Fréttir

Bak við ystu sjónarrönd

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í síðustu viku gaf Íslenski sjávarklasinn út rit um framtíð bláa hagkerfisins sem nefnist Bak við ystu sjónarrönd og fjallar um tækifæri hafsins sem hagnýta má fyrir komandi kynslóðir.

Höfundar ritsins eru þeir Þór Sigfússon og Þórlindur Kjartansson en fjölmargir aðrir sérfræðingar og frumkvöðlar veita einnig álit sitt á ýmsum framtíðarviðfangsefnum er lúta að hafinu.

Sérfræðingar tekja að tækifæri liggi í aukinni fiskirækt, líftækni, fullvinnslu aukaafurða og vaxandi stofnum nýrra veiðitegunda við Ísland eins og í skelfiski, nýtingu þara og ræktun þörunga á meðan hlutdeild fiskveiða geti minnkað á komandi árum.

Mestu ógnanir felist hinsvegar í aukinni mengun í hafinu í kringum Ísland, hitnun og súrnun sjávar og plastmegngun.

Sjá nánar Bak við ystu sjónarrönd.