Fréttir

Ársskýrsla Matís fyrir 2023 er komin út

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Ársskýrsla Matís fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum.

Rannsóknir Matís hafa alla tíð gegnt lykilhlutverki í framþróun íslenskrar matvælaframleiðslu og líftækni og hafa þær myndað mikilvæga brú á milli vísinda og atvinnulífs sem tengir rannsóknir og nýsköpun við þarfir atvinnuveganna.

Rannsóknir Matís eru jafnframt til þess að mæta bæði tækifærum og áskorunum, bæði í nútíð og framtíð. Þá sérstaklega þegar litið er til aukinnar sjálfbærni, verðmætasköpunar og fæðuöryggis. Ef við viljum halda áfram að framleiða matvæli til eigin neyslu og taka þátt í að efla matvælaframleiðslu alþjóðlega þurfum við að viðhalda þeim tengslum á milli rannsókna og iðnaðar sem Matís hefur byggt upp. Þessi tengsl eru því ekki aðeins mikilvæg fyrir núverandi framleiðslu, heldur leggja þau grunninn að því hvernig við munum framleiða og neyta matvæla í framtíðinni

Ársskýrsluna má nálgast hér.