Bændasamtök Íslands kíktu í heimsókn til okkar í Matís þann 7. september síðastliðinn. Þau Gunnar Þorgeirsson, formaður, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri, og Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur, skoðuðu framgang í vefjaræktun á stofnútsæði kartaflna sem Matís sinnir fyrir Bændasamtökin. Einnig var farið yfir önnur samstarfsverkefni en þau eru fjölmörg og stefnt er að því að auka þau enn frekar í framtíðinni.
Hér að neðan má sjá myndir af vefjaræktuðum kartöflum sem ræktaðar eru hjá Matís.


Matís þakkar Bændasamtökum Íslands fyrir komuna og hlakkar til áframhaldandi góðs samstarfs.