Út er komin bókin „Antioxidants and Functional Components in Aquatic Foods” en Hörður G. Kristinsson, sviðsstjóri Líftækni og lífefnasviðs og rannsóknastjóri Matís er ritstjóri bókarinnar. Auk þess skrifa nokkrir starfsmenn Matís kafla í bókinni.
Í bókinni er fjallað um andoxunarefni og önnur lífvirk efni sem finna má í sjávardýrum og hvernig slík efni geta nýst til bættrar heilsu. Ítarlega er fjallað um hvað hefur áhrif á gæði þessara lífvirku efna við geymslu, framleiðslu og vegna fleiri þátta.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Wiley. Einnig veitir Hörður G. Kristinsson nánari upplýsingar.