Fréttir

App fyrir sjómenn til að reikna ísþörf

Matís hefur nú búið til sérstakt smáforrit (app) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem gerir sjómönnum auðvelt að reikna út ísþörf vegna afla. Forritið var kynnt á Sjávarútvegsráðstefnunni í sl. viku.

Smáforritið er einkar hentugt og auðvelt í notkun og nýtist sjómönnum til að reikna út hversu mikil ísþörfin er fyrir þann afla sem veiddur er. Í forritinu er tekið tillit til aðstæðna eins og sjávarhita, lofthita og dagar á sjó og leiðbeiningar varðandi kg magn af ís gefnar út auk þess í fjölda skófla og fjölda fata.

Nú hefur aldrei verið auðveldara að finna út hversu mikið af ís þarf til að fara sem best með okkar dýrmæta hráefni.

Forritið má nálgast á Google Play eða með því að skanna QR kóðann hér að neðan. Forritið er aðgengilegt fyrir síma með Android stýrikerfi en á næstunni verður hægt að nálgast það fyrir síma frá Apple og síma með Windows stýrikerfi.

Ítarefni

QR fyrir ísreikni Matís | QR for Matís' ice app
IS