Fréttir

Atlantshafsþorskur – hverjar eru próteinþarfir fyrir hámarksvöxt?

Nýlega birtust niðurstöður úr rannsókn sem sérfræðingar Matís ofl. stóðu að og var framkvæmd í þeim tilgangi að varpa ljósi á próteinþörf Atlantshafsþorsksins þannig að vöxtur hans yrði sem mestur.

Auk þess fór fram fyrirlestur um sama efni á í XIII International Symposium on Fish Nutrition and Feeding sem haldi var í Florianópolis í Brasilíu fyrir stuttu. Boðsfyrirlestrar voru 7 og auk þess voru valdir til flutnings 81 fyrirlestur af hugmyndum sem sendar voru inn um sjálfvalið efni. Einn af þessum fyrirlestrum var fyrrnefndur fyrirlestur sem bar heitið „Protein requirements of Atlantic cod Gadus morhua L“ haldinn af starfsmanni Matís, Jóni Árnasyni.

IS