Fréttir

Áríðandi orðsending til þátttakenda í neyslukönnun!

Eins og margir “góðkunningjar” Matís vita, þá er nú í gangi könnun á viðhorfum til heilsufullyrðinga á matvælum þar sem um 2500 manns taka þátt. Vegna biluar í hugbúnaði er vefsíða, sem þátttakendur eiga að fara á til að svara spurningum, tímabundið óvirk, en vonast er til að vefsíðan verði komin í lag á næstu 1-2 dögum.

Um könnunina.
Sams konar könnun er gerð samtímis hjá neytendum á öllum Norðurlöndunum og er tilgangurinn að kanna hug neytenda til heilsufullyrðinga og hvernig þeir skilja mismunandi heilsufullyrðingar. Niðurstöður könnunarinnar munu verða kynntar hagsmunaaðilum í öllum löndunum, sem og matvælafyrirtækjum, neytendasamtökum og yfirvöldum.

Á döfinni er Evrópureglugerð um heilsufullyrðingar í matvælum og munu niðurstöður könnunarinnar verða nýttar til að hafa áhrif á innihald hennar.
Færst hefur í vöxt að matvæli sé merkt með svonefndum heilsufullyrðingum. Það geta verið fullyrðingar um næringarinnihaldi matvæla t.d. fitusnautt, kólesterólfrítt, hitaeiningasnautt og um áhrif neyslu einstakra matvæla á heilsu neytenda t.d. lækkar kólesteról, verndar tannheilsu o.s.frv.

Þátttakendur ATH! Vinsamlega sýnið þolinmæði og missið ekki móðinn vegna þessarar bilunar – Reynið aftur eftir 1-2 daga!

IS