Matís auglýsir eftir sérfræðingi í vöruþróun á starfsstöðina á Höfn sem er ætlað að því að efla matarferðamennsku á Suðausturlandi. Æskilegt er að viðkomandi starfsmaður búi á svæðinu.
Starfssvið
Vinna að eflingu matarferðamennsku á landsvísu með áherslu á Suðausturland auk annarra vöruþróunarverkefna. Æskilegt er að viðkomandi starfsmaður búi á svæðinu.
Í starfinu felst m.a.
• Þróa hugmyndir að staðbundinni matvöru. • Vinna með samstarfsaðilum í matarferðamennsku á Suðausturlandi. • Efla verkefnum í tengslum við atvinnulíf á svæðinu. • Hönnun og þróun á vinnsluferlum.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun í matvælaverkfræði, verkfræði, líffræði eða sjávarútvegsfræði. Reynsla af vöruþróun er kostur.
Nánari upplýsingar veitir: ingibjorg.s.sigurdardottir@matis.is