatöku sem að starfsfólki snýr, þ.m.t. ákvarðanir um ráðningar, kjaramál og endurmenntun.

Neyðarnúmer

Örverudeild er 422-5116 / 858-5116.

IS