Matís (Matvælarannsóknir Íslands) hefur fjölgað starfsfólki á starfsstöð sinni á Ísafirði. Jón Atli Magnússon hefur tekið til starfa á starfsstöðinni en hann mun sinna verkefnum á sviði vinnslu- og eldistækni.
Hann er þriðji starfsmaðurinn hjá Matís á Ísafirði en fyrir eru Þorleifur Ágústsson og Jón. G. Schram.
Jón Atli útskrifast sem vélaverkfræðingur (B.Sc.) frá Háskóla Íslands síðar í þessum mánuði. Hann hefur margvíslega aðra menntun og starfsreynslu úr atvinnulífinu. Hann er með vélstjórnarréttindi frá VMA (3. stig) og starfaði í nokkur ár sem vélstjóri hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvör í Hnífsdal, en sl. tvö ár starfaði Jón sem þróunarstjóri 3X Technology (áður 3X Stál). Síðast en ekki síst þá stofnaði Jón 5 kinda sauðfjárbú er hann var 15 ára gamall sem hann rak meðfram námi.
Eiginkona Jóns er Ilmur Dögg Níelsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau soninn Jóhann Ása.