Fréttir

Alþjóðleg sjávarútvegsráðstefna í Ancona á Ítalíu – Matís tekur þátt og kynnir EcoFishMan verkefnið

Alþjóðleg sjávarútvegsráðstefna er nú haldin í Ancona á Ítalíu en þetta er í 71. skiptið sem þessi ráðstefna er haldin. Matís tekur þátt í þessar ráðstefnu og mun kynna EcoFishMan verkefnið og hvernig bæta megi fiskveiðistjórnunarkerfið sem notast er við innan landa Evrópusambandsins (ESB).

Matís er sérstaklega boðið á þessa ráðstefnu af Marche Regional authority á Ítalíu og er tilgangurinn m.a. annars að kynna Ecofishman fjölþjóða verkefnið sem Matís stýrir. Á fundinum verður t.a.m. farið í  opnar umræður með hagsmunaaðilum um aðkomu þeirra að EcoFishMan verkefninu en verkefnið snýst um þróun á nýju fiskveiðistjórnunarkerfi innan ESB.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðum Matís, t.d. hér og hér.

Nánari upplýsingar um þennan fund/ráðstefnu má finna hér.

IS