Fréttir

Aukaafurðir afsöltunar nýttar til sjálfbærari vinnslu í sjávarútvegi

Tengiliður

Cecile Dargentolle

Verkefnastjóri

cecile@matis.is

Matís og Vinnslustöðin hafa unnið náið saman að verkefninu Sjávarsalt, þar sem rannsakað er nýtni aukaafurðar (pækill) úr búnaði sem framleiðir ferskvatn úr sjó.

Frá því síðasta sumar hefur Matís og Vinnslustöðin unnið saman að verkefninu Sjávarsalt, sem hlaut nýsköpunarstyrk úr sjóðnum Lóu árið 2024, með það að markmiði að nýta nýstárlegar og sjálfbærar aðferðir við saltfiskframleiðslu.

Eftir að ferskvatnslögnin til Vestmannaeyja rofnaði fyrir nokkrum árum keypti VSV afsöltunarbúnað frá hollenska fyrirtækinu Hatenboer-water til að tryggja ferskvatnsframboð í eyjum. Ein aukaafurð úr þessari vinnslu er pækill(brine) sem hingað til hefur ekki verið nýttur. Sjávarsalt-verkefnið athugar hvort hægt sé að nýta þessa aukaafurð úr ferskvatnsframleiðslunni sem fyrsta þrep í saltfiskvinnslu, eða pæklun fisks. Í hefðbundinni aðferð er blandað ferskvatni og innfluttu salti. Með því að skipta yfir í að nota aukaafurð úr afsöltunarbúnaðinum í stað ferskvatns og innflutts salts í fyrsta þrepinu (pæklun) væri hægt að minnka notkun á innfluttu salti. Hluti verkefnisins var einnig að kanna hvort pækillinn hefði áhrif á gæði saltfisksins.

Megintilgangur verkefnisins er að auka nýtingu hráefna og endurnýtingu í fiskvinnslu og draga úr notkun á innfluttu salti. Ef vel tekst til gæti þetta orðið fyrirmynd fyrir nýja vinnslulínu og umhverfisvænni vinnubrögð í sjávarútvegi. Niðurstöður tilrauna lofa góðu og gæði fisksins breyttist ekki, framleiðsluferlið gæti því orðið bæði sjálfbærara og ódýrara.

IS