Nú er tilbúin frumgerð að hugbúnaði fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem leggur til hagkvæmasta fyrirkomulagið í veiðum og vinnslu á fiski, getur aukið virði sjávarfangs og um leið stuðlað að auknum hagnaði fyrirtækja.
Hvernig er unnt að stjórna veiðum og vinnslu þannig að sem mest hagkvæmni og arðsemi náist út úr starfseminni í heild? Ítarlegt viðtal birtist fyrir stuttu í Viðskipablaðinu við Svein Margeirsson, deildarstjóra hjá Matís, um FisHmark hugbúnaðinn sem er algerlega íslenskur. Viðtalið má sjá hér.